18. desember 2004

Stjörnuspá dagsins í boði Mbl.is...

BOGMAÐUR
22. nóvember - 21. desember

Þetta verður spennandi dagur og þú ert að springa úr krafti. Nýir möguleikar og ný ævintýri bíða þín og þú getur varla á þér setið. Lífið er ljúft.

Hehehe...
Eitthvað hljómar þetta eins og ávísun á skandal í kvöld.... ;)


Þá eru jólin semsagt að bresta á og ég lendi á Keflavík í kvöld um klukkan 22:30 að staðartíma. Það er því ekki seinna vænna en að organísera móttökunefnd með blöðrum, lúðrablæstri og öðrum almennum fagnaðarlátum ásamt lögreglufylgd í bæinn.

Hlakka til að sjá ykkur öll, lömbin mín!


14. desember 2004

Áramót

Hérna.....hvað á að gera á gamlárs??

Vill ekki einhver bjóða mér í partý?

7. desember 2004

Fjórðungur úr öld að baki

Enn er einn og hálfur tími til stefnu fyrir þá sem vilja óska mér til hamingju með þennan stóráfanga í lífi mínu.
Tveir og hálfur fyrir þá Íslendinga sem staðsettir eru á Fróni og vilja vera með stæla ;)

Djöfull líður tíminn annars hratt. Mér finnst eins og það sé varla meira en ár síðan ég hélt upp á tvítugsafmælið mitt og finnst því í rökréttu framhaldi af því frekar óásættanlegt að ég hafi allt í einu elst um heil fjögur ár á aðeins einu ári!

Grenj!
Spurning hvort hamingjuóskir eru yfirhöfuð nokkuð viðeigandi....?

2. desember 2004

Heimilisleysi

Er ekki einhver þarna úti sem ætlar að fara til útlanda eða út á land yfir hátíðarnar og vantar einhvern (lesist: mig) til að passa íbúðina sína fyrir sig??

Er hrædd um að ég sé ekkert endilega að höndla það að vera gestur á heimili móður minnar og stjúpa um jólin...

Því eins og Viggó beibí, í hlutverki skrattans, sagði hér um árið:

"...´cause although heaven might be closed, I´m always open.
Even on christmas!"

Fullt hús stiga fyrir þann sem veit hvaðan þetta er komið!

29. nóvember 2004

Verði aðventukrans! Og það varð aðventukrans!

Jæja, hvað segiði gott fólk?
Er ekki stemmning fyrir að kíkja í heimsókn og berja augum hinn nýskapaða chili/glimmer-aðventukrans sem vígður var við hátíðlega athöfn í gær?
Ekkert minna en stórglæsilegur er hann! Ójá!

Ef kransinn einn og sér er ekki nógu mikil attraksjón, þá mun að auki haldið stærðarinnar gilli þann 11. desember næstkomandi í tilefni af 21 árs *hóst* afmæli húsfreyjunnar. Verða mikil hátíðahöld þennan dag allan og vel framundir morgun næsta dag. Ættu þar flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem á boðstólum verða allar helstu fæðutegundir partýdýra, en eins og allir vita nærast þau helst á fljótandi fæði með mismunandi prósentuhlutfalli hins þekkta Alc-vítamíns ásamt fjölbreyttu úrvali mislitra svaladrykkja bæði með og án koldýru.

Hlakka til að sjá ykkur!

25. nóvember 2004

Hvur grefillinn!

Er þetta í alvörunni að skella á?
Á maður að fara útí það núna fyrir sunnudaginn að púsla saman einhverjum fríkin aðventukransi?
Er það málið?

Nú verður að viðurkennast að ég er ekki ein af þeim sem finnst það sérstaklega jólalegt að ryksuga greninálar úr stofuteppinu í margar vikur út af einhverju tilgerðarlegu föndri með trjágreinar og satt að segja er það heldur ekki sérstaklega mikið ég að eyða stórum fjármunum (sem betur væri varið í tóbak, áfengi, nammi og fleiri félagslega jákvæða hluti) í leir og slaufur og blómavír og sitja svo sveitt við að berja þetta saman í "skreytingu" af því að allir aðrir gera svoleiðis.
Hvað er þá til ráða?

Ekki misskilja mig, ég hef svosem ekkert á móti kertaljósi...það er alveg huggulegt og rómó. Þannig að það er spurning hvort maður reddi þessu ekki bara á einfaldan hátt og láti það nægja að fjárfesta í sprittkertum og glimmeri, hvolfi svo bara úr glimmerdollunni á matardisk, stilli kertunum upp á fagurlegan hátt þar ofaná og láti svo bara Dollý og Kenny sjá um restina af stemmningunni!

24. nóvember 2004

Þriðjudagskvöld í höllinni

Það er ekkert nema lélegt í sjónvarpinu, mér er illt í eggjastokkunum og ég þarf að taka til.
Er ekki í stuði til þess.

Í staðinn sit ég hér og grenja yfir þessu lásí sjónvarpsefni.
Hvað er það??

Djöfull er maður paþettikk svona einu sinni í mánuði.



19. nóvember 2004

When shit happens

Hafiði tekið eftir því að sumir atburðir verða í raun ekkert raunverulegir fyrir manni fyrr en maður er búinn að segja einhverjum frá þeim? Maður situr einn með sjálfum sér og það er eitthvað gríðarlega merkilegt búið að gerast en enginn til að deila því með....
Talandi um að eitthvað sé nerve wrecking!

Lenti í því að það gerðist smá......og ég var við það að fara yfirum yfir því að það var enginn hjá mér til að sjá það og enginn á msn sem ég gat sagt frá því. Endaði með því að ég sagði halló við alla á msn sem myndu skilja mikilvægi þessa atburðar en enginn svaraði fyrr en ég var að því komin að byrja að reita hár mitt af taugatitringi. Til allrar hamingju var mér að endingu komið til hjálpar og messengerinn fór að blikka í túlbarinu.

Fjúkket! Ég veit ekki hvar þetta annars hefði endað, svei mér þá!
Líklega hefði ég setið hér í mublunni og hægt en ákveðið tapað glórunni vegna þess að svo virðist sem mér sé það lífsins ómögulegt að meðhöndla hlutina í raunheimum fyrr en ákveðin staðfesting er komin á atburðinum. Eina leiðin til að öðlast hana, í þessu tilfelli allavega, var einmitt sú að tilkynna þetta.
Því þá vita það fleiri.
Þá hlýtur það að hafa gerst.
Ekki rétt?

Það versta er þó að ég er sko ekkert að spauga með þetta. Meina þetta í fúlustu alvöru sko. Sko!
Er ég nokkuð ein í heiminum sem er svona létt-geðveik? Anyone?


En nú er þetta frá. Núna er ég viss um að þetta gerðist. Og þá er ég glöð. Jeij! :D

Tilveran

HoneySugarLemonPie: vá hvað lífið er eitthvað steikt
HoneySugarLemonPie: er það þetta sem maður á eftir að líta til baka á og finnast bestu ár ævi sinnar
New York New York!: ég hreinlega veit það ekki
New York New York!: ég held samt að þetta verði mín bestu ár
HoneySugarLemonPie: pældu samt í því hvað það er sorglegt
HoneySugarLemonPie: að eiga öll þessi ár eftir sem verða ekkert eins góð og þessi
HoneySugarLemonPie: maður verður alltaf lítandi til baka
HoneySugarLemonPie: mér finnst það ekkert jákvæð tilhugsun sko
New York New York!: held það verði samt ekkert þannig
New York New York!: þá verða bara aðrir hlutir sem gera mann lukkulegan
New York New York!: held það sé líka mjög sorglegt að vera í þessu ástandi fertug
HoneySugarLemonPie: reyndar....
HoneySugarLemonPie: það er alveg pæling


Svona er maður nú gáfulegur klukkan tvö um nótt...



16. nóvember 2004

Fortíðardraugur og fjaðrasaumur

Þá er maður kominn aftur til hversdagsins hérna í Viborginni eftir að hafa skroppið heim í örfáa daga.
Þó ástæður ferðarinnar hafi verið jarðarför var þetta notaleg ferð og ég náði að hitta flesta þá sem ég hafði ætlað mér og aukalega nokkra til viðbótar.
Ákveðinn fortíðardraugur skaut til dæmis upp kollinum mér algerlega að óvörum og sá fundur kom ánægjulega á óvart.
Þótti virkilega vænt um það.

Einn þeirra daga sem ég heiðraði landann með nærveru minni tókst mér líka að fjárfesta í óstjórnlega glæsilegu tæki og þessir síðustu dagar eftir heimkomuna hafa farið í að kósa mig með apparatinu og kynnast því betur.

Má ég kynna nýinnflutta sambýliskonu mína: Pfaff 2025
Hugmyndir að gælunafni á dásemdina eru vel þegnar í kommentakerfið, því ég hef enn ekki komið auga á hentugtan möguleika þess efnis og þar sem það nafn sem henni var gefið getur hvorki talist sérlega þjált í munni né hentugt til styttingar þá er ég í nokkurri klemmu hérna. Hmm....

Hef ég fulla trú á því að fröken þessi muni bæta heimilislífið allverulega, koma með ferska lífssýn á heimilið og stuðla að fjölgun notalegra kvöldstunda í höllinni.

Jæja, farin að kynna mér overlocksauma.
Leiter

9. nóvember 2004

Steinn, my man!

Já, ég er heima þessa dagana. Stutt stopp reyndar og ástæður ferðarinnar frekar sorglegar en meira um það seinna.

Mál dagsins er hinsvegar að ég datt niðrí ljóðasafn Steins Steinarr þegar ég heimsótti ákveðið menningarheimili hér í bæ í gær og stenst bara ekki mátið að pósta hér einni af þeim snilldum sem ég fann eftir kauða.
Fannst þetta eitthvað svo viðeigandi:


Eldur

Enginn veit um eldinn
sem einu sinni brann.
Í landi minna lífsins drauma
logaði hann.

Ég sótti þangað þróttinn
gegn þrautum og neyð.
Þar vann ég hæstu hugsjón minni
hollustu-eið.

En eitt sinn þegar eldurinn
allra heitast brann,
þá skeði einmitt ógæfan,
sem oftast hendir mann.

Því eldurinn er eldur
og enginn þekkir hann.
-Og sjálfur upp til ösku
ég í honum brann.

-Og enn þá loga eldar
og enn þá brenna menn.
Finnurðu ekki sviðalykt
af sjálfum þér enn?

Steinn Steinarr


-talandi um að hitta naglann á höfuðið.....

22. október 2004

Krókódíll, já takk!

Jæja góðir hálsar, þá er komið að því. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessu mómenti og nú er það runnið upp. Loksins! Blogg!

Hér er reyndar ákaflega tíðindalaust búið að vera undanfarið og ekki mikið að skrifa um en um síðustu helgi lagði ég þó land undir fót og skrapp til höfuðborgarinnar. Hitti þar Kollsterinn minn sem var í heimsókn hjá Liljunni sinni, borðaði með familíunni og kósaði mig með Soldierboy í stórborginni.
Áður en ég svo lagði af stað aftur í sveitina bauð hann mér út að borða eins og sá sanni herramaður sem hann er og í fína kaupstaðnum er víst óhætt að segja að hægt sé að fá nánast allt sem manni dettur í hug að gæti verið matarkyns. Við ákváðum því að gúffa í okkur krókódíl og bláum kartöflum á einhverjum agalega fínum restóranti!
Þetta reyndist svona líka gasalega ljúffengt og get ég hér með fullyrt að krókódílakjöt er ekkert minna en herramannsmatur, börnin góð.

Fleira er ekki í fréttum að sinni.
Góðar stundir.

20. október 2004

Þabbarasona!


Your wings are broken and tattered. You are an angelic spirit who has fallen from grace for one reason or another - possibly, you made one tragic mistake that cost you everything. Or maybe you were blamed for a crime you didn't commit. In any case, you are faithless and joyless. You find no happiness, love, or acceptance in your love or in yourself. Most days are a burden and you wonder when the hurting will end. Sweet, beautiful and sorrowful, you paint a tragic and touching picture. You are the one that few understand. Those that do know you are likely to love you deeply and wish that they could do something to ease your pain. You are constantly living in memories of better times and a better world. You are hard on yourself and self-critical or self-loathing. Feeling rejected and unloved, you are sensitive, caring, deep, and despite your tainted nature, your soul is breathtakingly beautiful.

Image is a painting by Natalya Nesterova.

28. september 2004

Lasarus

Ér lasin.
Með nefið fullt af hori, hósta oní rassgat og hita í þokkabót.
Oj!

Væri í algerri sjálfsvorkunn ef ekki ég hefði fengið sörveraðan morgunmat í rúmið í morgun.

14. september 2004

Óyggjandi niðurstöður

Um daginn átti sér stað samtal yfir msn. Það var eitthvað á þessa leið:

Frænka 1 : svo vinnur hann við xxxx og er með mjög góðar tekjur, er að stofna fyrirtæki með vini sínum, á bíl og er gordjöss
Frænka 1 : what more can you ask for??
Frænka 1 : já og er 26...sem er alveg ásættanlegt held ég
Frænka 2 : fullkomlega - hann hljómar alveg too good to be true
Frænka 2 : er hann sumsé ekki fáviti?
Frænka 1 : ekki svona við fyrstu sýn allavega
Frænka 1 : en við skulum nú gefa honum séns, það er nú ekki útséð um það enn ;)

Frænka 1 : lol
Frænka 2 : úff - tvær brenndar af kynnum sínum af karlmönnum
Frænka 1 : já...mér finnst það eiginlega sjúklega fyndið!
Frænka 1 : á frekar sorglegan hátt.....en engu að síður sprenghlægilegt
Frænka 1 : er ég þá skrítin?
Frænka 2 : já, þetta er það eiginlega
Frænka 1 : lol
Frænka 2
: og nei - þú ert ekki skrítin
Frænka 2 : við erum bara nútímakonur
Frænka 1 : einmitt, já!


Að sjálfsögðu reyndist maðurinn fáviti. Og vér eyðum ekki tíma vorum í fávita!

Alveg er þetta samt gegnumgangandi fyrir þetta kyn.....
Merkilegt!

Eftir ýtarlega ransóknarvinnu í fjölda ára er ég komin með svo miklar heimildir um þetta að ég held ég ráðist fljótlega í að skrifa doktorsritgerð um málið.
Enn hef ég ekki nefninlega ekki rekist á það eintak sem ekki ber þetta með sér af einni eða annari gráðu og er orðin nokkuð viss í minni sök um að sá karlmaður sem ekki ber þennan eiginleika fyrirfinnst að öllum líkindum ekki.
Hef ég yfirgripsmikla könnun á þessu til rökstuðnings nefndri fullyrðingu, sem og framburð og reynslusögur kynsystra minna sem einróma bera sömu sögu af tegundinni.

Fannst bara skylda mín að láta vita af þessu. Víti til varnaðar og allt það.

Fleira er ekki í fréttum að sinni.
Góðar stundir.

2. september 2004

Takið af ykkur skóna...


Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir er smá lægð búin að vera yfir landinu síðustu daga og þykir mér miður hversu slæm áhrif þetta hefur haft á blogg-frammistöðu mína.

Nú er þó heldur betur búið að snúa við blaðinu hér á heimavígstöðvunum og sem einn af mörgum fylgifiskum hins nýja lífs sem hafið er, bretti húsfreyjan í höllinni upp ermar sínar í dag, setti upp svuntuna og gerði sér lítið fyrir og tók jólahreingerninguna á alla 66 fermetrana sína!
Annað eins hefur líklega aldrei sést til hennar!

Á tímabili ætlaði tuskubrjálæðið algerlega að keyra um þverbak og get ég hér með vottað að gamla húsráðið með að heklunál nr 2 1/2 væri best í hornin er hreint ekki fjarri lagi. Ég er að segja ykkur að ekki nóg með að ég hafi þrifið alla lista og hurðarkarma á heimili mínu og þurrkað af hverjum einasta slökkvara í húsinu heldur skrúbbaði ég sem óð væri, á og undir stöðum sem mannlegar verur vita ekki einu sinni af og aðeins hinar þrautþjálfuðustu húsmæðraskólagengnu konur koma auga á.
Við erum að tala um að Kolla mín á Hallormsstað gæti verið svo stollt af sinni akkúrat núna að það er ekki lítið. Sýndi og sannaði með tilþrifum í dag hversu vel búin ég var að einkunninni 9 í því ágæta fagi "Þvottur og ræsting".

Ekki voru þrifin þó það eina sem ég tók mér fyrir hendur, ónei! Fyrst ég nú var komin í gírinn á annað borð var ekki um annað að ræða en að rífa áklæðið af ástkærri IKEA mublunni og henda í þvottavélina, setja nýtt á rúmið (skipti þá engum togum að síðast hafi það verið gert fyrir aðeins 2 dögum síðan) og sortera í bókhaldsmöppuna. Þetta hreinlega jaðrar við geðveiki, það sér það hvert mannsbarn.

Sem óð væri viðraði ég því að sjálfsögðu einnig sængina og koddana (að ógleymdu gestasettinu, ójá!) og pússaði gluggana jafnt að innan sem utan. Allt þetta með dyggri aðstoð Dolly nokkurrar Parton sem hvatti mig áfram með söng og undirspili sem ómaði um allt hverfið útfrá græjunum mínum.
Spurning hvort ég skelli ekki bara í lummur svona fyrst ég á annað borð er að þessu?


-Mikið gríðarlega verður sá maður lánsamur sem fær mig sem eiginkonu!

17. ágúst 2004

Tomorrow...tomorrow...

Í fyrradag voru liðin 13 ár

Í gær var liðið ár

Í dag er svo bara þriðjudagur...

12. ágúst 2004

Opið hús



Sjúklega heitt í höllinni þessa dagana og því algerlega bráðnauðsynlegt að hafa alla glugga og dyr opna upp á gátt þegar maður er innivið. Þetta hefur þær óskemmtilegu afleiðingar í för með sér að húsið fyllist af flugum, fiðrildum og kóngulóm sem leita skjóls úr hitanum eða inní ljósið þessa dagana.

Þar sem mikil hetja hefur reglulega átt leið hjá höllinni undanfarið er þó enn ekki orðinn skortur á glösum á heimilinu, merkilegt nokk! Offíserinn hefur nebblega með ótrúlegri færni og íklæddur kamóflas-júníforminu náð að lauma sér fagmannlega að hverju grandalausu kvikindinu á fætur öðru og staðið í fjöldamorði á þeim fyrir mína hönd. Glæsilegt!

Þar sem ég er sannfærð um að leyndarmálið bakvið þennan stórkostlega árangur í björgunaraðgerðum undan áttfætlunum hljóti að vera téð júníform, hef ég því séð til þess að maðurinn mæti undantekningalaust í felulitunum þegar hann kemur í heimsókn! ;)

Jessör!

10. ágúst 2004

Hald sø




Þegar sumarið loksins er komið hingað til konungsríkisins er sjúklega gott að geta kælt sig aðeins niður.

Kasper, Nis og Dion hringdu og plötuðu okkur stúlkurnar með og við hentum okkur í bíkiníin og skelltum okkur með þeim niður til Hald Sø (sem er hér rétt hjá) og stungum okkur í vatnið.


Sjitt hvað það var næs!





Held hreinlega að ég ætti ekki í miklum erfiðleikum með að venjast þessu sko.

Svömluðum um í myrkrinu og kósuðum okkur í hitanum þar til mýið fór að verða óþægilega ágengt um miðnæturbilið.

Jafnvel spurning um að skella sér aftur í kvöld...

6. ágúst 2004

Allt að gerast!



Jebbs, við erum að tala um flugeldasýningar og jarðskjálfta og þessháttar.
-Og það á öllum mögulegum vígstöðvum.

Segjekki meir, segjekki meir....... ;)

1. ágúst 2004

Hmmm.....

Það er aldeilis að það er rífandi stemmning í kommentakerfinu.....?!?

31. júlí 2004

Næs!

                                     Heima eða ekki heima, þá getur nú verið notalegt á Íslandi...
                                        
                          Eiríkur frændi, Egill, Hildur tildurdrós og jors trúlí í heita pottinum í Hafnarfirðinum.

30. júlí 2004

I´ll get by with a little help from my friends....

Jæja, þá er ég komin aftur í konungsríkið, heilu og höldnu. Já eða næstum allavega. Og með allt með mér, ótrúlegt en satt!!

Sat nebblega í bílnum hjá henni Kollu minni sem skutlaðist með mig á völlinn og sá Flugstöð Leifs Eiríksonar út um framrúðuna þegar mér varð litið afturí. Þar blasti við mér sjón sem olli næstum hjartastoppi:
Ein taska afturí. Ein! Engin tölvutaska! = Engin tölva!!!!!!!! Fokk!

Lagðist með það sama í símann og hringdi út um allt land og haldiði ekki að Bengtan hafi ekki bara komið til bjargar og reddað málunum! Hún, vitandi sem er hversu gjörsamlega lömuð ég er án græjunnar, brást við eins og Mighty Mouse og bjargaði hreinlega deginum!
Og ég er ekkert að djóka með það að frökenin var mætt á völlinn innan við klukkutíma eftir að ég talaði við hana í símann! Þá búin að fara á fætur, fresta öllu sem hún hafði ætlað að gera, bruna í Mjóu að sækja gullið mitt og spæna svo í hendingskasti út á Keflavík.
Hvað gerði maður án svona vinkvenna??

Ég svaf svo eins og engill í báðum vélunum á leið heim til mín, uppdópuð af íbúfeni ætluðu fyrir fíla. Frekar næs.
Á vellinum tóku svo stelpurnar á móti mér, veifandi dönskum fánum og látandi eins og hálfvitar af gleði og galandi: "Velkommen hjem, velkommen hjem"!!
                                        
                                Ekki laust við að ég hafi meiraðsegja roðnað kannski smá..... híhí
Það merkilega var samt að þetta átti alveg við og ég sannfærðist endanlega þegar ég gekk inn í íbúðina mína.
Jebbs, ég var komin heim!
Þar beið blómvöndur, enn fleiri danskir fánar út um alla íbúð og pósturinn minn raðaður eftir mikilvægi á eldhúsborðinu! Sambýlismanni mínum, honum Basil, skildist mér reyndar að yrði ekki skilað í bráð. ;)

Að sjálfsögðu var þetta þó ekki endirinn á hátíðahöldunum, því eftir þær nákvæmu 10 mínútur (NB. Nýtt met!) sem það tók mig að hendast í bað, blása hárið og búa til andlit, skelltum við okkur á Chaplin þar sem vodkinn tók við deyfingarhlutverki íbúfensins.
Dönsuðum og fylgdumst með sætu strákunum (Já takk!) þangað til ég var orðin algerlega örmagna af þreytu og lasleika og kom mér heim í rúmið.

Vaknaði svo í morgun með sólina í andlitið, hálsbólguna að drepa mig og hvorki íbúfen né vodka í húsinu. Sem síðasta úrræði brá ég því á það ráð að liggja bara fyrir undir sæng og laga mér te þess á milli.
Spurning hvort það beri einhvern árangur. Hver veit?!


27. júlí 2004

Skandall hf.

Þar sem ekki er hægt að linka beint á uppruna þeirrar stórgóðu hugmyndar sem laust niður í höfuðið á mér rétt í þessu, birti ég hér með það ákall á hjálp sem varð til þess að fyrirtækjarekstur sá sem um er rætt var settur í startholurnar:

"Klukkan er sex að morgni - ég er nýkomin inn eftir viðburðaríka nótt með Skrímslunni - og það merkilegasta sem ég hef að tjá mig um er bleslinda næturvarðarins á netmogganum. Kannski er kominn tími á að verða fullur og gera skandal?"  (Lesa alla færsluna)
 
Það sér það hver maður að þetta er algerlega ótækt ástand og  ekki annað hægt í stöðunni en að bjóða fram aðstoð fagmanns í þessum efnum til að koma stúlkunni á rétta braut á ný:
 
Kæra frænka.
 
"Styð heilshugar öll plön og áætlanir um hvers konar skandalagerð!

Ef aðstoðar er þörf við undirbúning og skipulagningu slíkra framkvæmda, býð ég fram þjónustu mína í þeim efnum algerlega að kostnaðarlausu. "Pro bono" djöst for jú, mæ frend ;)

Hef bæði áralanga, fjölþætta og afar yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði og get án teljandi vandræða veitt óaðfinnanlega aðstoð við allt sem huga þarf að við slíkan gjörning.

Þjónustan er til reiðu við allar þær mismunandi tegundir skandala sem óskast gætu og hægt er að ímynda sér....and then some!

Meðmæli og staðfestingu á ótvíræðum hæfileikum mínum þessa efnis veitir Syndasystirin, sé þess óskað.

Með von um ánægjulegt og farsælt samstarf,
Skrímslan"


Djöfull gætum við stórgrætt á þessu!!
How ´bout it, sys?



25. júlí 2004

Að vera eða ekki vera til...

Já, maður spyr sig....?

Eftir að ég vaknaði aftur, var ekki seinna vænna að byrja að hafa sig til fyrir kvöldið...sem í beinu framhaldi af deginum gat ekki annað en orðið hið skemmtilegasta. Það reyndist að sjálfsögðu svo.
Kolla kom og kíkti við í Mjóu og þegar ég var til (-búin) skutlaði hún mér að hitta Bjarna og Línu á Ölstofunni þar sem urðu með okkur fagnaðarfundir.
Á þessu mæta öldurhúsi hitti ég líka fullt af öðru sómafólki og er ég búin að sjá að Ölstofan er alveg að gera sig og ekki yfir neinu að kvarta á þeim bænum nema ef vera kynni vöntun á aðstöðu til að stíga villtan dans.
Hitti og spjallaði við Önnu Heiði, Jenný og Guðna, Snorra Pet (sem kom með stórfréttir í formi afar áhugaverðrar fullyrðingar um ásetning minn í vissu samhengi) og félaga hans, Trausta sem ég haf ekki séð síðan í 9. bekk eða eitthvað álíka, einhverja stúlku sem les bloggið mitt og fleiri og fleiri. Gerði einnig heiðarlega tilraun til að gefa mig á tal við Guðbjörgu, þó án teljanlegs árangurs virtist vera.
Varð eiginlega soldið leið yfir því.

Þegar líða tók á fyrripart nætur tókum við frænkurnar nett sms-beil og svifum niður Laugaveginn eins og þær þokkadísir sem við erum, og sem leið lá alla leið niður á Thorvaldsen.
Velti því fyrir mér þegar ég var komin inn úr dyrunum þar, hvort mér hefði yfirhöfuð verið hleypt þar inn ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að staðurinn var hálftómur og hvorki fólk í VIP-röðinni né í NIP-röðinni...??
Hélt fyrst að dyravörðurinn hefði hreinlega ekki séð mig þar sem hann horfði svo ákafur í hina áttina þegar ég nálgaðist en tók þó eftir því að fingurnir hreyfðust á teljaranum og hann taldi mig inn.
Hmm.....það var þá í annað skiptið sama kvöld sem ég var ekki til.

Ekki stöldruðum við lengi við á Thorvaldsen, heldur hentum við okkur yfir á Gaukinn, þar sem Bengta var ekki lengi að koma mér aftur í gott skap. Takk ´skan!
Hitti líka Einar og vá, hvað er langt síðan ég hef séð hann!! Og hann er hottí, það var óumdeilanleg niðurstaða kvöldsins! ;)
Heilsaði líka uppá fleiri fortíðardrauga fyrst ég nú var stödd þarna á annað borð en tók bara skynsemina á þetta að þessu sinni. Prik fyrir það!

Áframhaldandi keppnis-djamm og skemmtilegheit fylgdu svo í kjölfarið fram eftir nóttu og langt undir morgun.
Endaði svo kvöldið á því að vera smá lítil en mikið til!

Þjóðhátíðardagur Selfyssinga haldinn hátíðlegur í Reykjavík

Dagur gleðinnar í gær. Gaman gaman.
Vaknaði á skikkanlegum tíma (lesist ógvuðlega snemma) eftir ættarmót föstudagskvöldsins, kvaddi móðurmyndina mína og settist út á svalir í góða veðrið. Alveg að sjá það að Ísland er búið að vera að stela veðrinu sem Danmörk átti að hafa.

Skellti mér með Kollsternum á Austurvöll í tilefni þess og lögðum við grunninn að deginum með því að púlla Kollu á skrítnar konur og heilsa uppá menn sem heita Fabio. Nebblega, já!

Rúntuðum á hnakkabílnum og pæjuðumst fullt, tókum svo einn Laugaveg og rétt náðum niðrá bensínstöð áður en tankurinn varð tómur. Hjúkket! Það er víst ekki sérstaklega hnakkalegt að verða ren í bensíni. Ónei.

Kíktum svo á litlu stækkandi fjölskylduna í Blönduhlíðinni, trúbbuðumst aðeins á Hróa Hetti, tókum framúr einhverjum vonnabí Selfyssingum með tattú á bílnum sínum, renndum í gegnum Öskjuhlíðina og vorum bara algerlega að massa þetta í góða veðrinu með olnbogann út um rúðuna, fm957 á blastinu og sólgleraugun á nefinu.

Var svo uppgefin eftir allt attitúdið að ég lognaðist örmagna útaf og svaf í 2 tíma eftir að ég kom heim.  

Ætli maður sé að gamlast?

Deó...!!   ;)

24. júlí 2004

Móttökunefndin

Ættarmót Ungmennadeildar Egilsstaðafjölskyldunnar var haldið í Mjóuhlíð í gærkvöldi, strax og ég var lent. Ekki dónaleg móttökunefnd það!
Allsráðandi voru nostalgískar umræður og upprifjanir í þessum dúr og tollinum skolað niður með Guttavísur í græjunum.  Tóm gleði!

Hrafnhildur og Tutlan Smæl kíktu svo við og var myndavélin þá snarlega rifin á loft og jólakortamyndirnar þar með afgreiddar á einu bretti.

Þegar það var frá, hentum við okkur niður í miðbæ og héldum áfram að skemmta okkur konunglega. Það vantaði bara að rekast á Vasketut í bænum en hann lét víst lítið fara fyrir sér.

Eftir mikinn dans og meira spjall, björgunaraðgerðir undan fröken Sækó og feluleik við pulsuvagninn tókst okkur svo seint og síðar meir að lauma okkur í leigubíl og heim í háttinn.

Þetta þarf maður klárlega að gera oftar!

22. júlí 2004

Fínt!

Þetta er nokkuð skarplega athugað hjá þeim.

Allavega ekki fjarri lagi....

21. júlí 2004

Draumaprinsinn

gefnu tilefni sá ég mér ekki annað fært en að koma með lista yfir það sem draumaprinsinn þarf að hafa fram að færa.
Listinn er öllu styttri en fyrir 2 mánuðum síðan, hefði hann verið gerður opinber þá, en hér er endurbætt útgáfa:

Draumaprinsinn er:

1. Maður sem kveikir í mér
2. Maður sem er treystandi

Bæði atriði eru jafn mikilvæg og með öllu ófrávíkjanleg.


Blogger Auglýsing

Ég var að taka eftir auglýsingunni á bannernum efst á síðunni....

Ætli það sé verið að reyna að segja mér eitthvað?
Ætli þetta sé hint frá blogger-gvuðinum?

Spes

19. júlí 2004

Et, drekk og ver glaðr!

Ójá, það var sko kíkt út á lífið á laugardaginn!
Fyrsti laugardagurinn í næstum 2 mánuði sem ég var í fríi frá barnaheimilinu og ekki annað hægt en að gera sér glaðan dag.
 
Við stúlkurnar grilluðum dýrindis kjúkling og húsmæðraskólanámið fékk loksins að njóta sín við gerð stórkostlegrar sósu sem höfð var til meðlætis matnum ásamt salati, speltbrauði og fleira góðmeti. Var þessu öllu rennt ljúflega niður afar seint um kvöldið þar sem grillhæfileikar okkar fjögurra stúlknanna reyndust ekki sérlega mikið að hrópa húrra fyrir.
 
Um það bil 3 klukkutímar fóru í að lifa eftir máltækinu "Et, drekk og ver glaðr" hér heima í híbýli syndanna áður en átið var tekið úr jöfnunni og einbeitingin einskorðaðist við hina tvo hluta hennar. Ekki minnkaði gleðin við það og þegar fljótandi veigar hallarinnar voru uppurnar, var stefnan tekin á barnaheimilið þar sem beið okkar vodkaflaska og meððí.
 
Til að gera langa sögu stutta, tókst okkur stöllunum (hér eru tvær þeirra og hér er sú þriðja) í sameiningu að uppfylla inntökuskilyrðin í Ólympíuliðið í drykkjuskap þetta kvöld og ef mér skjátlast ekki þá hefur dótturfélag Glúndrasystra hérmeð verið stofnað með stórglæstri frammistöðu okkar í útibúinu í Danaveldi:
 
Það var til dæmis dansað uppá hátölurum og setið í kjöltu manna sem ekki er ráðlegt að sitja í kjöltu hjá. Einnig var vúrderaður neðanbeltis-rakstur á fleiri en einum og fleiri en tveimur sjálfboðaliðum og sms flugu hægri vinstri við misjafnar undirtektir viðtakenda meiri part kvölds og nætur. Að auki komum við í veg fyrir slagsmál með einstökum persónutöfrum okkar, opinberuðum leyndarmál í agalegum trúbba og ef mig minnir rétt flaug setningin "Þú átt ekki að vera með svona stelpu eins og henni. Þú átt að vera með svona stelpu eins og mér!" út úr einhverri okkar þegar líða tók undir morgun.
 
Geri aðrir betur!


14. júlí 2004

Þegar lífið var...

Að dýfa rabbarbara í sykur úr krús
Að leika löggu og bófa á Gistihúsinu
Að hjóla í hringi á planinu
Að fara í feluleik og "Fallin spýta" í Elínargarði (Siggu frænku-garði, sorrí mamma)
Að sækja mjólkina og fara með tómu föturnar í mjólkurhúsið
Að gera piparkökudeig sem aldrei varð að kökum
Að stelast til að byggja baggahús í hlöðunni og fela sig þar með vasaljós
Að halda bú í garðinum með stólnum hans langafa
Að finna útúr uppskriftinni hennar laungu að pönnukökum
Að laumast til að leika í fljótseyjunni
Að mega ekki hjóla lengra en upp að vegamótum
Að spranga í fjósinu
Að kúra með ömmu í sófanum yfir sjónvarpinu
Að grafa í leirgrúsinni fyrir framan Gunnarshús
Að éta öll rifsberin af runnunum í garðinum
Að fá að greiða hvíta hárið á laungu á morgnana
Að keppa í matsboxbíla-akstri á klöppunum í Mögnugarði
Að renna sér niður framrúðuna á "Ísbílnum"
Að tjalda í garðinum en geta ekki sofnað af hræðslu við kóngulærnar
Að láta litlu kálfana sleikja á sér hendurnar
Að vera vakin seint á þorláksmessukvöld til að skreyta jólatréð og dansa í alvörunni í kringum það á aðfangadagskvöld
Að fara í berjamó á Kollinum
Að fela Fritz í tjaldinu og segja hann hafa farið niður að Fljóti
Að sitja á kvöldin og leggja kapal og drekka kakó með ömmu og Kára
...og allt hitt!

Þegar það var upplifelsi að fara með í Kaupfélagið og einu áhyggjurnar sem maður hafði voru af því að fá garnaflækju af að rúlla sér niður brekkuna!


Afhverju getur maður ekki orðið 7 ára aftur?

13. júlí 2004

Maroon 5 - Songs about Jane



Þessi diskur er búinn að vera í græjunum mínum síðustu daga og verður bara ekki þreyttur.


Það er þó ekki þar með sagt að Tarzan sé ekki til staðar..... ;)

9. júlí 2004

Herra offíser...

..á ekki eitt barn. Ekki tvö heldur.
Hann á fokkin þrjá krakka!!

Held að þetta sé þarmeð útrætt mál!

Þó að hann líti út eins og Ricky Martin.
Djö.

5. júlí 2004

En dag tilbage

Það má kannski segja ýmislegt um þá félaga og það hef ég svosem líka gert, hehe, en þarna hittu þeir naglann á höfuðið:

..Lev mens du gør det
Elsk mens du tør det...


Held að það sé ekki svo vitlaust að reyna að njóta dagsins eins og hann væri þinn síðasti. Alla daga. Spurning um að þora, held ég. Og spila í liði með sjálfum sér.

Nema ég sé bara orðin svona sýrð af mainstream-tónlist?

Þetta var speki dagsins....í boði Nik og Jay. Nemlig ja!

4. júlí 2004

Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?

Já, sumarið er tíminn...Til alls annars en að blogga, það er morgunljóst!
Það er gaman að vera til þessa dagana, búin að sjoppa frá mér allt vit, í þerapjútískum tilgangi að sjálfsögðu, vinn eins og moððerfokker á barnaheimilinu, fer í ræktina annan hvern dag, labba 6km hinn daginn, sleiki sólina úr ljósabekkjum útaf rigningunni sem er búin að vera og djúsa þess á milli. Já, lífið er ljúft.
Það er alls ekki svo slæmt að vera í "sumarfríi" nánast alla virka daga þegar VISA er besti vinur manns ;)

Eins gott að ég hef næstum 24 tíma í sólarhringnum þessa dagana, annars hefði ég alls ekki tíma til að njóta mín svona agalega mikið. Það er tímafrekt, skal ég segja ykkur, að versla og ljósabaða sig og yfirhöfuð að halda því við að vera hottí ;) hehe

Hmm...ætli ég sé að reyna að sannfæra ykkur eða sjálfa mig?? Geeiiisp!!

23. júní 2004

One wave short of a shipwreck....

Heit mjólk með hunangi
Slökunartónlist
Koffínlaust te með rommi
Svefntöflur
Langir göngutúrar
Heitt kakó með rjóma
Líkamsrækt
...jebbs jú hörd mí: Líkamsrækt!!

Ekkert af þessu virkar og ég get enn ekki sofið.
Hrmpf!
Er endanlega að missa þolinmæðina en get þó alltaf huggað mig við að það hefur enn enginn drepist úr svefnleysi! Sem er jákvætt. :D
Maður verður líklega bara geðveikur í staðinn. Sem er ekki eins jákvætt en hlýtur í það minnsta að vera stórskemmtilegt, ekki satt?



I'm knitting with only one needle
Unravelling fast it's true
I'm driving only three wheels these days
But my dear how about you


En allavega....ef þið lumið á undrameðali til að lokka Óla Lokbrá í heimsókn til mín, væri uppskriftin vel þegin í kommentaboxið hér að neðan. Enn betra væri náttlega ef þið gætuð bara sagt honum, næst þegar hann droppar við hjá ykkur, að hætta þessarri bölvuðu þrjósku og koma sér í samband við mig ekki seinna en strax!

Virðingarfyllst,
frk. Zombie

22. júní 2004

Ég er....

SSmart
KKind
RRadical
IInnocent
MMystical
SStunning
LLucky
AAmorous

Name:





....eða svo var mér sagt

17. júní 2004

Hæ hó jibbí jei og jibbííí jei !!




Gleðilegan þjóðhátíðardag lömbin mín!


15. júní 2004

Óli Lokbrá...

...er augljóslega eitthvað agalega upptekinn þessa dagana því ekkert bólar á honum. Þetta resúlterar í því að ég hef ekki komið dúr á auga undanfarið.
Sem er ekki gott.
Er orðin frekar ringluð og rugluð af adrenalínkeyrslunni síðustu daga og finnst einhvernvegin alveg hann megi fara að láta vita af sér.

Alveg er það til vandræða að svona ímyndaðar persónur skuli ekki vera með eitthvað inbox sem hægt er að senda hugskeytin til...

12. júní 2004

Félagatal hið síðara

Ég sé mér hreinlega ekki annað fært í stöðunni en að öppdeita aðeins félagatalið frá því síðast, þar sem að á örstuttum tíma hefur fjölgað all verulega í skránni yfir virk bandalög okkar systranna.
Úff, alveg er það hreinlega rosalegt hvað við erum virkar í þessu ;)

Haglabyssufélagið
Félagskapur þessi varð eiginlega til fyrir tilviljun yfir veraldarvefinn fyrir nokkru síðan (nánar tiltekið hér og hér) þó það geri hann að sjálfsögðu ekki með nokkru móti minna mikilvægan!
Minni ég við þetta tækifæri á vissa athugasemd í tengslum við stofnun félagsins. Spurning um að gera eitthvað í þessu og halda stofnfund við tækifæri? ;)

Bad boys
Þetta félag hefur það að markmiði að hafa uppi á, og hafa gaman af þessarri tegund karlpenings. (Nánari skilgreining á því fyrirbæri verður boðið uppá ef óskað er og þörf þykir á slíkum upplýsingum.)
Virðist okkur hafa vegnað ágætlega í þessu félagi hingað til, hvort sem það svo telst jákvætt eða neikvætt þar sem tegund þessarri virðast oftar en ekki fylgja ákveðnir annmarkar.
En það er bara ekki aðalatriðið, sjáiði til....

Glúndrasystur
Glúndrasystur er sá félagskapur sem heldur fundi í hvert sinn sem farið er út á lífið og miðbær Reykjavíkur verður fyrir innrás okkar systranna. (Já, eða hver sá eymingjans bær sem verður fyrir barðinu á okkur í það og það sinnið.)
Ekki er fyrir hvern sem er að hafa í við félagskonur þessar þegar svo ber undir þar sem tilkomumikil reynsla og tíðir fundir félagsins hafa gert að samkomur eru fyrir lengstu algerlega komnar á keppnisstig og ólympíugullið í greininni án efa í okkar höndum.
Reyndar verður þó að viðurkennast að ákveðin stúlka veitti Glúndrasystrum nokkuð harða samkeppni síðastliðið laugardagskvöld. Flauut!! ;)

Einkennisorð:
-Nóttin er ung! Nóttin er ung!!

Samstöðusystur
Eftir allar þær svaðilfarir í ástarmálum sem við stöllurnar höfum gengið í gegnum (NB -og göngum enn reglulega) var ekki seinna vænna en að standa að stofnun Samstöðusystra.
Hlutverk félagskapar þessa er meðal annars að veita húsaskjól þegar þannig stendur á, koma vitinu fyrir hvor aðra þegar það á við, úthúða karlkyninu þegar ástæða þykir til og senda samstöðustrauma milli landa þegar svo ber undir.

Einkennisorð:
-A friend will help you move. A really good friend will help you move a body!

Kæra systir, þú lætur bara vita ef ég þarf einhverntíman að koma með skóflu.

Lesbíuparið
Þar sem óviðráðanlegar aðstæður urðu til þess að ég flutti inn hjá Diskódísinni um daginn var ekki með nokkru móti hægt að búa undir sama þaki án þess að úr yrði félag. Sökum klæðaburðar á síðustu fundum Glúndrasystra ásamt fleiri þáttum, lá stofnun þessa bandalags ljóst við. Höguðum við okkur að sjálfsögðu eins og hið fullkomnasta par í öllum tilvikum:
Óskuðum við hvor annarri góðs dags á hverjum morgni þegar ég keyrði Dísina í vinnuna og spurðum útí hvernig dagurinn hefði nú verið þegar ég sótti hana í lok vinnudags. Saman versluðum við inn í stórfengleg matarboð haldin að heimili okkar og fórum í rómantíska ísbíltúra milli þess sem við ræddum heimsins gagn og nauðsynjar.
Er þetta að sjálfsögðu óumdeilanlega það best heppnaðasta samband sem við höfum staðið í frá upphafi, auðþekkt á einstöku jafvægi því sem á milli okkar ríkir og samstöðu í hverju því sem við parið tökum okkur fyrir hendur.

Mér sýnist svona á öllu að við séum orðnar svo gríðarlega skyldar í gegnum öll þessi félög að líklega þyrftum við ekki annað en að blanda blóði og þá yrðum við hreinlega ein og sama manneskjan!
Spurning hvort þetta jaðri nokkuð við sifjaspell.....?



Annars voru að sjálfsögðu einnig haldnir fundir í nokkrum þeim félögum sem talin voru upp og listuð í fyrra félagatalinu.

Systur í syndinni áttu góða takta þessa daga sem ég var á landinu og Rugl.is átti hreinlega stórleik svo ekki sé minna sagt. Sálufélagið hélt einnig örfund í Mjóuhlíðinni við afar hátíðlegt tækifæri og Faðmlagsfélagið kom sterkt inn og hefur líklega sjaldan verið virkara.

Sei sei já!

10. júní 2004

...eða eitthvað

Já og alveg rétt. Ég fór til Íslands um daginn en er komin í örugga fjarlægð...sumsé heim til mín í Danaveldið.
Er samt ekki alveg í bloggstuði ennþá eftir þá ferð.
Meira seinna.

2. júní 2004

Texti dagsins:

YOU OUGHTA KNOW
Alanis Morissette

I want you to know that I'm happy for you
I wish nothing but the best for you both
An older version of me
Is she perverted like me?
Would she go down on your in a theater?
Does she speak eloquently?
And would she have your baby?
I'm sure she'd make a really excellent mother

'Cause the love
that you gave that we made
wasn't able to make it enough for you to be
open wide, no
And every time you speak her name
Does she know how you
told me you'd hold me
Until you died, 'til you died
But you're still alive

And I'm here to remind you
Of the mess you left when you went away
It's not fair to deny me
Of the cross I bear that you gave to me
You, you, you oughta know

You seem very well, things look peaceful
I'm not quite
as well, I thought you should know
Did you forget about me Mr. Duplicity

I hate to bug you in the middle of dinner
It was a slap in the face
how quickly I was replaced
Are you thinking of me when you fuck her?!

'Cause the love that you gave that we made
wasn't able to make it enough for you
to be open wide, no
And every time you speak her name
Does she know how you told me you'd hold me
Until you died, 'til you died
But you're still alive

And I'm here to remind you
Of the mess you left when you went away
It's not fair to deny me
Of the cross I bear that you gave to me
You, you, you oughta know

'Cause the joke that you laid in the bed that was me
And I'm not gonna fade
As soon as you close your eyes and you know it
And every time I scratch my nails down someone else´s back
I hope you feel it...well can you feel it?

29. maí 2004

Loksins Metallica!!

Jæja, þá er komið að því.
Margfalt deit á eftir :)
Er að fara að hitta Kirk Hammet, Robert Trujillo, Lassa beibí og James Hetfield og þeir ætla allir að spila og syngja fyrir mig í kvöld.
Jösss!!
Ekki oft sem maður fer á deit með gaurum sem bara geta ekki haldið aftur af sér og brjótast út í söng og spilerí til manns, ha?

Ákvað samt að taka litla frænda með mér til að halda uppi velsæmi á deitinu og leyfa honum að njóta góðs af því að ég skuli vera að fara að hitta strákana. ;)
Þeir eru nú einu sinni í uppáhaldi hjá honum.
Skiljanlega.


Eníhú...got tú gó. Strákarnir bíða ;)


16. maí 2004

Obladi oblada....

Jæja, þá er þetta afstaðið. Bæði brúðkaupið og Júróvisjón.
Tími til að halda áfram með líf sitt og "move on".

Og það gerði ég með stæl í gær. Gaman að því.

12. maí 2004

I´m going slightly mad...



Frederik og Mary i Tasmanien
Kongeligt Bryllup i Danmark
Fest på Christiansborg
Live - Brudeparret modtages på Rådhuset
Mary Elisabeth Donaldson
Bryllup - Højdepunkter
Den Tasmanske djævel
Frederik og Mary
Bryllupsshow i Tivoli
Danmarks kronprins
Galla på det kongelige teater 1. akt
Galla på det kongelige teater 2. akt
Galla på det kongelige teater 3. akt
Afgang fra det kongelige teater
Frederik og Mary - Danskerne fejrer brudeparret

...og þetta er einungis smá úrdráttur af sjónvarpsdagskránni hér í landi brúðkaupsmaníunnar. Svona hefur hún litið út alla síðustu viku og breytist lítið sem ekkert út núverandi viku þar til vitleysan nær hámarki á föstudagsmorgun (brúðkaupsdaginn) þegar útsending hefst klukkan 06:30 um morguninn og stendur óslitin til 2 að morgni næsta dags!

En ég ætti kannski ekkert að vera að kveinka mér yfir þessu. Ég hef það bara nokkuð gott svona miðað við. Aumingja Mary er hinsvegar ekki búin að gera annað allt síðasta ár en að sitja sveitt tíma í dönsku, danskri sögu og konunglegum háttum svo fátt eitt sé nefnt og er launaður svitinn með bombarderingu af beinum útsendingum af andlitinu á sér, 20 tíma á sólarhring í margar vikur núna rétt fyrir "Den festlige begivenhed".
Búið er að kanna hana og alla hennar fjölskyldu í bak og fyrir, athuga hvernig hún hagaði sér á leikskólanum, hvaða stráka hún kyssti í gaggó, hvort erfðasjúkdómar séu í ættinni, hvort hún sé nú ekki örugglega frjó, hvort hún sé nokkuð laumu-örfhent og þar fram eftir götunum.
Eins og það sé ekki nóg, hefur hún einnig þurft að skrifa undir plagg þar sem hún afsalar sér forræði yfir börnum sínum og Friðriks ef til þess kæmi að þau lifðu nú ekki hamingjusöm til æfiloka.
Stúlkugreyið!

En hey! Better her than me :)

Ég er þessvegna ákaflega fegin því í dag að hafa ekki lagt snörur mínar fyrir krónprinsinn þegar tækifæri gafst. Líklegast hefði nefninlega verið allnokkrum erfiðleikum háð fyrir Margréti Þórhildi að samþykkja mig sem tilvonandi tengdadóttur, þrátt fyrir áralangan vinskap okkar á milli. Og þó mér hefði mögulega tekist með dyggri aðstoð tengdafjölskyldu minnar að fela ákveðna atburði, gjörðir og fjölskyldumeðlimi fyrir dönsku pressunni þá hefði ég sannarlega stokkið frá borði við kröfu um undirskrift á fyrrnefndu plaggi.

Reyndar stend ég fast á því að nefnd konungsfjölskylda, já og í raun öll danska þjóðin ef út í það er farið, geti verið afar þakklát mér fyrir að hafa komið í veg fyrir kynni okkar Friðriks þar sem fátt væri jú óheppilegra en óhamingjusamur kóngur í ríki sínu. Er þá betra fyrir hann að vita ekki af hverju hann hefur misst í stað þeirra hræðilegu örlaga að geta ekki gengið að eiga mig og þurfa að lifa einn og óhamingjusamur í höllinni til enda sinna daga.
Sá ég mér því ekki annað fært en að fórna mér í þágu danska ríkisins, almennings og konungsfjölskyldunnar og leyfa Mary að gera eins vel og hún getur.

Poj poj ´skan!

11. maí 2004

Snilld !!!

Love test

Hahaha!! ;)

9. maí 2004

Mannanafn "vikunnar"

Þessi dálkur síðunnar ber víst ekki alveg nafn með rentu núorðið.
Ætli það ætti ekki betur við að kalla hann "Mannanafn mánaðarins" þar sem uppfærsla hefur ekki verið með virkasta móti undanfarið þrátt fyrir þann aragrúa nafna og nafnasamsetninga sem vel eiga skilið sess þar.

Biðst ég velvirðingar á þessu viðvarandi framtaksleysi mínu um leið og ég kynni nýtt nafn til sögunnar. Í þessu tilfelli er reyndar ekki um að ræða nafn sem leyft er samkvæmt mannanafnaskrá en engu að síður virðist vera tilfellið að ung stúlka beri það. Sem betur fer þó ekki neima ein.
Verst að mannanafnanefd hafði ekki hafið störf það herrans ár sem stúlkan þessi var skírð. En hey, maður getur ekki alltaf haft allt eins og maður vill.

Árans!

5. maí 2004

Sjúkt!

Í dag fór ég í heimsókn og fékk lánaðar tvær þvingur til að geta haldið áfram með bróderíið sem við erum að gera í skólanum. (Hvernig það tvennt hangir saman er önnur saga). Þessi heimsókn væri hinsvegar ekkert í frásögur færandi nema fyrir það að í henni (heimsókninni) varð ég fyrir einni mögnuðustu og óhuggulegustu upplifun sem ég hef orðið fyrir lengi. Haldið ykkur fast:

Í dag sat ég senst, í nýju fínu bleiku peysunni minni og sakleysið uppmálað, og handlék svona apparat!

Þetta er, fyrir þá sem ekki vita, M/95 riffill og eins óþægilegt og mér finnst að finnast það....ógislega flott og sjúklega sexí græja!!

1.0 m á lengd
3.2 kg að þyngd (tóm)
Getur skotið 700-900 skotum á mínútu
Meira...

Fyrstu viðbrögð voru náttlega að ég var ótrúlega á móti því að halda á þessu verkfæri. Var bara skíthrædd og þorði varla að horfa á gripinn hvað þá annað. Fannst tilhugsunin um að fólk væri með þetta undir rúminu sínu hreinasta brjálæði.
Þegar ég svo á endanum var komin með byssuna í lúkurnar og handlék hana með óttablandinni virðingu var eins og eitthvað gerðist.
Maður fattar allt í einu hvað er stutt á milli þess að hafa sjálfur völdin yfir byssunni og í það að byssan hafi völdin yfir manni. Ef eitthvað er skerí, þá er það að gera sér grein fyrir þessu, ásamt því að átta sig á því að maður er líklega ekkert betri sjálfur en allt þetta sikk lið útí löndum sem gengur um með svona græjur til að svala einhverju valdafetishi.
Þetta er virkilega vond tilfinning!



Ég hef einu sinni áður haldið á byssu á æfinni. Þá var ég úti á túni að skjóta leirdúfur með haglara og alveg fannst mér sú byssa nógu óhugguleg. Ekki samt eins óhugguleg og sú tilfinning að finnast haglabyssa nánast bara vera barnaleikfang eftir að hafa farið höndum um þennan riffil!

Sjís....

4. maí 2004

Gúrkutíð

Ja, sko þegar það er eiginlega ekkert að gerast...

....þá er afskaplega lítið að segja frá.



smu!

24. apríl 2004

Á heilanum....

There must be fifty ways to leave your lover.....la la la la

Já.

22. apríl 2004

Það er draumur að vera með dáta....

Eruð þið ekki að grínast í mér??
Eru franskir sjóliðar í Reykjavík??
Spássérandi um bæinn í matrósafötum lúkkandi gordjöss??

Mælist hér með til þess að stofnaður verði neyðarsjóður til að safna fyrir flugfari svo ég komist heim með það sama.....ég fæ svo bara far með þeim til meginlandsins aftur.

Men in júníform: Jömmmmííí....

20. apríl 2004

Öpp-deit

Hér kom ákaflega hugrökk sál í heimsókn í gær og frelsaði mig undan morðóðu augnaráði óargadýrsins sem ég hélt föngnu í stofunni.

Var villidýr þetta aflífað á snöggan og jafnframt afar miskunnsaman hátt og jarðlegum leifum þess hent út um gluggann til að ættingjar og aðrir nákomnir aðstandendur gætu jarðað og syrgt og hætt að lifa í óvissu um afdrif þess.

Tel ég þetta mikið góðverk, þó að eftir á að hyggja hefði líklega verið ráðlegra að losa sig við líkið örlítið lengra frá heimili mínu svo ekki væri jafn auðvelt að bendla mig við verknaðinn. Get þó huggað mig við það að ég er hinu versta viðbúin og mun verja heimili mitt innrás áttfætlanna og hvers kyns hefndaraðgerðum sem þær gætu fundið uppá, þó ekki með kjafti og klóm, heldur hinu mjög svo viðamikla vopnabúri mínu, innihaldandi meðal annars flugnaspaða, sellófan, límband og Trinol Bio 810 Insektmiddel af dýrustu sort. Hef ég einnig komið mér upp lager af glösum til að halda skepnunum í skefjum á milli heimsókna böðulsins.

Held þeim sé hollast að halda sig fjarri!!

19. apríl 2004

Hetjan ég!

Ég fór í göngutúr áðan um götur Viborgar í hlýju rigningunni sem sannfærir mig alltaf um að þó ég eigi heima hérna núna, þá er ég samt í útlöndum.
Þetta var hinn notalegasti labbitúr og mikil heilsubótarganga. Ekki síst fyrir andlegu heilsuna en henni hefur víst stöðugt hrakað síðustu daga.
Ég labbaði í svona rúman klukkutíma um bæinn þveran og endilangan (næstum) og eini votturinn um að þetta pleis væri ekki eyðibær var einn, já aðeins einn, róni á ferli og 2 flutningabílar að keyra í gegnum bæinn. Glætan að það væri svona dautt á t.d. Akureyri á sama tíma og þó búa 25 þúsund fleiri einstaklingar hér en þar.

Kem svo heim en er ekki fyrr sest í sófann minn þegar ég heyri fótatak. Eftir fyrrnefnda talningu á fólki á ferli á þessum tíma sólarhringsins finnst mér þetta vægast sagt undarlegt og sperri bæði eyrun og mjúta sjónvarpið.
Fótatakið kemur ekki að utan, ég útiloka það strax. Eftir nánari hlustun kemst ég að þeirri niðurstöðu að ekki komi það heldur innan úr eldhúsi, né svefnherberginu mínu. Hmmm....
Verð fyrir þónokkru áfalli þegar ég átta mig á því að fótatakið faktískt berst frá stofugólfinu mínu! Stofugólf þetta er nóta bene beint fyrir framan nefið á mér þar sem ég sit í áðurnefndri IKEA mublu og reyni að hafa það huggulegt! Rísa því allsvakalega á mér öll þau hár sem enn eru á kroppnum eftir nýlega plokkunar og vax-sessjón, þar sem ég get með engu móti greint manneskju á stofugólfinu og er ég þó með linsurnar í augunum á þessum tímapunkti!
Á núll komma einni hverfa huggulegheitin sem dögg fyrir sólu og með svitann perlandi á enninu halla ég mér fram til að sjá handan við stofuborðið ískyggilegan grun minn staðfestan og eina verstu martröð mína verða að veruleika.

Horfist ég nú í augu við stófelldlega ofvaxna og óvinveitta kónguló sem aldeilis óvelkomin valsar um stofugólfið og ógnar lífi mínu með návist sinni.
Svört og feit og ljót og svo stór að ég undraðist ekki að fótatakið skyldi hafa yfirgnæft evrópsku útsendinguna af MTV nokkrum andartökum áður en endurómar nú án undirspils um alla stofuna mína.

Nú eru góð ráð dýr.....á því harðaspani sem óargadýrið ferðaðist yfir gólfið varð mér það ljóst að skjót handtök þyrfti til að handsama* kvikindið áður en það næði að týnast og valda mér ómældu hugarangri og tilfinnanlegu andlegu tjóni um óákveðinn tíma.
*Ég nota orðið "handsama" afar frjálslega hér, þar sem ekkert er mér fjarstæðara en sú tilhugsun að snerta villidýr af þessarri sort með berum höndum og jafnvel þó vel bólstraðir gúmmíhanskar af þykkustu gerð væru í boði, léti ég mér ekki detta til hugar að gera tilraun til að fanga skepnuna með þeim hætti.

Skimaði ég með ógnarhraða eftir tiltæku vopni, passlegu til orrustu líkt og þeirrar sem ég nú stóð frammi fyrir og ljóst þá snilldarhugmynd niður í kollinn á mér. Með áður óþekktum hraða og snerpu greip ég djúsglasið sem stóð hálf fullt á stofuborðinu fyrir framan mig, skellti innihaldi þess í mig á örskotstundu og réðst til atlögu við óskapnaðinn.
Eftir stuttan en æsispennandi eltingaleik þvert yfir allt að 4 fjalir á parketinu náði ég að króa kvikindið af og hafði sigur þegar ég skellti glasinu af öryggi yfir loðna áttfætluna og hindraði þar með frekari könnunarleiðangur hennar um híbýli mín og gerði að engu áætlun hennar um að éta mig eða með öðrum hætti murka úr mér líftóruna. Hah!!

Hræðslan var þó ekki alveg horfin úr litla hjartanu mínu fyrr en ég var vandlega búin að hagræða tveimur orðabókum (dansk-íslenskri og spænsk-enskri) ofan á glasinu og þannig sannfæra mig um að dýrið gæti með engu móti lyft glasinu í einhverju adrenalínfrensíi til að berjast fyrir lífi sínu og þannig komist undan.

Nú held ég semsagt stórhættulegu villidýri föngnu í stofunni minni þar til einhver hugrökk sál kemur í heimsókn til mín og kemur skepnunni fyrir kattarnef fyrir mig. Já, því miður eru önnur úrræði ekki í boði því hefndarþorsti þessarrar tegundar er slíkur að sé henni sleppt utandyra í fjarlægð sem að öllum líkindum gæti álitist hættulaus er engin ábyrgð fyrir því að hún fjölgi sér ekki bara og mæti margefld með hersveitir af ættingjum til baka til að ná sér niður á mér. Ekki gaman að þeirri tilhugsun.


Niðurstöður kvöldsins eru því þessar:

1. Vorið er líklega komið og dagar þess að tipla áhyggjulaus og berfætt um íbúðina mína og njóta bleika litarins á tá-naglalakkinu mínu við parketið eru liðnir að sinni. Mun ég héðan í frá ekki fara í bælið nema vera búin að stilla inniskónum mínum vandlega fyrir framan rúmið þannig að ég geti smeygt mér í þá sem fyrsta verk allra morgna fram í október.
Nóvember kannski, svona til að vera "on the safe side". Já.

2. Ég þarf líklega að kaupa fleiri glös. Það er nebblega alls ekki ólíklegt að gerðir verði út björgunarleiðangrar.....

18. apríl 2004

Biluð....fyrir allan peninginn!

Ég er ekkert búin að sofa í næstum 3 sólarhringa
Ég er ekki að meika heiminn minn eins og hann er í dag
Mig langar að ferðast meira og læra fleiri tungumál
Ég held ég sé ástfangin
...og það er alveg að rugla í hausnum á mér
Ég get aldrei klárað neitt sem ég byrja á
Ég eyði flestum peningum þegar ég á minnst af þeim
Ég geri mistök...fullt af þeim
Mistökin sem ég geri hafa yfirleitt mjög langvarandi afleiðingar
Ég er sjúklega lítil í mér
Ég hef ekki nokkurn einasta vott af aga
Ég hlakka til sumarsins
Ég kvíði líka fyrir því
Ég lifi allt of mikið í fortíðinni
Ég er óstjórnlega ofdekruð og vil bara fá það sem ég vil og geta gert það sem ég vil
Ég vil ekki þurfa að hafa fyrir neinu
Stærsti fjársjóðurinn minn eru vinir mínir
Ég sakna þeirra allra sjúklega mikið
Mig langar til að koma mér í form
...en, sörpræs sörpræs þá hef ég engan aga í það
Ég get enganvegin höndlað karlmenn nema þeir séu plebbar
Mér finnst hafragrautur herramanns matur
Ég gæti eytt aleigunni í skó....og nærföt
Ég díla við hlutina með því að detta í það
...það er ekki að virka
Ég er ógeðslega hrædd við kóngulær
Mér finnst gaman að dansa
Ég reyki of mikið og ég held mig sé pínulítið farið að langa til að hætta því
...en ef einhver minnist á það við mig verð ég alveg fúl og held því áfram af þrjóskunni einni saman
Ég vildi að ég hefði farið í bekkjarkerfi í menntó
Hefði samt aldrei viljað missa af því að kynnast fólkinu sem ég kynnstist í MH
Mig vantar vinnu í sumar....anyone?
Mig langar að búa lengur í Danmörku
Mig langar líka allt of mikið til að koma heim og verða fullorðin
Ég er sjaldnast samkvæm sjálfri mér

Ég er bláedrú

12. apríl 2004

Félagatal

Jæja, þá var loksins gert eitthvað í þessu. Kominn tími til...tókum þetta með trompi og héldum fundi í mörgum félögum í einu um síðustu helgi. Ekki slæmur árangur það! Félögin semsagt flestöll komin á fullt skrið aftur.
Þeink god!

Sá ég mér því ekki annað fært en að koma loksins á "prent" stefnuskrám og hlutverki þessarra félaga, bæði til hliðsjónar fyrir áhugamenn um félögin jafnt sem félagskonur sjálfar, því reynslan hefur sýnt að það hefur reynst nokkrum erfiðleikum háð að henda reiður á þeim öllum.

GrátLiljurnar:
Fyrsta félagið sem stofnað var og á það rætur sínar að rekja aftur til Benedorm, árið 2000 og heldur því upp á 5 ára starfsafmæli sitt á næsta ári. (Spurning um að halda upp á það með fundi í félaginu? hmm....)
Starfsemin felst í því að "reglulega" ferðast til fjarlægra sólarstranda og njóta veðurblíðunnar af svölum gististaðarins alla ferðina og grenja úr sér augun og armæðast með miklum tilþrifum yfir....jebbs, förum ekki nánar útí það! ;)
......Súkkulaði og hvítvín hvoru tveggja ómissandi til að halda dampi í trúbbanum.
Því miður hafa efni og aðstæður ekki leyft mikla starfsemi þessa félags undanfarin misseri en von er til þess að það fari nú allt að breytast til betri vegar þegar við löndum lottóvinningnum.

Einkennisorð:
-...og svo dó afi minn!!! *grenj*

Rugl.is:
Þetta félag hefur þann eiginleika að félagskonur geta haldið starfseminni uppi sitt í hvoru lagi sem gerir það að verkum að þrátt fyrir smá hlé á heimavígstöðvunum kom Diskódísin sterk inn um síðustu helgi og er félagið núna í fullri starfsemi bæði heima, sem og á meginlandinu. Ójá!
Umræður og spjallþræðir myndast svo reglulega milli félagskvenna á veraldarvefnum svo hægt sé að skrá og hafa yfirsýn yfir starfsemina. Stefnir sú samantekt óðara í metsölubók ef af því verður að ráðast í útgáfu hennar.

Sálufélagið:
Telur af augljósum ástæðum aðeins tvo meðlimi og er algerlega ómissandi tengiliður milli allra hinna félaganna og myndar grunn fyrir því að ástæða hefur þótt til stofnunar þeirra.

Faðmlagsfélagið:
Því miður tímabundið óvirkt nema í törnum vegna þeirra óviðráðanlegu orsaka að allnokkrar lengdargráður á milli staðsetningar félagskvenna gera reglulega starfsemi nokkrum erfiðleikum háða. Og það jafnvel þó við virkilega teygjum okkur.
Mjög mikilvægt félag engu að síður!

Systur í syndinni:
Þetta dótturfélag Rugl.is hefur náð ótvíræðum árangri á þeim tíma sem það hefur verið starfandi. Hafa félagskonur þess það að leiðarljósi að ná settum markmiðum í hvert það sinn sem haldinn er félagsfundur en þó þeir fundir séu oftar en ekki settir á svæði 101 í borg óttans þá lýkur þeim yfirleitt á ákaflega mismunandi stöðum víðsvegar um Stór-Reykjavíkursvæðið.
Sjálfstæð starfsemi systranna teygir svo einnig anga sína og áhrif reglulega til hinna ýmsu lands- og heimshorna og heyrst hefur að næst á stefnuskránni sé að leggja Bandaríkin undir sig. *hóst* ;)
Svei mér þá ef við stefnum ekki bara á heimsyfirráð....

Einkennisorð:
Systir 1: Heyrðu, sorrí að ég skuli hafa stungið þig af þarna um helgina.
Systir 2: Ó?...ég sem hélt að ég hefði stungið þig af....



Snilldin við þetta alltsaman er svo náttúrulega sú að hvert og eitt af þessum félögum telur aðeins tvo meðlimi.
Sömu tvo.

9. apríl 2004

ARG!

og sjittjá, síminn minn er horfinn!
Fína glæsilega 6110 talstöðin mín er týnd og tröllum gefin.

Sjálfs símtækisins verður að vísu ekkert sérstaklega sárt saknað þar sem annað slíkt er væntanlegt til mín von bráðar, en öðru máli gegnir víst um öll símanúmerin sem það innihélt.

Nú veit ég semsagt ekki númerin hjá neinum vinum, kunningjum, félögum, fjölskyldu né öðrum sem falla kannski ekki í neinn þessara flokka eða tilheyra fleiri en einum þeirra.
Þetta er augljóslega ófremdarástand sem ég er ekki sérlega sátt við.

Til að ráða bót á þessu væri það því mjög vel þegið að ef þeir/þær/þau sem lesa þetta og hafa áhuga á því að ég hafi númerið þeirra eða halda að ég gæti haft áhuga á að hafa númerið þeirra myndu senda mér eins og eina línu með tölvupósti og hjálpa mér við að endurnýja gagnabankann. :)

Takk :)

7. apríl 2004

Back in Baunaland...

Jæja, komin og farin bara.... á nótæm. Vá hvað þetta var fljótt að líða en ætli það þýði ekki líka að maður hafi skemmt sér vel...held það bara.

Fyrsta vikan fór náttlega í að leika túristaleik með 15 kellingum og var það ágætt bara. Gullfoss og Geysir og Skálholt og Bláa lónið og allir handavinnutengdir áfangastaðir á suðurlandsundirlendinu kovveraðir á nokkrum dögum. Svona á að gera þetta sko!

Þegar kellurnar voru farnar var svo ekki annað í myndinni en að skvera sér í hælana og partýgírinn og láta til sín taka í næturlífinu. Var það svo. Tókst að hitta alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki þessi tvö kvöld og sjís, hvað var gaman.

I love the nightlife.....I´ve got to boogie....

Á föstudagskvöldið var gerður fasjíonatelí leit entrans í afmælisboð Logans og vodkahlaupinu gerð ágæt skil, að ógleymdu rommi í fresca sem er bara að ég held, einn ógeðslegasti drykkur ever! Nema ef vera kynni apótekaralakkrísinn...eða já.
Partýrestarnar stauluðust svo á Ölstofuna í rigningunni og þar var nokkuð bragðbetri veigum skolað niður með Bróður bogamanni sem ég hef ekki spjallað við í hundrað ár...eða næstum. Mjög næs!

Á laugardagskvöldinu þakkaði ég svo gvuði fyrir að hafa sofið meirihlutann af deginum, því eins og kom á daginn var tjúttið tekið með trukki.
Hófst kvöldið með kvenfélagsfundi í Kópavogi en þaðan var haldið á Ölstofuna til að safna liði. Þar fékk ég diskódísina í lið með mér og þá var víst ekki aftur snúið. Eins og okkar er von og vísa þegar við komum saman var haldin innreið í miðborgina með þvílíkum glæsibrag að annað eins hefur vart sést í manna minnum....já, eða síðan síðast þegar við fórum saman á drekk allavega ;)
Og skandalíserað eftir því, að sjálfsögðu. Komumst að því að bakgarðar og karlaklósett eru tilvaldir staðir til þess já. Og Ölstofan. Og Austurvöllur. Og...og...

Sunnudagurinn og mánudagsmorguninn fóru svo í að varpa sprengjum og flúði ég landið seinnipartinn á mánudeginum.

23. mars 2004

Skrimsla Ltd. gerir heyrinkunnugt:

Jæja, þá er heimferðin bara alveg að bresta á...
Mun ég leggja leið mína til Íslands og heiðra landann með nærveru minni frá og með föstudeginum næstkomandi og það í heila 10 daga eða fram til 5.apríl þegar ég held til útlandsins á ný.

Þetta heimferðalag er reyndar ekki eitthvað frí nema rétt að hluta til, því miður.
Ég kem semsagt til landsins með hvorki meira né minna en 16 kerlingar með mér í þetta skiptið. Og það í þeim eina tilgangi að gera víðreist um söfn og búðir og gallerí og skóla og þessháttar.....allt í nafni handavinnunnar!!
Gaman að því!

Þetta gerir reyndar það að verkum að ég mun verða ákaflega takmarkað til viðtals þessa fyrstu viku af dvölinni en planið er að nýta eftirfarandi helgi til hins ítrasta í gleði og skemmtanir með þeim sem hafa áhuga á slíku.
Laugardagskvöldið 3.apríl mun af þessum ástæðum verða tekið frá í þessum eina tilgangi og mælist ég eindregið til að áhugasamir geri slíkt hið sama. Nánari staðsetning verður auglýst síðar og hvet ég fólk hér með endilega að koma með uppástungur þar að lútandi.

Sjáumst :)

21. mars 2004

Hreint ekki óásættanlegt....

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationRuler of the World
Yearly income$934,774
Hours per week you work90
EducationHigh school graduate
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Soldið tímafrekt djobb reyndar. Hmm.... spurning hvort maður nenni þessu?

19. mars 2004

Zato, this is for you...

Jæja, afsakið letina.
Ég sé að sumir óþreyjufullir lesendur eru farnir að frekjast eitthvað og sé ég mér því ekki annað fært en að verða við bóninni og skrifa eitthvað mis-gáfulegt á þessa síðu.

Ástæða letinnar er líklega sú að, eins og ég hef minnst á áður, þá er þessi vefdagbók bara ekkert að standa undir nafni. Það aftur á móti orsakast sennilega af því að þar sem lesendahópurinn hefur náð að breiðast út og farinn að innihalda fólk á hinum ýmsu stigum "need to know"-skalans, neyðist ég til að ritskoða mig all verulega og það virðist takmarka alla tjáningarmöguleika niður í nánast ekki neitt.

Eða kannski er það bara það að allt í einu eru hlutir að gerast sem ekki eiga heima á veraldarvefnum.

Viborg, hinn jóski metrópóll, leynir augljóslega á sér ...


En allavega.....nóg að gerast samt í opinbera hversdagslífinu og sé þess óskað, skal ég færa inn heilu ritgerðirnar um vefnað og útsaum og hvernig maður prjónar hnappagöt á fjóra mismunandi vegu.
Bara nefna það...

5. mars 2004

Metallica í Parken 26.maí 2004 !!!

Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!!

Nananananananaa..........

Vííííííííííí..........

27. febrúar 2004

Spennó!!

Bíð nú með óþreyju og full eftirvæntingar eftir gullkorni frá föður mínum í kommentahólf síðustu færslu...

Koma svo, pabbi! Það er af svo mörgu að taka....

*fliss*

26. febrúar 2004

Djöfull er ég löt að blogga...

Sem er kannski ekki skrítið þar sem ég hef eiginlega ekkert að segja. Ekkert gerst merkilegt í fréttum undanfarið nema jú, starfsmannagleðin á "barnaheimilinu" er yfirstaðin. Ég get bloggað eitthvað um það...

Ég var að vinna laugardaginn fyrir festina og náði því að sofa alveg í 2 1/2 tíma áður en ég þurfti að vakna og mæta í skírn sem var á prógramminu alveg dónalega snemma þennan sama dag.
Mætti engu að síður "eldhress" og uppábúin í kirkjuna og þaðan í veislu sem var alveg hreint til fyrirmyndar í alla staði, enda leyfi ég mér að efast stórlega um að ég hafi nokkurntíman á æfinni borðað eins mikið á einum degi og þennan ágæta sunnudag. Um leið og ég var búin að gera fyrra veisluborðinu skil og komin heim úr skírninni var nefninlega kominn tími til að mæta í hlaðborðið á Chaplin.
Þetta þýddi náttúrulega það, að með allt þetta hreindýrapaté, kalkún, lax, rjómatertur, kjúkling, fajitas og fleira gúmmelaði í maganum, þá tókst mér ekki að verða nema rétt hífuð í staffapartýinu.
Sama hvað ég reyndi...
Skemmti mér engu að síður bara alveg hreint ágætlega með öllum gallafatabarbí-stelpunum og ljósabrúnu Ken-strákunum sem ég er að vinna með, mesta furða alveg hreint. Slógum köttinn úr tunnunni og svona....gaman að því.

Yfirgaf svo staðinn um þrjúleytið með Nico sem fylgdi mér heim þessa 300 metra frá Chaplin. Svona eru þeir miklir herramenn þessir dönsku drengir.
Vísaði honum svo út eftir að hann hafði klárað úr vatnsglasinu sem hann falaðist eftir að launum fyrir að fylgja mér heim og lufsaðist sjálf í háttinn.

Ómægod, ætli ég sé að verða náttúrulaus?? :S

Minntist allavega morguninn eftir þessa gullkorns sem rann uppúr góðvinkonu minni hér um árið og hljómar eitthvað á þessa leið:

"Gredda er góð! Gredda kemur frá gvuuuði!!"

En hann er líklega endanlega búinn að gefast upp á mér...

25. febrúar 2004

Heimskonan ég!

Ó, hvað þetta lítur miklu betur út svona....
Miklu stærri rauð klessa og miklu meiri ró í sálinni minni þar sem mér hefur með þessu tekist að sannfæra mig um að ég sé ákaflega víðreist manneskja!



Hér fiffar maður svona

Það þarf ekki meira til að gleðja gamalt hjarta...

22. febrúar 2004

Afsakið hlé...

Vegna óviðráðanlegra orsaka, svo sem eins og tímabundinnar heilabilunar hefur verið lítið um gáfulega starfsemi í kollinum á mér undanfarið og þar af leiðandi ekki mikið í frásögur færandi á bloggið.

Geri mitt besta til að greiða úr þessu við fyrsta tækifæri.

14. febrúar 2004

I´m late, I´m late, I´m very very late.....

Hafiði tekið eftir því að þegar fullt er að gera hjá manni og enginn tími virðist vera til neins og allt er að fara fjandans til af því að það eru einungis 24 tímar í sólarhringnum, þá nær maður samt að gera alveg fullt og á endanum tekst manni merkilega oft að klára það sem maður ætlaði sér.
Gaman þegar svoleiðis er!

Hinsvegar...þegar nógur tími er til að gera það sem er á "to-do" listanum, þá gerist annað af tvennu:

a) Tíminn líður og ekkert gerist fyrr en maður áttar sig á því að ef maður byrjar ekki núna, þá nær maður ekki að klára. Þá fer maður í gang og drífur allt í túrbógírinn og nær með naumindum að klára á síðustu stundu. Fjúkk!

eða....

b) Eins og í fyrri möguleikanum líður tíminn án þess að nokkuð gerist. SVo kemur sú örlagaríka stund að maður maður verði að byrja því annars nái maður ekki að klára, nema í þessu tilviki þá í staðinn fyrir að setja í gírinn, af algerlega óskiljanlegum ástæðum, þá gerir maður það bara ekki!

Þess í stað sannfærir maður sjálfan sig um að það sé miklu mikilvægara að gera allskonar ónauðsynlega hluti fyrst (s.s. að lakka táneglurnar, raða í bókhaldsmöppuna eða þrífa eldhúsið sem er ekkert skítugt) og þegar maður er orðinn uppiskroppa með tilgangslausa hluti að gera sest maður niður fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og segir við sig á hálftíma fresti að núna ætli maður sko að byrja! En merkilegt nokk, þá bara gerist ekki nokkur skapaður hlutur!

Needless to say þá sit ég semsagt fyrir framan tölvuna núna, búin að lakka neglurnar, sortera geisladiskana mína í stafrófsröð, skrifa lista yfir allt mögulegt og ómögulegt, vökva blómin, hreinskrifa glósur o.s.fr., o.s.fr.....en hey, það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi setið aðgerðarlaus!

Er ekki til einhver svona þerapía fyrir fólk eins og mig?

8. febrúar 2004

Jebbs, I did it!

Tókst að sjálfsögðu eins og mér einni er lagið að gera ótrúlegt drama úr litlu kreppunni minni sem ég minntist lítillega á hér á blogginu í gær. ;)

Alveg er það merkilegt þetta að geta ekki haldið sér saman þegar kemur að hlutum sem ég, manna best, veit að ég á bara að halda fyrir sjálfa mig. Veit sem er að þetta líður hjá og ég þarf ekkert að hafa neinar stórkostlegar áhyggjur af þessu öllu saman en stenst engu að síður ekki mátið og læt vaða í stað þess að bíða þar til veikleikinn gengur yfir og ég geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Alltaf hægt að stóla á að drama-genið virkjast um leið og lífið er orðið eitthvað óþarflega þægilegt!!

7. febrúar 2004

There has got to be more to life.....

....than chasing down every temporary high....to satisfy me

Þetta er alveg speki dagsins....já eða kvöldsins...vikunnar, eða eitthvað bara....

Það er búin að vera einhver ægileg lægð yfir landinu hérna hjá mér þessa síðustu daga og vikur eiginlega. Búið að votta fyrir smá nostalgíu gagnvart jólafríinu og ákveðnum atburðum þess og ég er agalega ringluð eitthvað svona inní mér.
Það sér það náttlega hvert mannsbarn að þetta er ekki jákvætt.

Þarf ótrúlega á því að halda að hella úr mér öllu ruglinu sem er í gangi í litla hausnum mínum við einhvern sem skilur hvað ég er að fara og dæmir ekki. Nú hljóma ég eins og ég sé að gera hverja rosalegu vitleysuna á fætur annarri....en það er einmitt það sem er að....ég er nebblega mjög meðvitað ekki að því!! Held ég hljóti endanlega að vera að tapa mér. Og það í þeim skilningi að mér finnst ég vera að týna sjálfri mér.
Það er að sjálfsögðu deginum ljósara að svona skynsemishegðun er algerlega úr karakter....
Mér er ekki lengur alveg sama :/
Needless to say, þá sökkar það feitt!!

Verst að eina manneskjan sem ég treysti fyrir þessu akkúrat núna, getur ekki verið alveg hlutlaus áheyrandi að þessu öllu saman því ég er búin að eyðileggja það. Týpískt!!

30. janúar 2004

You are what you eat!

Í dag er ég súkkulaði og hafragrautur :D Lífið bara gerist ekki betra!!

Fannst hreinlega ég verða að deila þessu með ykkur...

Ferðalög

Austurríki
Belgía
Danmörk
England
Frakkland
Grikkland
Holland
Ísland
Ítalía
Lúxembúrg
Portúgal
Spánn
Sviss
Tyrkland
Þýskaland

Hmmm.....vonaði nú að þetta liti aðeins viðameira út....Ég ætti kannski að íhuga næst að ferðast eitthvað aðeins út fyrir þessa klessu á kortinu....

Einhverjar tillögur?



Hér er hægt að fiffa svona


24. janúar 2004

Spennó!! Já, eða ekki....

Jæja, þá er það bara vinna í kvöld, það verður áhugavert í minnsta lagi!.....rétt búin að jafna mig eftir fimmtudagskvöldið þar sem ég komst að því að það er ekki sérstaklega skynsamlegt að koma innfyrir 2ja metra radíus af Housum og ginflöskunni hans þegar maður er að djamma, það er nokkuð ljóst!

Vaknaði samt ótrúlega spræk 5 tímum eftir að ég hafði komið heim og dreif mig á lappir og í lestina til Århus þar sem ég sat, angandi eins og bruggverksmiðja, allan eftirmiðdaginn fyrir hönd skólans, á námskynningu sem var þar í ráðhúsinu. Gaman að því!
Við Erla vorum samt alveg að meika það þarna.....höfðum í alveg nógu að snúast við að láta okkur leiðast og vorum orðnar svo þreyttar eftir að hafa gert nákvæmlega ekkert í heila 4 tíma að við fórum beinustu leið heim og grjótsofnuðum í sófunum okkar......
.......og ég er eiginlega ekki búin að gera neitt af viti síðan.

Æ vá, þegar ég er búin að fjarlægja og ritskoða allt sem ég kann ekki við að hafa opinbert, þá er eiginlega ótrúlega lítið spennandi að vera ég.....hmmmm

21. janúar 2004

Speki dagsins...

Ef maður heldur að maður sé orðinn geðveikur, þá er maður ekki geðveikur!

Enda eins gott!! Fjúkk!!

19. janúar 2004

Dæmigert alveg!

Jæja, ekki er maður fyrr fluttur í bakaríið en maður er byrjaður að baka vandræði.....
Svona er maður mikið kjánaprik ;)
Get svo svarið að þetta hlýtur að vera einhver krónísk heilabilun sem á sér stað því þetta virðist vera að gerast með jöfnu millibili núorðið....sýnist jafnvel einkennin vera að versna :/

Juminn, hvar endar þetta eiginlega?

Búið að boða til krísufundar í sálufélaginu.....


17. janúar 2004

Muniði eftir fyrstu ástinni...?

.....þegar ekkert annað komst fyrir í höfðinu á manni og viðkomandi var bara einfaldlega fullkominn í alla staði að manni fannst.....
...fiðrildin í maganum hættu ekki að flögra og manni varð illt í maganum af spenningi í hvert sinn sem talað var um hann/hana.....
...sæluvíman sem fylgdi því að vera í sama herbergi og viðkomandi jaðraði við alsælu og þegar/ef maður var svo kysstur af þessum einstaklingi, ætlaði allt um koll að keyra inní manni og yfirlið var á næsta leiti......
.....maður fékk hreinlega aðsvif ef maður sá hann/hana á Laugaveginum og hefði hiklaust fylgt viðkomandi á hjara veraldar (já, og gerði það jafnvel oftar en einu sinni) ef ósk um slíkt var borin upp.....

Muniði eftir þessu??? mmmmmm.......

Nú leyfi ég mér að gera ráð fyrir því að þeir sem lesi þetta séu allir að minnsta kosti með í kringum 25 ár á bakinu......þannig að ég spyr: Hvað er langt síðan þið funduð fyrir þessu síðast?? Man einhver eftir því að hafa upplifað þessa tilfinningu eftir tvítugt? Eftir átján?
Er svo komið að búið er að berja svo óhóflegu magni af skynsemi, þroska og þeirri hræðilegu staðreynd að enginn sé fullkominn, svo harkalega inn í hausinn á manni að það sé ekki séns í helvíti að upplifa þetta aftur??

Ætli maður sé orðinn of gamall til að verða ástfanginn??

14. janúar 2004

Bissí bissí bissí....

Enginn tími til að blogga, búin að setja í túrbógírinn og prjóna eins og brjálæðingur, íbúðin enn ekki komin í stand, á að skila verkefninu á föstudaginn......SJITT!!

Leiter...

10. janúar 2004

Komin "heim"!

Jæja, þá er jólafríið búið og ég komin endurnærð aftur til Danaveldisins. Æ, hvað það var gott að koma heim, jafnvel þó ég hafi staðið mig að því að hugsa með löngun til þess að það væri auð jörð í Viborg í stað snjóskaflanna og hefði næstum verið búin að beila á öllu og taka bara fyrsta flug til Kastrup á tímabili.
Ákaflega fegin núna að ég gerði það ekki og er sjúklega þakklát fyrir alla vini mína og fjölskyldumeðlimi sem ég náði að hitta og eyða tíma með í fríinu.

Stiklað á stóru....:

Birta: Takk fyrir að vera mannleg! Ég var farin að efast á tímabili, litla ofurkonan mín! Farðu nú samt að fara vel með þig á nýja árinu! Ég elska þig mest!
Bjargvætturinn og có.: Takk fyrir að mér finnist ég alltaf vera komin heim þegar ég kem til ykkar.
Borgarfjarðarfólkið: Takk fyrir að vera fólkið mitt og að ég tali nú ekki um hattinn og eldhúsgræjurnar!!
Diskódísin: Takk fyrir að vera svona sjúklega frábær og sálufélagi í snillinni sem við komum okkur í. Veit hreinlega ekki hvað ég gerði án þín! Og hafðu engar áhyggjur, þú ert alltaf langflottust, sama hvar þú ert og þetta verður allt í lagi!!! Grát-Liljurnar og öll hin svakalega important félögin og klúbbarnir sem eru viðeigandi hverju sinni halda ótrauð áfram starfsemi sinni gegnum msn ljúfan mín og neyðarnúmerið er alltaf opið ...bara 00-45 fyrir framan núna ;)
Eiki: Takk fyrir alla tónlistina og hjálpina og að þola endalausan "nördaskap" í stóru frænkunni ;)
Flóttakonan: Ain´t no sunshine when she´s gone.......Takk fyrir að koma til landsins!! Það var svoooo gott að sjá þig og knúsa þig. Æ lov jú !!
Helgi feiti: Takk fyrir að skilja hvað ég var að meina og að allt sé kúl.
Kári klári: Til hamingju með útskriftina og nýju vinnuna, þú ert frábærastur! Takk fyrir að vera sá sem ég get litið upp til!
Kvenfélagskonurnar: Þið eruð náttlega svo ólýsanlega miklir gullmolar að ég veit ekki hvað ég gerði án ykkar!! Takk fyrir allt í fortíðinni, núinu og framtíðinni!
Kynvillingurinn: Takk fyrir að vera alltaf þú sjálf og fyrir að vera hetjan mín! Langar alltaf að verða betri manneskja þegar ég hef hitt þig. Veitir ekki af því núna ;) Vona að við getum gert alvöru úr hittingnum um páskana.
Logan: Takk fyrir fyrsta flokks samkvæmi á gamlárs og fyrir að vera vinur minn!
Meðvirki maðurinn: Takk fyrir að leyfa mér að vera ég! Vitaborgaraspjall í þínu kompaníi klikkar ekki, það er deginum ljósara!
Muzak: Takk fyrir allt frábæra undirspilið og að vera svona mikill gleðigjafi. Já og síðast en ekki síst fyrir að hafa haft vit fyrir mér og séð til þess að ég færi heim til mín þarna um kvöldið.
Palli: Takk fyrir spjallið og matinn og minningarnar.
Rannveig og Gísli: Takk fyrir að próvæda samastað fyrir mig og öll partýin.....hehehe
Séra Sigurvin: Takk fyrir að vera til og endalausa þolinmæði í því óvinnandi verki að reyna að koma fyrir mig vitinu!
Siggi Palli: Takk fyrir egótrippið....ég sakna þín líka!
Singunn: Takk fyrir að vera vinkona mín....og genin að sjálfsögðu ;)
Týndi maðurinn: Takk fyrir allt gamalt og gott og takk fyrir farsæla endinn og framhaldið af honum!
Verkfræðingurinn: Kojarinn verður víst að bíða betri tíma.......sjáumst við ekki bara á Hróarskeldu í sumar??


Alveg er ég heppnust í heimi og alveg að tapa mér í dramanu! En iss, þið þolið það alveg ;)

6. janúar 2004

I´m leaving on a jetplane....

...veit reyndar sem betur fer alveg hvenær ég kem aftur :)

Sjáumst um páskana, darlíngs! En svo líklega ekki aftur fyrr en um næstu jól....ja, nema ég verði náttlega á Rimini eða Kanarí eða Benedorm eða eitthvað.....tíhíhí!

En allavega.....nú er það víst blákaldur veruleikinn aftur og ég að fara að keyra út á Keflavík eftir tæpa 2 tíma. Það verður þá í þriðja skipti á sama sólarhringnum sem ég ek þangað! Ég sver það, ég fer að geta rúntað þetta blindandi......sem er kannski hugmynd, maður gæti þá náð smá kríu á leiðinni!

Jæja, ég ætti líklega að fara að drífa mig í að pakka kannski?

4. janúar 2004

Áslaug er að koma! Áslaug er að koma!

Vei vei vei!!
Ofsakæti, hamingja og gleðitár á næsta leiti. Loksins, loksins, loksins er komið að því!!

Flóttakonan mætir á skerið rétt áður en ég yfirgef það og mun ég sækja hana á flugvöllinn annað kvöld eflaust skælandi af gleði og kátínu yfir að sjá hana aftur eftir allan þennan tíma.
Yfirleitt hefur það nefninlega verið ég, en ekki hún, sem hefur yfirgefið landið svo mánuðum skiptir og ég hef þar af leiðandi alltaf getað gengið að henni vísri til sáluhjálpar þegar ég kem til landsins. En undanfarinn allt of langan tíma hefur annað verið uppá teningnum. Gellan bara verið í útlandinu síðan í vor og ég ekki séð af henni tangur né tetur, hvorki í sumarfríinu né haustfríinu. Þetta hefur alveg haft mjög alvarlegar og að ég tali nú ekki um katastrófískar afleiðingar svo ekki sé minna sagt og ég hef af þessum ástæðum ekkert gert af viti síðan gvuð má vita hvenær .....já, síðan í febrúar held ég bara!!
Þetta gengur náttlega ekki, það sér það hver maður!

Erum að hugsa um að nýta þennan litla tíma sem gefst og loka okkur inni hér í dýrabænum annað kvöld með rauðvín og súkkulaði og nokkurra ára birgðir af vasaklútum og tissjúi og reyna eftir bestu getu að vinna upp þessa síðustu mánuði. Og þar sem við erum ekki þekktar fyrir annað en að gera allt það sem við tökum okkur fyrir hendur með einstakri prýði, þá er ekki nokkur efi til í huga mínum um að okkur mun að sjálfsögðu takast það, and then some!

Úff, ég get ekki hamið mig af spenningi........tætaramm taræ taramm!!! :)

2. janúar 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut...

....og aldrei það kemur til baka!

Fullt búið að gerast á þessu ári og margt af því sem ég á eftir að sakna að komi aldrei aftur. En árið í heild sinni er búið að vera bara nokkuð ásættanlegt og lokahnykkurinn til að kveðja það var svo að sjálfsögðu bara til að setja punktinn yfir i-ið því gamlárskvöld var gott kvöld!

Hreindýrasteik í matinn og maginn fylltur þannig að ég er fyrst að verða svöng aftur núna!! Eftir fasta liði eins og venjulega, alvarlega skókrísu, skylduáhorf á skaupið og hið árlega brjálæði sem flugeldauppskotið er, hélt ég svo rakleiðis í sjálfrennireiðina og brunaði af stað í vesturbæinn. Sótti stelpurnar og skutlaðist með þeim aðeins áður en við lögðum leið okkar í Tryggvagötu-gleðina hjá Stebba sem að sjálfsögðu stóð undir öllum okkar væntingum. Stórglæsilegt partý alveg hreint! Kóngurinn klikkar ekki!
Þar sötraði ég Mojito og skemmti mér konunglega með öllu fólkinu sem ég hef ekki hitt síðan í sumar eða enn lengur. Gleði gleði og meiri gleði!

Fórum svo á Grandrokk þar sem Hraun! voru að spila og sýndum snilldartakta á dansgólfinu við Run to the hills og Hímen-lagið!
Svavar og kó: TAKK FYRIR MIG! :D
Alveg er það gaman að vera úti að skemmta sér með nánast alla sem maður þekkir á sama skemmtistaðnum! Þetta gerist varla betra, ég segi það og skrifa ;)

Það eina sem skyggði á kvöldið var náttlega að diskódísina vantaði....alveg saknaði ég þín þó ég hafi gleymt að hringja aftur :/ Bætum bara fyrir það næsta gamlárskvöld á einhverjum svölum í einhverri sólskinsparadís;)

Rétt fyrir kl. 9 að staðartíma Grandrokks var svo aðeins farið að hægjast um og eftir að hafa samviskusamlega hringt af salerni staðarins í suma og tjáð mig um það hversu mikið mér þætti vænt um viðkomandi (rétt eins og tilheyrir undir morgun gamlárskvölda), ákvað ég að nú væri kominn tími á að hypja mig. Við tók ákaflega heilsusamlegt rölt á Tryggvagötuna til að sækja lyklana að heimili mínu, dýrabænum og lagðist ég þvínæst alsæl til svefns og týndist!!

The rest is history ;)

Gleðilegt nýtt ár, lömbin mín og takk fyrir öll þau gömlu!! Rock on! ;)

1. janúar 2004

Æmalæv...!!!

Var að komast að því áðan að ef ég hefði sofið hálftímanum lengur hefði ég líklegast vaknað upp við Víkingasveitina að brjótast inn í íbúðina til mín.
Ég sem svaf bara á mínu græna eyra svefni hinna skemmtanaglöðu, missti semsagt af öllum hasarnum þegar móðir mín elskuleg munstraði nánast alla sem ég þekki í allsherjar leit að mér, þar sem ég hafði ekki látið heyra í mér í dag.

Alltaf gott að vita að maður fengi allavega ekki að liggja lengi í blóði sínu áður en björgunarsveitin væri komin á staðinn.