9. maí 2004

Mannanafn "vikunnar"

Þessi dálkur síðunnar ber víst ekki alveg nafn með rentu núorðið.
Ætli það ætti ekki betur við að kalla hann "Mannanafn mánaðarins" þar sem uppfærsla hefur ekki verið með virkasta móti undanfarið þrátt fyrir þann aragrúa nafna og nafnasamsetninga sem vel eiga skilið sess þar.

Biðst ég velvirðingar á þessu viðvarandi framtaksleysi mínu um leið og ég kynni nýtt nafn til sögunnar. Í þessu tilfelli er reyndar ekki um að ræða nafn sem leyft er samkvæmt mannanafnaskrá en engu að síður virðist vera tilfellið að ung stúlka beri það. Sem betur fer þó ekki neima ein.
Verst að mannanafnanefd hafði ekki hafið störf það herrans ár sem stúlkan þessi var skírð. En hey, maður getur ekki alltaf haft allt eins og maður vill.

Árans!

Engin ummæli: