29. maí 2004

Loksins Metallica!!

Jæja, þá er komið að því.
Margfalt deit á eftir :)
Er að fara að hitta Kirk Hammet, Robert Trujillo, Lassa beibí og James Hetfield og þeir ætla allir að spila og syngja fyrir mig í kvöld.
Jösss!!
Ekki oft sem maður fer á deit með gaurum sem bara geta ekki haldið aftur af sér og brjótast út í söng og spilerí til manns, ha?

Ákvað samt að taka litla frænda með mér til að halda uppi velsæmi á deitinu og leyfa honum að njóta góðs af því að ég skuli vera að fara að hitta strákana. ;)
Þeir eru nú einu sinni í uppáhaldi hjá honum.
Skiljanlega.


Eníhú...got tú gó. Strákarnir bíða ;)


16. maí 2004

Obladi oblada....

Jæja, þá er þetta afstaðið. Bæði brúðkaupið og Júróvisjón.
Tími til að halda áfram með líf sitt og "move on".

Og það gerði ég með stæl í gær. Gaman að því.

12. maí 2004

I´m going slightly mad...



Frederik og Mary i Tasmanien
Kongeligt Bryllup i Danmark
Fest på Christiansborg
Live - Brudeparret modtages på Rådhuset
Mary Elisabeth Donaldson
Bryllup - Højdepunkter
Den Tasmanske djævel
Frederik og Mary
Bryllupsshow i Tivoli
Danmarks kronprins
Galla på det kongelige teater 1. akt
Galla på det kongelige teater 2. akt
Galla på det kongelige teater 3. akt
Afgang fra det kongelige teater
Frederik og Mary - Danskerne fejrer brudeparret

...og þetta er einungis smá úrdráttur af sjónvarpsdagskránni hér í landi brúðkaupsmaníunnar. Svona hefur hún litið út alla síðustu viku og breytist lítið sem ekkert út núverandi viku þar til vitleysan nær hámarki á föstudagsmorgun (brúðkaupsdaginn) þegar útsending hefst klukkan 06:30 um morguninn og stendur óslitin til 2 að morgni næsta dags!

En ég ætti kannski ekkert að vera að kveinka mér yfir þessu. Ég hef það bara nokkuð gott svona miðað við. Aumingja Mary er hinsvegar ekki búin að gera annað allt síðasta ár en að sitja sveitt tíma í dönsku, danskri sögu og konunglegum háttum svo fátt eitt sé nefnt og er launaður svitinn með bombarderingu af beinum útsendingum af andlitinu á sér, 20 tíma á sólarhring í margar vikur núna rétt fyrir "Den festlige begivenhed".
Búið er að kanna hana og alla hennar fjölskyldu í bak og fyrir, athuga hvernig hún hagaði sér á leikskólanum, hvaða stráka hún kyssti í gaggó, hvort erfðasjúkdómar séu í ættinni, hvort hún sé nú ekki örugglega frjó, hvort hún sé nokkuð laumu-örfhent og þar fram eftir götunum.
Eins og það sé ekki nóg, hefur hún einnig þurft að skrifa undir plagg þar sem hún afsalar sér forræði yfir börnum sínum og Friðriks ef til þess kæmi að þau lifðu nú ekki hamingjusöm til æfiloka.
Stúlkugreyið!

En hey! Better her than me :)

Ég er þessvegna ákaflega fegin því í dag að hafa ekki lagt snörur mínar fyrir krónprinsinn þegar tækifæri gafst. Líklegast hefði nefninlega verið allnokkrum erfiðleikum háð fyrir Margréti Þórhildi að samþykkja mig sem tilvonandi tengdadóttur, þrátt fyrir áralangan vinskap okkar á milli. Og þó mér hefði mögulega tekist með dyggri aðstoð tengdafjölskyldu minnar að fela ákveðna atburði, gjörðir og fjölskyldumeðlimi fyrir dönsku pressunni þá hefði ég sannarlega stokkið frá borði við kröfu um undirskrift á fyrrnefndu plaggi.

Reyndar stend ég fast á því að nefnd konungsfjölskylda, já og í raun öll danska þjóðin ef út í það er farið, geti verið afar þakklát mér fyrir að hafa komið í veg fyrir kynni okkar Friðriks þar sem fátt væri jú óheppilegra en óhamingjusamur kóngur í ríki sínu. Er þá betra fyrir hann að vita ekki af hverju hann hefur misst í stað þeirra hræðilegu örlaga að geta ekki gengið að eiga mig og þurfa að lifa einn og óhamingjusamur í höllinni til enda sinna daga.
Sá ég mér því ekki annað fært en að fórna mér í þágu danska ríkisins, almennings og konungsfjölskyldunnar og leyfa Mary að gera eins vel og hún getur.

Poj poj ´skan!

11. maí 2004

Snilld !!!

Love test

Hahaha!! ;)

9. maí 2004

Mannanafn "vikunnar"

Þessi dálkur síðunnar ber víst ekki alveg nafn með rentu núorðið.
Ætli það ætti ekki betur við að kalla hann "Mannanafn mánaðarins" þar sem uppfærsla hefur ekki verið með virkasta móti undanfarið þrátt fyrir þann aragrúa nafna og nafnasamsetninga sem vel eiga skilið sess þar.

Biðst ég velvirðingar á þessu viðvarandi framtaksleysi mínu um leið og ég kynni nýtt nafn til sögunnar. Í þessu tilfelli er reyndar ekki um að ræða nafn sem leyft er samkvæmt mannanafnaskrá en engu að síður virðist vera tilfellið að ung stúlka beri það. Sem betur fer þó ekki neima ein.
Verst að mannanafnanefd hafði ekki hafið störf það herrans ár sem stúlkan þessi var skírð. En hey, maður getur ekki alltaf haft allt eins og maður vill.

Árans!

5. maí 2004

Sjúkt!

Í dag fór ég í heimsókn og fékk lánaðar tvær þvingur til að geta haldið áfram með bróderíið sem við erum að gera í skólanum. (Hvernig það tvennt hangir saman er önnur saga). Þessi heimsókn væri hinsvegar ekkert í frásögur færandi nema fyrir það að í henni (heimsókninni) varð ég fyrir einni mögnuðustu og óhuggulegustu upplifun sem ég hef orðið fyrir lengi. Haldið ykkur fast:

Í dag sat ég senst, í nýju fínu bleiku peysunni minni og sakleysið uppmálað, og handlék svona apparat!

Þetta er, fyrir þá sem ekki vita, M/95 riffill og eins óþægilegt og mér finnst að finnast það....ógislega flott og sjúklega sexí græja!!

1.0 m á lengd
3.2 kg að þyngd (tóm)
Getur skotið 700-900 skotum á mínútu
Meira...

Fyrstu viðbrögð voru náttlega að ég var ótrúlega á móti því að halda á þessu verkfæri. Var bara skíthrædd og þorði varla að horfa á gripinn hvað þá annað. Fannst tilhugsunin um að fólk væri með þetta undir rúminu sínu hreinasta brjálæði.
Þegar ég svo á endanum var komin með byssuna í lúkurnar og handlék hana með óttablandinni virðingu var eins og eitthvað gerðist.
Maður fattar allt í einu hvað er stutt á milli þess að hafa sjálfur völdin yfir byssunni og í það að byssan hafi völdin yfir manni. Ef eitthvað er skerí, þá er það að gera sér grein fyrir þessu, ásamt því að átta sig á því að maður er líklega ekkert betri sjálfur en allt þetta sikk lið útí löndum sem gengur um með svona græjur til að svala einhverju valdafetishi.
Þetta er virkilega vond tilfinning!



Ég hef einu sinni áður haldið á byssu á æfinni. Þá var ég úti á túni að skjóta leirdúfur með haglara og alveg fannst mér sú byssa nógu óhugguleg. Ekki samt eins óhugguleg og sú tilfinning að finnast haglabyssa nánast bara vera barnaleikfang eftir að hafa farið höndum um þennan riffil!

Sjís....

4. maí 2004

Gúrkutíð

Ja, sko þegar það er eiginlega ekkert að gerast...

....þá er afskaplega lítið að segja frá.



smu!