Í dag fór ég í heimsókn og fékk lánaðar tvær þvingur til að geta haldið áfram með bróderíið sem við erum að gera í skólanum. (Hvernig það tvennt hangir saman er önnur saga). Þessi heimsókn væri hinsvegar ekkert í frásögur færandi nema fyrir það að í henni (heimsókninni) varð ég fyrir einni mögnuðustu og óhuggulegustu upplifun sem ég hef orðið fyrir lengi. Haldið ykkur fast:
Í dag sat ég senst, í nýju fínu bleiku peysunni minni og sakleysið uppmálað, og handlék svona apparat!
Þetta er, fyrir þá sem ekki vita, M/95 riffill og eins óþægilegt og mér finnst að finnast það....ógislega flott og sjúklega sexí græja!!
1.0 m á lengd
3.2 kg að þyngd (tóm)
Getur skotið 700-900 skotum á mínútu
Meira...
Fyrstu viðbrögð voru náttlega að ég var ótrúlega á móti því að halda á þessu verkfæri. Var bara skíthrædd og þorði varla að horfa á gripinn hvað þá annað. Fannst tilhugsunin um að fólk væri með þetta undir rúminu sínu hreinasta brjálæði.
Þegar ég svo á endanum var komin með byssuna í lúkurnar og handlék hana með óttablandinni virðingu var eins og eitthvað gerðist.
Maður fattar allt í einu hvað er stutt á milli þess að hafa sjálfur völdin yfir byssunni og í það að byssan hafi völdin yfir manni. Ef eitthvað er skerí, þá er það að gera sér grein fyrir þessu, ásamt því að átta sig á því að maður er líklega ekkert betri sjálfur en allt þetta sikk lið útí löndum sem gengur um með svona græjur til að svala einhverju valdafetishi.
Þetta er virkilega vond tilfinning!
Ég hef einu sinni áður haldið á byssu á æfinni. Þá var ég úti á túni að skjóta leirdúfur með haglara og alveg fannst mér sú byssa nógu óhugguleg. Ekki samt eins óhugguleg og sú tilfinning að finnast haglabyssa nánast bara vera barnaleikfang eftir að hafa farið höndum um þennan riffil!
Sjís....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli