22. október 2004

Krókódíll, já takk!

Jæja góðir hálsar, þá er komið að því. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessu mómenti og nú er það runnið upp. Loksins! Blogg!

Hér er reyndar ákaflega tíðindalaust búið að vera undanfarið og ekki mikið að skrifa um en um síðustu helgi lagði ég þó land undir fót og skrapp til höfuðborgarinnar. Hitti þar Kollsterinn minn sem var í heimsókn hjá Liljunni sinni, borðaði með familíunni og kósaði mig með Soldierboy í stórborginni.
Áður en ég svo lagði af stað aftur í sveitina bauð hann mér út að borða eins og sá sanni herramaður sem hann er og í fína kaupstaðnum er víst óhætt að segja að hægt sé að fá nánast allt sem manni dettur í hug að gæti verið matarkyns. Við ákváðum því að gúffa í okkur krókódíl og bláum kartöflum á einhverjum agalega fínum restóranti!
Þetta reyndist svona líka gasalega ljúffengt og get ég hér með fullyrt að krókódílakjöt er ekkert minna en herramannsmatur, börnin góð.

Fleira er ekki í fréttum að sinni.
Góðar stundir.

Engin ummæli: