Hér er reyndar ákaflega tíðindalaust búið að vera undanfarið og ekki mikið að skrifa um en um síðustu helgi lagði ég þó land undir fót og skrapp til höfuðborgarinnar. Hitti þar Kollsterinn minn sem var í heimsókn hjá Liljunni sinni, borðaði með familíunni og kósaði mig með Soldierboy í stórborginni.
Þetta reyndist svona líka gasalega ljúffengt og get ég hér með fullyrt að krókódílakjöt er ekkert minna en herramannsmatur, börnin góð.
Fleira er ekki í fréttum að sinni.
Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli