Ég er ekkert búin að sofa í næstum 3 sólarhringa
Ég er ekki að meika heiminn minn eins og hann er í dag
Mig langar að ferðast meira og læra fleiri tungumál
Ég held ég sé ástfangin
...og það er alveg að rugla í hausnum á mér
Ég get aldrei klárað neitt sem ég byrja á
Ég eyði flestum peningum þegar ég á minnst af þeim
Ég geri mistök...fullt af þeim
Mistökin sem ég geri hafa yfirleitt mjög langvarandi afleiðingar
Ég er sjúklega lítil í mér
Ég hef ekki nokkurn einasta vott af aga
Ég hlakka til sumarsins
Ég kvíði líka fyrir því
Ég lifi allt of mikið í fortíðinni
Ég er óstjórnlega ofdekruð og vil bara fá það sem ég vil og geta gert það sem ég vil
Ég vil ekki þurfa að hafa fyrir neinu
Stærsti fjársjóðurinn minn eru vinir mínir
Ég sakna þeirra allra sjúklega mikið
Mig langar til að koma mér í form
...en, sörpræs sörpræs þá hef ég engan aga í það
Ég get enganvegin höndlað karlmenn nema þeir séu plebbar
Mér finnst hafragrautur herramanns matur
Ég gæti eytt aleigunni í skó....og nærföt
Ég díla við hlutina með því að detta í það
...það er ekki að virka
Ég er ógeðslega hrædd við kóngulær
Mér finnst gaman að dansa
Ég reyki of mikið og ég held mig sé pínulítið farið að langa til að hætta því
...en ef einhver minnist á það við mig verð ég alveg fúl og held því áfram af þrjóskunni einni saman
Ég vildi að ég hefði farið í bekkjarkerfi í menntó
Hefði samt aldrei viljað missa af því að kynnast fólkinu sem ég kynnstist í MH
Mig vantar vinnu í sumar....anyone?
Mig langar að búa lengur í Danmörku
Mig langar líka allt of mikið til að koma heim og verða fullorðin
Ég er sjaldnast samkvæm sjálfri mér
Ég er bláedrú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli