Jæja, þá var loksins gert eitthvað í þessu. Kominn tími til...tókum þetta með trompi og héldum fundi í mörgum félögum í einu um síðustu helgi. Ekki slæmur árangur það! Félögin semsagt flestöll komin á fullt skrið aftur.
Þeink god!
Sá ég mér því ekki annað fært en að koma loksins á "prent" stefnuskrám og hlutverki þessarra félaga, bæði til hliðsjónar fyrir áhugamenn um félögin jafnt sem félagskonur sjálfar, því reynslan hefur sýnt að það hefur reynst nokkrum erfiðleikum háð að henda reiður á þeim öllum.
GrátLiljurnar:
Fyrsta félagið sem stofnað var og á það rætur sínar að rekja aftur til Benedorm, árið 2000 og heldur því upp á 5 ára starfsafmæli sitt á næsta ári. (Spurning um að halda upp á það með fundi í félaginu? hmm....)
Starfsemin felst í því að "reglulega" ferðast til fjarlægra sólarstranda og njóta veðurblíðunnar af svölum gististaðarins alla ferðina og grenja úr sér augun og armæðast með miklum tilþrifum yfir....jebbs, förum ekki nánar útí það! ;)
......Súkkulaði og hvítvín hvoru tveggja ómissandi til að halda dampi í trúbbanum.
Því miður hafa efni og aðstæður ekki leyft mikla starfsemi þessa félags undanfarin misseri en von er til þess að það fari nú allt að breytast til betri vegar þegar við löndum lottóvinningnum.
Einkennisorð:
-...og svo dó afi minn!!! *grenj*
Rugl.is:
Þetta félag hefur þann eiginleika að félagskonur geta haldið starfseminni uppi sitt í hvoru lagi sem gerir það að verkum að þrátt fyrir smá hlé á heimavígstöðvunum kom Diskódísin sterk inn um síðustu helgi og er félagið núna í fullri starfsemi bæði heima, sem og á meginlandinu. Ójá!
Umræður og spjallþræðir myndast svo reglulega milli félagskvenna á veraldarvefnum svo hægt sé að skrá og hafa yfirsýn yfir starfsemina. Stefnir sú samantekt óðara í metsölubók ef af því verður að ráðast í útgáfu hennar.
Sálufélagið:
Telur af augljósum ástæðum aðeins tvo meðlimi og er algerlega ómissandi tengiliður milli allra hinna félaganna og myndar grunn fyrir því að ástæða hefur þótt til stofnunar þeirra.
Faðmlagsfélagið:
Því miður tímabundið óvirkt nema í törnum vegna þeirra óviðráðanlegu orsaka að allnokkrar lengdargráður á milli staðsetningar félagskvenna gera reglulega starfsemi nokkrum erfiðleikum háða. Og það jafnvel þó við virkilega teygjum okkur.
Mjög mikilvægt félag engu að síður!
Systur í syndinni:
Þetta dótturfélag Rugl.is hefur náð ótvíræðum árangri á þeim tíma sem það hefur verið starfandi. Hafa félagskonur þess það að leiðarljósi að ná settum markmiðum í hvert það sinn sem haldinn er félagsfundur en þó þeir fundir séu oftar en ekki settir á svæði 101 í borg óttans þá lýkur þeim yfirleitt á ákaflega mismunandi stöðum víðsvegar um Stór-Reykjavíkursvæðið.
Sjálfstæð starfsemi systranna teygir svo einnig anga sína og áhrif reglulega til hinna ýmsu lands- og heimshorna og heyrst hefur að næst á stefnuskránni sé að leggja Bandaríkin undir sig. *hóst* ;)
Svei mér þá ef við stefnum ekki bara á heimsyfirráð....
Einkennisorð:
Systir 1: Heyrðu, sorrí að ég skuli hafa stungið þig af þarna um helgina.
Systir 2: Ó?...ég sem hélt að ég hefði stungið þig af....
Snilldin við þetta alltsaman er svo náttúrulega sú að hvert og eitt af þessum félögum telur aðeins tvo meðlimi.
Sömu tvo.