25. júlí 2004

Þjóðhátíðardagur Selfyssinga haldinn hátíðlegur í Reykjavík

Dagur gleðinnar í gær. Gaman gaman.
Vaknaði á skikkanlegum tíma (lesist ógvuðlega snemma) eftir ættarmót föstudagskvöldsins, kvaddi móðurmyndina mína og settist út á svalir í góða veðrið. Alveg að sjá það að Ísland er búið að vera að stela veðrinu sem Danmörk átti að hafa.

Skellti mér með Kollsternum á Austurvöll í tilefni þess og lögðum við grunninn að deginum með því að púlla Kollu á skrítnar konur og heilsa uppá menn sem heita Fabio. Nebblega, já!

Rúntuðum á hnakkabílnum og pæjuðumst fullt, tókum svo einn Laugaveg og rétt náðum niðrá bensínstöð áður en tankurinn varð tómur. Hjúkket! Það er víst ekki sérstaklega hnakkalegt að verða ren í bensíni. Ónei.

Kíktum svo á litlu stækkandi fjölskylduna í Blönduhlíðinni, trúbbuðumst aðeins á Hróa Hetti, tókum framúr einhverjum vonnabí Selfyssingum með tattú á bílnum sínum, renndum í gegnum Öskjuhlíðina og vorum bara algerlega að massa þetta í góða veðrinu með olnbogann út um rúðuna, fm957 á blastinu og sólgleraugun á nefinu.

Var svo uppgefin eftir allt attitúdið að ég lognaðist örmagna útaf og svaf í 2 tíma eftir að ég kom heim.  

Ætli maður sé að gamlast?

Deó...!!   ;)

Engin ummæli: