14. júlí 2004

Þegar lífið var...

Að dýfa rabbarbara í sykur úr krús
Að leika löggu og bófa á Gistihúsinu
Að hjóla í hringi á planinu
Að fara í feluleik og "Fallin spýta" í Elínargarði (Siggu frænku-garði, sorrí mamma)
Að sækja mjólkina og fara með tómu föturnar í mjólkurhúsið
Að gera piparkökudeig sem aldrei varð að kökum
Að stelast til að byggja baggahús í hlöðunni og fela sig þar með vasaljós
Að halda bú í garðinum með stólnum hans langafa
Að finna útúr uppskriftinni hennar laungu að pönnukökum
Að laumast til að leika í fljótseyjunni
Að mega ekki hjóla lengra en upp að vegamótum
Að spranga í fjósinu
Að kúra með ömmu í sófanum yfir sjónvarpinu
Að grafa í leirgrúsinni fyrir framan Gunnarshús
Að éta öll rifsberin af runnunum í garðinum
Að fá að greiða hvíta hárið á laungu á morgnana
Að keppa í matsboxbíla-akstri á klöppunum í Mögnugarði
Að renna sér niður framrúðuna á "Ísbílnum"
Að tjalda í garðinum en geta ekki sofnað af hræðslu við kóngulærnar
Að láta litlu kálfana sleikja á sér hendurnar
Að vera vakin seint á þorláksmessukvöld til að skreyta jólatréð og dansa í alvörunni í kringum það á aðfangadagskvöld
Að fara í berjamó á Kollinum
Að fela Fritz í tjaldinu og segja hann hafa farið niður að Fljóti
Að sitja á kvöldin og leggja kapal og drekka kakó með ömmu og Kára
...og allt hitt!

Þegar það var upplifelsi að fara með í Kaupfélagið og einu áhyggjurnar sem maður hafði voru af því að fá garnaflækju af að rúlla sér niður brekkuna!


Afhverju getur maður ekki orðið 7 ára aftur?

Engin ummæli: