19. mars 2004

Zato, this is for you...

Jæja, afsakið letina.
Ég sé að sumir óþreyjufullir lesendur eru farnir að frekjast eitthvað og sé ég mér því ekki annað fært en að verða við bóninni og skrifa eitthvað mis-gáfulegt á þessa síðu.

Ástæða letinnar er líklega sú að, eins og ég hef minnst á áður, þá er þessi vefdagbók bara ekkert að standa undir nafni. Það aftur á móti orsakast sennilega af því að þar sem lesendahópurinn hefur náð að breiðast út og farinn að innihalda fólk á hinum ýmsu stigum "need to know"-skalans, neyðist ég til að ritskoða mig all verulega og það virðist takmarka alla tjáningarmöguleika niður í nánast ekki neitt.

Eða kannski er það bara það að allt í einu eru hlutir að gerast sem ekki eiga heima á veraldarvefnum.

Viborg, hinn jóski metrópóll, leynir augljóslega á sér ...


En allavega.....nóg að gerast samt í opinbera hversdagslífinu og sé þess óskað, skal ég færa inn heilu ritgerðirnar um vefnað og útsaum og hvernig maður prjónar hnappagöt á fjóra mismunandi vegu.
Bara nefna það...

Engin ummæli: