Þá er maður kominn aftur til hversdagsins hérna í Viborginni eftir að hafa skroppið heim í örfáa daga.
Þó ástæður ferðarinnar hafi verið jarðarför var þetta notaleg ferð og ég náði að hitta flesta þá sem ég hafði ætlað mér og aukalega nokkra til viðbótar.
Ákveðinn fortíðardraugur skaut til dæmis upp kollinum mér algerlega að óvörum og sá fundur kom ánægjulega á óvart.
Þótti virkilega vænt um það.
Einn þeirra daga sem ég heiðraði landann með nærveru minni tókst mér líka að fjárfesta í óstjórnlega glæsilegu tæki og þessir síðustu dagar eftir heimkomuna hafa farið í að kósa mig með apparatinu og kynnast því betur.
Má ég kynna nýinnflutta sambýliskonu mína: Pfaff 2025
Hugmyndir að gælunafni á dásemdina eru vel þegnar í kommentakerfið, því ég hef enn ekki komið auga á hentugtan möguleika þess efnis og þar sem það nafn sem henni var gefið getur hvorki talist sérlega þjált í munni né hentugt til styttingar þá er ég í nokkurri klemmu hérna. Hmm....
Hef ég fulla trú á því að fröken þessi muni bæta heimilislífið allverulega, koma með ferska lífssýn á heimilið og stuðla að fjölgun notalegra kvöldstunda í höllinni.
Jæja, farin að kynna mér overlocksauma.
Leiter
Engin ummæli:
Skrifa ummæli