19. nóvember 2004

When shit happens

Hafiði tekið eftir því að sumir atburðir verða í raun ekkert raunverulegir fyrir manni fyrr en maður er búinn að segja einhverjum frá þeim? Maður situr einn með sjálfum sér og það er eitthvað gríðarlega merkilegt búið að gerast en enginn til að deila því með....
Talandi um að eitthvað sé nerve wrecking!

Lenti í því að það gerðist smá......og ég var við það að fara yfirum yfir því að það var enginn hjá mér til að sjá það og enginn á msn sem ég gat sagt frá því. Endaði með því að ég sagði halló við alla á msn sem myndu skilja mikilvægi þessa atburðar en enginn svaraði fyrr en ég var að því komin að byrja að reita hár mitt af taugatitringi. Til allrar hamingju var mér að endingu komið til hjálpar og messengerinn fór að blikka í túlbarinu.

Fjúkket! Ég veit ekki hvar þetta annars hefði endað, svei mér þá!
Líklega hefði ég setið hér í mublunni og hægt en ákveðið tapað glórunni vegna þess að svo virðist sem mér sé það lífsins ómögulegt að meðhöndla hlutina í raunheimum fyrr en ákveðin staðfesting er komin á atburðinum. Eina leiðin til að öðlast hana, í þessu tilfelli allavega, var einmitt sú að tilkynna þetta.
Því þá vita það fleiri.
Þá hlýtur það að hafa gerst.
Ekki rétt?

Það versta er þó að ég er sko ekkert að spauga með þetta. Meina þetta í fúlustu alvöru sko. Sko!
Er ég nokkuð ein í heiminum sem er svona létt-geðveik? Anyone?


En nú er þetta frá. Núna er ég viss um að þetta gerðist. Og þá er ég glöð. Jeij! :D

Engin ummæli: