14. september 2004

Óyggjandi niðurstöður

Um daginn átti sér stað samtal yfir msn. Það var eitthvað á þessa leið:

Frænka 1 : svo vinnur hann við xxxx og er með mjög góðar tekjur, er að stofna fyrirtæki með vini sínum, á bíl og er gordjöss
Frænka 1 : what more can you ask for??
Frænka 1 : já og er 26...sem er alveg ásættanlegt held ég
Frænka 2 : fullkomlega - hann hljómar alveg too good to be true
Frænka 2 : er hann sumsé ekki fáviti?
Frænka 1 : ekki svona við fyrstu sýn allavega
Frænka 1 : en við skulum nú gefa honum séns, það er nú ekki útséð um það enn ;)

Frænka 1 : lol
Frænka 2 : úff - tvær brenndar af kynnum sínum af karlmönnum
Frænka 1 : já...mér finnst það eiginlega sjúklega fyndið!
Frænka 1 : á frekar sorglegan hátt.....en engu að síður sprenghlægilegt
Frænka 1 : er ég þá skrítin?
Frænka 2 : já, þetta er það eiginlega
Frænka 1 : lol
Frænka 2
: og nei - þú ert ekki skrítin
Frænka 2 : við erum bara nútímakonur
Frænka 1 : einmitt, já!


Að sjálfsögðu reyndist maðurinn fáviti. Og vér eyðum ekki tíma vorum í fávita!

Alveg er þetta samt gegnumgangandi fyrir þetta kyn.....
Merkilegt!

Eftir ýtarlega ransóknarvinnu í fjölda ára er ég komin með svo miklar heimildir um þetta að ég held ég ráðist fljótlega í að skrifa doktorsritgerð um málið.
Enn hef ég ekki nefninlega ekki rekist á það eintak sem ekki ber þetta með sér af einni eða annari gráðu og er orðin nokkuð viss í minni sök um að sá karlmaður sem ekki ber þennan eiginleika fyrirfinnst að öllum líkindum ekki.
Hef ég yfirgripsmikla könnun á þessu til rökstuðnings nefndri fullyrðingu, sem og framburð og reynslusögur kynsystra minna sem einróma bera sömu sögu af tegundinni.

Fannst bara skylda mín að láta vita af þessu. Víti til varnaðar og allt það.

Fleira er ekki í fréttum að sinni.
Góðar stundir.

Engin ummæli: