Sem er kannski ekki skrítið þar sem ég hef eiginlega ekkert að segja. Ekkert gerst merkilegt í fréttum undanfarið nema jú, starfsmannagleðin á "barnaheimilinu" er yfirstaðin. Ég get bloggað eitthvað um það...
Ég var að vinna laugardaginn fyrir festina og náði því að sofa alveg í 2 1/2 tíma áður en ég þurfti að vakna og mæta í skírn sem var á prógramminu alveg dónalega snemma þennan sama dag.
Mætti engu að síður "eldhress" og uppábúin í kirkjuna og þaðan í veislu sem var alveg hreint til fyrirmyndar í alla staði, enda leyfi ég mér að efast stórlega um að ég hafi nokkurntíman á æfinni borðað eins mikið á einum degi og þennan ágæta sunnudag. Um leið og ég var búin að gera fyrra veisluborðinu skil og komin heim úr skírninni var nefninlega kominn tími til að mæta í hlaðborðið á Chaplin.
Þetta þýddi náttúrulega það, að með allt þetta hreindýrapaté, kalkún, lax, rjómatertur, kjúkling, fajitas og fleira gúmmelaði í maganum, þá tókst mér ekki að verða nema rétt hífuð í staffapartýinu.
Sama hvað ég reyndi...
Skemmti mér engu að síður bara alveg hreint ágætlega með öllum gallafatabarbí-stelpunum og ljósabrúnu Ken-strákunum sem ég er að vinna með, mesta furða alveg hreint. Slógum köttinn úr tunnunni og svona....gaman að því.
Yfirgaf svo staðinn um þrjúleytið með Nico sem fylgdi mér heim þessa 300 metra frá Chaplin. Svona eru þeir miklir herramenn þessir dönsku drengir.
Vísaði honum svo út eftir að hann hafði klárað úr vatnsglasinu sem hann falaðist eftir að launum fyrir að fylgja mér heim og lufsaðist sjálf í háttinn.
Ómægod, ætli ég sé að verða náttúrulaus?? :S
Minntist allavega morguninn eftir þessa gullkorns sem rann uppúr góðvinkonu minni hér um árið og hljómar eitthvað á þessa leið:
"Gredda er góð! Gredda kemur frá gvuuuði!!"
En hann er líklega endanlega búinn að gefast upp á mér...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli