31. desember 2003

Jólin komin aftur.....

Vá hvað ég átti nettan dag í gær!
Fór að sjá LOTR 3....Aftur! Þessi mynd er náttlega bara frábær og mjög góður endir á frábærri trílógíu. Samt.............smá pæling: Hvað á maður eiginlega að gera næstu jól???

Fór eftir myndina og losaði bílinn minn úr prísundinni sem snjókoman hafði komið honum í á einhverju bílastæði í útjaðri borgarinnar...veit hreinlega ekki hvað maður er að þvælast þetta úr hundrað og einum.....það er náttlega einhver geðröskun að gera svoleiðis!

Fékk svo heimsókn um kvöldið og gekk frá málum sem löngu var kominn tími á að gera upp. Mjög ánægð með að hafa klárað það og sýnist á öllu að farsæli endirinn hafi skilað sér.

Í dag vaknaði ég svo eftir neyðarútkall næturinnar aftur í sveitinni en blessunarlega komst ég þaðan í menninguna í þetta sinn án þess að þurfa að blikka einhverja gröfumenn.
Ekki svo að skilja að það hafi ekki ákveðið skemmtanagildi að blikka gröfumenn....... ;)

Er svo bara búin að hafa það ótrúlega kósí í dag, familíuheimsókn og bíóferð og við diskódísin búnar að ganga ótrúlega frelsaðar bæði upp og niður laugaveginn í kvöld í góða veðrinu.

Gott að byrja nýja árið svona!

27. desember 2003

Jólin

Komin og farin!
Stoppuðu stutt þetta árið.
Til hamingju með þau samt allir!

Kaffi eru náttlega bara brill !!

Tími opinberunarinnar er upprunninn...

FOKK!!

21. desember 2003

Ég er komin heim í heiðardalinn.....

...ég er komin heim með slitna skó,
komin heim til að heilsa mömmu,
komin heim í leit að ró.

12. desember 2003

Ein ég sit og sauma...

Ég er senst búin að sitja í allan dag uppá skóla, ein, í maraþon-saumaskap!

Núna, tveimur krögum, einum vasa og korseletti síðar er ég komin heim, gjörsamlega að niðurlotum komin.....já, það tekur á að handsauma hnappagöt, reikna út skáhorn og gera vasa með loki ef vel á að vera, skal ég segja ykkur!
Þetta er sko ekkert grín!

Afrekaði nú engu að síður að baka mér köku í kvöldmatinn þegar ég kom heim núna áðan því það var ekkert annað til í kotinu...dugnaðurinn er náttlega alveg með eindæmum á þessu heimili, ekki hægt að halda öðru fram ;)

Önnur eins lota framundan á morgun og í kjölfar hennar, matur með Erlu og áfengisafgreiðsla fram á rauða nótt. Lifi sollurinn..... og allt það þjórfé sem honum fylgir.

Jæja, kominn tími á draumalandið....er samt einhvernvegin nokkuð viss um að mig eigi ekki eftir að dreyma annað en títuprjóna og tvísaumsermar......hrmpff!

8. desember 2003

12 dagar í jólafílinginn!

Jæja, nú fer að líða að því að ég fari að hlakka til jólanna. Planið er að hefja tilhlökkunina um kvöldmatarleytið þann 20. desember næstkomandi, eftir lendingu á Íslandi og forsýningu á LOTR í boði litla frændans.

Fram að því er því miður ekki tími fyrir jólaspenning því það er of tímafrekt að hlakka til flutninganna sem áætlaðir eru þann 18. þessa mánaðar og IKEA-ferðarinnar sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfar slíkrar umpólunar.
Ótrúlegt hvað er hægt að gleðjast yfir gardínukaupum!

Annars er lítið að frétta.....dagurinn loksins að kveldi kominn og annar í ammæli mættur á svæðið. Tók því rólega í dag og gerði mest lítið en skálaði í tilefni þessara merku tímamóta í margföldum CC í kók í boði Housum og Jens í vinnunni í nótt.
Fékk mér líka köku.
Gleði!
Vei!
Ojjjj!
Langar ekki að vera tuttugogfjögra........þetta er næstum að eyðileggja fyrir mér gardínukaupin, ég get svo svarið það!!

2. desember 2003

Ný könnun...

Könnunin að þessu sinni er tileinkuð karlpeningnum...

Diskódísin, this is for you...

Og þú getur kosið eins oft og þú vilt!!! ;)

28. nóvember 2003

Oh, happy days.....

Nú er það orðið opinbert....Híbýli syndanna og Höll saumalandsins er fundin!! Þann 15. desember fæ ég afhenta lyklana að nýja HÚSINU mínu í miðborg Viborgar, borgar frelsisins!!

Aðstaða er þar að sjálfsögðu öll til fyrirmyndar og pláss fyrir hin veglegustu baðherbergis- og eldhúspartý ásamt almennari veisluhöldum, að sjálfsögðu. Garðurinn er einnig hinn ákjósanlegasti jafnt sem vettvangur grillveislna og annarra hátíðahalda svo og sólbaða þegar veðurfar vænkast með vorinu.

Þegar tími gefst frá önnum sódómunnar verður plássið hinsvegar nýtt undir hinar ýmsustu hannyrðir og mun mig verða að finna á sómasamlegri tímum sólarhringsins við prjónaskap, útsaum og almenna uppbyggingu heimanmundarins eins og sannri dömu sæmir.

Já, og svo er ekki seinna vænna en að byrja að nýta húsmæðraskólanámið og hefjast handa við að grafa upp uppskriftir af kringlum og smákökum og öðru bakkelsi og sætabrauði ef ég á að geta staðið undir því að búa við Nørregade......Jebbs, mér er hreinlega ekki til setunnar boðið!

Sæl að sinni

27. nóvember 2003

Mannanafn vikunnar

Hér með biðst ég velvirðingar á þeirri seinkun sem orðið hefur á uppfærslu vikulega dálksins hér á síðunni.

Af óviðráðanlegum örsökum svo sem dauðum hörðum diski og eftirköstum þess hefur það því miður dregist að setja inn nýtt mannanafn þar til nú. Þykir undirritaðri þetta mjög leiðinlegt í ljósi þess að svo virðist sem beðið hafi verið eftir uppfærslunni með nokkurri óþreyju og hafa lesendur látið í ljós óánægju sína með vanrækslu þessa.
Innilegri afsökunarbeiðni er hér með komið á framfæri og mun ég leggja mig alla fram við að láta þetta ekki koma fyrir aftur.

Hef ég sett inn sérstakan gullmola að þessu sinni til friðþægingar lesendum og ólíkt fyrri nöfnum sem hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að prýða síðuna þá stendur þetta nafn alveg eitt.......og vel það!
Too good to be true??.......ónei!

Ykkar einlæg, Skrimsla

19. nóvember 2003

Status report frá Höfuðgötunni...

Jæja, þá er ég senst komin aftur í netsamband eftir allt of langa fjarveru! Eins og glöggir hafa tekið eftir hef ég hvorki verið á msn né bloggað síðan á laugardaginn í síðustu viku því einmitt þann dag tók ástkæri harði diskurinn á elskulegu tölvunni minni uppá því að neita að hlýða!

Þessa síðustu viku er ég senst þar af leiðandi búin að vera í stöðugu símasambandi við tölvunörda Nýherja og Jonas Rasmussen, góðvin minn á IBM-verkstæðinu í Kaupmannahöfn.
Sá ágæti maður tók við tölvunni minni til viðgerðar á föstudaginn og rukkaði mig litlar 1200.-DKR fyrir stýrikerfi á dönsku og þær upplýsingar að mótorinn í harða disknum mínum sé ónýtur og öll gögnin mín að eilífu glötuð! Takk fyrir það, Jonas. Þú ert öðlingur!!

En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og ljósi punkturinn í þessu öllu saman var sá að ég lagði í skreppitúr með Erlu til Kaupmannahafnar og náði að sjá englana mína í mýflugumynd þó ég hafi líklegast ekki verið skemmtilegasti gestur í heimi, algerlega úrvinda eftir 39 tíma vöku og sorgmædd yfir tölvumálunum öllum.
Sneri súrheitunum reyndar við í lestinni á laugardaginn og tókst að lækka nokkuð vel yfirborðið á áfengisbirgðum Sjálands með Helga sem sýndi okkur stöllunum skemmtanalíf Holbæklinga um kvöldið. Í þeim ágæta bæ tókst okkur að sjálfsögðu að dansa frá okkur allt vit og rænu með óvenju miklum glæsibrag áður en við lögðumst til svefns í villunni við Veg hins villta garðs.

Núna er ég svo komin aftur heim í holuna mína með tóman harðan disk en þó blessunarlega endurtengd við umheiminn. Annað kvöld mun svo nýji besti vinur minn hjálpa mér við að hlaða inn á tölvudrusluna Windows XP á mannamáli og öðrum nauðsynlegum tólum til að lifa vistina í Skals af þar til að Híbýli syndanna finnst í Viborg. Vonandi verð ég því búin að taka gleði mína á ný fyrir helgi.

Lifið heil, skrimslan

7. nóvember 2003

Könnun

Jæja, niðurstöður fyrstu könnunarinnar eru semsagt komnar í hús.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu eru á þeirri skoðun að lukkan sé eftirsóknarverðari en kúlið!!!

Sá á fjölda kjósenda að möguleikinn á því að einhverjir utanaðkomandi aðilar sem ég ekkert þekki hafi kosið er sama og enginn og sú staðreynd vekur mig óneitanlega til umhugsunar.....
Hverskonar fólk er það eiginlega sem maður þekkir??

Nei, ég bara spyr?
Finnst þetta náttlega algerlega ótækt viðhorf og sé fram á að þurfa að endurskoða allverulega vinahópinn eða hrinda í framkvæmd róttækum heilaþvotti á þessu liði.

Já, svei mér þá!

Annars er náttlega komin upp önnur könnun í stað hinnar og þar með annar möguleiki á að bæta ráð sitt og kjósa rétt.

....og koma svo!

Ísdrottningin

5. nóvember 2003

Mannanafn vikunnar!

Jæja, þá er komin sú ægilega nýbreytni hér á síðuna að vikulegur dálkur hefur hafið göngu sína frá og með síðustu viku.

Öll nöfn sem hér birtast eru tekin úr mannanafnaskrá (nema annað sé sérstaklega tekið fram) og eru því bæði lögleg og leyfileg þó deila meigi um smekklegheit þeirra, og er hverjum og einum frjálst að nýta sér þær hugmyndir að samsetningum sem gerðar verða opnberar hér á síðunni.
Því hvet ég lesendur til að fylgjast vel með!

Vil taka það fram að þó að sum þeirra nafna sem koma til með að birtast í þessum dálki séu sett saman af jors trúlí (t.a.m. nafn síðustu viku), þá ER faktískt eitthvað eymingjans stúlkubarn sem ber nafn þessarar viku!!

Einnig ef verða á vegi lesenda sérlega athygliverð nöfn sem gefa sting fyrir hjartað eða glott út í annað, má endilega senda mér þau og ég skal gera mitt besta til að koma þeim fyrir sjónir þess forréttindahóps sem les þessa síðu.

Njótið vel...

2. nóvember 2003

ehhhh já.........einmitt!!!

Men!! maður á sko ekki að blogga fullur... það er alveg ljóst
Er samt ekki alveg að standa við það sko....
Gaman í kveld (með norskum hreim)
Partý í Bakkahúsinu

Vá hvað ég átti merkilegt samtal í gær....sumir eru feimnir...gerði ekki ráð fyrir því ....
Aðrir eru ekki feimnir....
sjitt lífið er erfitt

Held að ég sé endanlega að snappa!!

er komin í félag útaf þessu.....og öðru......góðar vinkonur eru gulli betri...
Diskódísin:.....jú ar a darlíng!!!

28. október 2003

Naunaunaunau!!! Allt að gerast...!

Jæja, núna er búið að setja allt í gang í planinu ógurlega og ekki lætur árangurinn á sér standa. Get núna strokað vinnuleit af listanum því að sjálfsögðu var ég ekki lengi að sannfæra Brian beibí um að ég væri einmitt manneskjan sem hann alltaf hafði vantað á barinn hjá sér!

Finna vinnu......CHECK!

Þá eru íbúðamálin næst á dagskrá. Fór að skoða tvær íbúðir í dag en hvorug þeirra hentaði framtíðarlífstílnum sem ég hef hugsað mér að koma mér upp. Önnur var allt of lítil og hin allt of ljót. Arg! Held áfram leitinni að Höll Saumalandsins á morgun. Fer þá að skoða íbúð við Stærri götu hins heilaga Hans...haldiðekki að það væri fínt að búa þar?
Sjáum til....

Fleira er ekki í fréttum að sinni. Góðar stundir.



Kúl !

Ætla nú ekki að fara að fylla bloggið með einhverjum endalausum próf-niðurstöðum en af augljósum ástæðum stóðst ég bara ekki mátið með þetta:



vamp
You are Form 9, Vampire: The Undying.

"And The Vampire was all that remained on
the blood drowned creation. She attempted to
regrow life from the dead. But as she was
about to give the breath of life, she was
consumed in the flame of The Phoenix and the
cycle began again."


Some examples of the Vampire Form are Hades (Greek)
and Isis (Egyptian).
The Vampire is associated with the concept of
death, the number 9, and the element of fire.
Her sign is the eclipsed moon.

As a member of Form 9, you are a very realistic
individual. You may be a little idealistic,
but you are very grounded and down to earth.
You realize that not everything lasts, but you
savor every minute of the good times. While
you may sometimes find yourself lonely, you
have strong ties with people that will never be
broken. Vampires are the best friends to have
because they are sensible.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

27. október 2003

testing testing....

Haukur Laukur Sparibaukur

26. október 2003

Dauði og drepsóttir.......grrrrrrrr!!!

Ég á, fjandinn hafi það, eftir að skjóta mig í hausinn hérna ef ég kemst ekki úr þessu helvítis krummaskuði fljótlega!!

Núna er planið að :

a) Kaupa bíl svo ég geti ferðast milli Skals og Viborgar og rúntað að vild svo ég missi ekki vitið!

b) Fá vinnu á einum af 3 börunum inní Viborg svo ég geti fengið skrifað, hrunið í það og drekkt sorgum mínum yfir að búa í þessum gvuðsvolaða útnára sem Jótland er!!

c) Finna íbúð í Viborg svo ég geti labbað heim til mín af maraþon-tjúttinu í stað þess að það kosti mig hönd og fót með leigara til smábæjar dauðans, þegar ég vil ekki einusinni fara þangað!

Sem afleiðingu af þessu á ég náttlega eftir að setja mig endanlega á hausinn, þannig að ef einhverjir velviljaðir ríkisbubbar/milljónamæringar lesa þessa síðu og eru til í að bjarga geðheilsu minni með fjárframlögum, þá endilega hafið bara samband á kommentakerfinu og reikningsnúmerið mitt verður sent um hæl.

Með fyrirfram þökk og góðar stundir,
Skrímsla

25. október 2003

...og þar hafið þið það! hmm.....

Enneagram Test Results
Type 1 Perfectionism |||||||||| 40%
Type 2 Helpfulness |||||||||||||| 51%
Type 3 Ambition |||||||||||| 50%
Type 4 Sensitivity |||||||||||||| 54%
Type 5 Detachment |||||| 24%
Type 6 Anxiety |||||||||||| 41%
Type 7 Adventurousness |||||||||| 31%
Type 8 Hostility |||||||||||| 48%
Type 9 Calmness |||||||||||||| 55%
Your Conscious-Surface type is 9w8
Your Unconscious-Overall type is 1w2
Take Free Enneagram Personality Test

Conscious self
Overall self
Take Free Enneagram Personality Test

24. október 2003

Nobody puts Baby in a corner!!!!!

Æ, hvað það var gott að vera til í fyrradag!

Við Erla röltum um í stórborginni Viborg og vindósjoppuðum af miklum móð í skítakuldanum sem nú er í Danaveldi. Hetjurnar við! Endaði reyndar með því að Erla sveik lit og fjárfesti í agalega skæslegu pilsi en ég hélt fast um budduna og við þá ákvörðun að fara nú aðeins að draga saman í öllum fjárútlátunum sem búin eru að "koma fyrir mig" síðustu vikur og mánuði. :/ Er agalega stolt af sjálfri mér!!
Eftir að hafa afsjoppað okkur á eina kaffihúsinu í Viborg og skolað niður einum bjór (ég) og heitu súkkulaði (Erla) örkuðum við í villuna við Sjálandsgötu og dóum úr þreytu!

Að deyja úr þreytu er að sjálfsögðu, eins og allt annað sem við stöllurnar tökum okkur fyrir hendur, gert með stæl! Við semsagt hlömmuðum okkur í sófann, breyddum yfir okkur teppi, komum okkur vel fyrir og ýttum á "play". Klassíkerinn "Dirty dancing" rúllaði svo næsta einn og hálfa tímann og hlýjaði okkur um hjartaræturnar, tærnar, fingurna og flest annað :) Lífið er ljúft þegar maður getur bara slappað af og horft á Patrick Swayze beran að ofan!

Þvílík dásemd sem þessi mynd er!!! Hefðum hreinlega getað spólað til baka og horft á hana aftur ef tíminn hefði ekki verið að hlaupa frá okkur. En plokkfiskurinn eldar sig ekki sjálfur, því er nú ver og miður.

Átum svo á okkur gat og restina í hádeginu í gær...Mmmmmmm!

Afhverju getur lífið ekki bara verið "Dirty dancing" og plokkfiskur....?

21. október 2003

Ojjj....

Lífið er vont þessa dagana! Hlutir gerast sem maður vildi að hefðu ekki gerst og svo gerir maður sjálfur hluti sem maður átti ekki að gera eða var ekki tilbúinn til. Samviskan alltaf að taka yfirhöndina og skilur mann eftir með sárt hjartað án þess að maður fái undirbúið sig.
Kannski er það samt bara hollt fyrir mig svona einu sinni að vera ekki búin að undirbúa mig fyrir að hrinda í framkvæmd skynsamlegri ákvörðun.....hmmm

Allavega, núna sit ég senst heima og hangi á netinu, ekki búin að borða neitt né sofa neitt af viti í 2 sólarhringa og velti mér uppúr því hvað það sé ömurlegt að vera skynsamur og samkvæmur sjálfum sér.

En það eru góðir tímar framundan...plokkfiskur á morgun hjá Erlu og vonandi ægilegt fyllerí um helgina.

Gaman...

10. október 2003

Sparnaðarleið

Ég var spurð að því um daginn hvernig það væri nú með öll þessi krem sem konur fjárfesta í og smyrja á sig villt og galið....kostaði þetta ekki hönd og fót?? ....það væri andlitskrem (að sjálfsögðu bæði dag- og næturkrem), boddílósjon, fótakrem, augnakrem og handáburður að ógleymdum naglabandaáburðum og fyrir og eftir ljósabaðakremum svo fátt eitt sé nefnt...

Jú, ég gat nú ekki annað en samþykkt að þetta kostaði nú sitt en hélt þó uppi þeirri sannfæringu minni að hvert þessara krema væri engu að síður alveg bráðnauðsynlegt og liður í því að halda í draumaprinsinn ef svo ólíklega vildi nú einhverntíman til að við findum hann....til lítils væri það nú að líta skítsæmilega út ef ekkert nema hreistur væri undir öllu sparslinu!!

Viðmælandi minn gat nú ekki annað en séð lógíkina í því en sat hugsandi lengi fyrir hönd okkar kvenna með sparnaðarhugmyndina að leiðarljósi þar til að allt í einu lifnaði yfir honum og hann kom sigri hrósandi með þessa gullnu tillögu:

"Er ekki bara hægt að framleiða eitt svona season-all krem???"

umhugsunarvert.......

29. september 2003

Það er gott að eiga góða að...

Það er náttlega snilld að eiga frændur!! Því fleiri, því betra....sérstaklega þegar þeir eru með bíladellu á háu stigi eins og Selfyssingurinn!

Skrimsla: Já, ég veit nú samt ekki hvort ég næ að kíkja til ykkarí fríinu, ég verð ekki með bíl eða neitt :(

Selfyssingurinn: Það eru nú til bílar

Skrimsla: Nú, áttu einn auka handa mér?

Selfyssingurinn: Já, ef þú vilt þá get ég alveg lánað þér bíl

Skrimsla: Bíddu, eigið þið allt í einu 3 bíla??

Selfyssingurinn: Nei, fjóra


Þar með var því slegið föstu og skrimslan getur verið frjáls eins og fuglinn í fríinu sínu.

Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil.... tataraddaramm.. :)

27. september 2003

Uppáhalds...

Báruljóð

Lítill kútur
lék í fjöru
og hló,
báran hvíta
barnsins huga
dró

Langrar ævi
yndi og vos
á sjó,
báran svarta
bylti líki
og hló

-Einar Bragi

25. september 2003

14 dagar í heimkomu...

...need I say more...

24. september 2003

Vefarinn mikli lagstur í pest

Ekki örvænta....ég er enn á lífi!!

Ekki nema naumlega þó....ligg eins og aumingi, lasin með einhverja óskilgreinda pest eða vírus sem læknirinn getur ekki fundið útúr! Fór heim frá honum í dag með leiðbeiningar um að liggja fyrir og bryðja verkjatöflur eins og smartís þangað til upplýsingar um sjúkleikann fást úr öllu því blóði sem maðurinn tappaði af mér í morgun. Þær fást hinsvegar ekki fyrr en á föstudaginn sem þýðir að þá verð ég búin að liggja í heila viku án þess að hafa hugmynd um hvað er að mér!! Dásamlegt alveg!!

Og að sjálfsögðu á besta tíma eins og alltaf. Ég sem er bókstaflega búin að búa uppá skóla síðustu vikur og vefa eins og vitlaus manneskja til að geta skilað verkefninu mínu á réttum tíma (réttur tími er senst í dag!) fæ að sjálfsögðu pest og allt fer fjandans til. Ojj ojj og aumingja ég!

Annað er nú ekki mikið í fréttum nema jú, frestur til að næla sér í krónprinsinn rennur út 8.október! Djö...og ég sem er veik og hef þar af leiðandi ekki orku í að sinna þessu. Jæja, hann giftist mér þá bara til vinstri í staðinn.........að vera danadrottning er örugglega skítadjobb!

....og ég frábið mér öll komment um refinn og berin!

19. ágúst 2003

Juminn!!

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum á ég eftir að lifa hamingjusöm til æviloka! Stelpurnar neyddu ofaní mig kaffibolla um daginn í einhverju ægilegu spádómsæði sem helltist yfir þær og spáðu svo eins og óðir kuklarar fyrir mér í dreggjarnar eftir að ég var búin að blása og hringsnúa bollanum eftir öllum kúnstarinnar reglum. Og viti menn! Ekkert nema gleði og hamingja í bollanum! Vei!
Er að sjálfsögðu að hugsa um að trúa þessu öllu saman og lifa í þeirri vissu héðan af að ég eigi eftir að veltast um í einskærri hamingju og gleði til enda minna daga! Ákvað allavega að vera ekkert að storka örlögunum og skolaði þeim samviskusamlega niður með meira kaffi úr bollanum. Ughh! Það sem maður gerir ekki fyrir lukkulegheitin...

18. ágúst 2003

Orsök og afleiðingar

Laugardagskvöld...í augljósu ástandi...

Heyrðu, grillveisla íslendingafélagsins í Skals lukkaðist hreint svona stórvel og nú sitjum við Anna og Erla uppábúnar og skellum í okkur síðustu sopunum að sið íslendinga áður en bíllinn kemur og ferjar okkur diskódísirnar inn í Viborg. Þar mun vitleysunni ótrautt haldið áfram. Ómögulegt að eyða glæsilegheitunum á Skalsbúa, það er nokkuð ljóst!

Amadeus, Poison og Dolly er búið að hljóma í eyrunum í kvöld ásamt Hoffmannshnefa í trúbadorútgáfu Óskars og síðast en ekki síst Billy don´t be a hero. Þokkalega skitsó stemmning það! Úff!
Öllu svo rækilega skolað niður með rausnarlega skenktum Mojito-kokteilum að hætti Erlu sem ber þar af leiðandi alla ábyrgð á ástandi okkar Önnu og þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér!
Stefnan er tekin á Crazy Daisy, sjitt hvað þetta er aumkunarvert....ég meina hvaða staður heitir Crazy Daisy??? Vá!


Þarna kom senst bíllinn og rauða málningin var rifin fram með það sama....
Fyrir barðinu á okkur varð víst ekki einungis Crasy Daisy, heldur líka bæði Dickens og Lola´s og ótæpilegt magn áfengis innbyrt á öldurhúsum þessum. Hvernig öðruvísi lifir maður svona af, ég bara spyr....

Minnist þess þó ekki að hafa straujað kortið mitt nema bara í leigaranum....Humm......

Núna er ég svo algerlega gegnsæ úr þynnku. Ennþá! Ojj! Er varla búin að geta komið niður bita af mat, sturturnar virðast hafa haft lítil sem engin áhrif á ferskleikann, eða réttara sagt skort á honum og til að toppa alltsaman þá er tölvan mín með vírus! Hrmpf...

12. ágúst 2003

Jarðarfaralag vikunnar

"If you don´t know me by now"
--Simply Red

Kaupkvennahöfn

Þá er ég aftur komin í samband eftir internetleysi síðustu daga.

Skellti mér með hinum hannyrðatróðunum í agalegan dömutúr til höfuðborgarinnar á fimmtudaginn og er búin að fara hamförum í kóngsins Köben alla helgina. Arkaði samviskusamlega milli safna, tískusýninga og bróderíbúða eins og duglegri skólastúlku í túristaleik sæmir, en eftir ágætis skammt af námstengdu rápi og menningarlegum skoðunarferðum, tók óumflýjanlega sjopping-æðið við (þerapía af hæsta klassa....á eftir rúnti að sjálfsögðu).
Reyndar var veðrið ekki alveg eins og best verður á kosið, 30 stiga hiti og molla (lesist eins og dolla) og frekar lítið heppilegt til búðarráps. En mín lét það sko ekki á sig fá og sjoppaði ótrauð áfram! Sönn hetja ég!

Eftir að hafa þrammað algerlega óstöðvandi um helstu verslunargötur borgarinnar og leitað skjóls í loftkældum verslunum, eytt svívirðilega mörgum peningum og bætt fleiri bleikum í safnið, lagðist ég örmagna á ströndina á sunnudeginum í örvæntingarfullri von um að freknunum fjölgaði það mikið að þær rynnu saman og ég gæti státað af fögru gullinbrúnu litarafti.
En neibbs. Ekki varð það úr frekar en fyrri daginn en ég er þó allavega hætt að lýsa í myrkri. Sem er alltaf jákvætt. Í þau fáu skipti sem það gerist.

Alveg er verið að svíkja mig um öll þessi ítölsku gen sem ég hélt ég ætti rétt á!! *bölv og sótbölv*

7. ágúst 2003

Highway to hell.... nei, ég meina Skals...

Jæja, ég kom úr vélinni og ekki tók þá betra við....beið í næstum 2 tíma eftir helvítis töskunni minni (sem er kannski ekki að undra, komin til lands þar sem endalaust afslappelsi ræður ríkjum og yfirvinna er hugtak sem ekki þekkist hjá öðrum fyrirtækjum en þeim sem hafa íslendinga í vinnu hjá sér) og þarmeð var allt andlegt stabílítet flogið út um gluggann.

Sem afleiðingu af því held ég að ég hafi talað aumingja Valla í bólakaf yfir matnum og bjórnum á strikinu. :( Hellti yfir hann pistlinum um mótlæti heimsins og ömurlegheit Jótlands og ýmislegt fleira misgáfulegt sem ég hef skynsamlega blokkerað úr minni mínu. Ég held hann hafi endanlega sannfærst um ættgenga geðsýki familíunnar!

Note to self: Tala til að gleyma.......Virkar ekki! Dem!!!

Bjargvætturinn tók svo á móti mér rétt fyrir miðnætti, kjúsin mín vöktu mig á mánudeginum og mín hélt áfram helförinni með trossu rétt fyrir hádegið. Og svo í aðra trossu. Og svo í strætó. #%$&#%$&#Q% grrrrrrrr....... Komin til Skals.

Ég get svo svarið það, það dó eitthvað inní mér þegar ég gekk hérna inn úr dyrunum......


4. ágúst 2003

Helför.is

Jæja, þá er ég komin aftur til smábæjar dauðans og það bæði gegn vilja mínum og 20þúsund kalli fátækari! Hefði átt að stríða sumum aðeins meira á því að hafa misst af fluginu heim frá útlandinu um daginn.....

Mín var senst í ammæli hjá Sigga Palla á laugardagskvöldið og verandi gjörsamlega að farast úr súrheitum og öðrum fylgikvillum þess að vera að yfirgefa landið ástkæra.....lá það í augum uppi að það eina skynsamlega í stöðunni væri að drekkja sorgum sínum í Viking (Tuborg var náttlega alveg off!), því með réttu ráði færi ég ekki út á Keflavík þá um nóttina.
Mistökin sem ég gerði voru hinsvegar ekki þau að leggja höfuðið í bleyti, heldur að leggja það á koddann síðar um kvöldið og telja mér trú um að það væri stórgóð hugmynd að fara ekki rorrandi á völlinn. Men!...was I wrong!! Rankaði svo við mér rétt um það leiti sem vélin fór í loftið.......gildir forfallatryggingin ekki örugglega ef maður er ofurölvi???

Er núna að vinna að því hörðum höndum að sannfæra mig um að þetta hafi verið örlögin sem tóku í taumana og vélin hefði örugglega farist með öllum innanborðs ef ég hefði verið með....og með því að missa af henni hafi ég ekki einungis bjargað ótal mannslífum heldur einnig komið í veg fyrir stórtap hjá Iceland Express! Fær maður ekki smá kredit útá það? Frítt flug tildæmis? Heiðursskjal jafnvel?? Skrifa þeim á morgun og læt þá vita af þessu.

Einhvernvegin dröslaði ég mér samt út á Loftleiði og tók rútuna upp á Keflavík. Var rétt búin að hætta við og hefði eflaust rokið útúr rútunni ef Valli hefði ekki sest við hliðina á mér í gangsætið og þannig komið í veg fyrir að ég gæti stokkið fram, stoppað bílstjórann og hætt við alltsaman á nóinu. Bölvaði honum í hljóði og horfði löngunaraugum á rauða hamarinn við rúðuna alla leiðina til Keflavíkur.

Með sígó og súkkulaði í poka og sannfærð um það að sálufélagi minn, Gunnar, hringsnerist í gröfinni, gekk ég svo í vélina.

.........framhald síðar.........

1. ágúst 2003

Eins og talað útúr mínu hjarta.....

"Líkamsrækt er ekkert nema uppa-útgáfan af lotugræðgi!!"
-manekkihver

ehh....

Það læðist að mér ískyggilegur grunur um að ég eigi eftir að sjá eftir að hafa póstað þessa síðustu færslu..... :/

Ég er með kenningu...!

Ég fór sko á Hverfisbarinn á föstudagskvöldið síðasta með Helga og Stebba .....já, ég veit….það er eitthvað mjööög undarlegt við þessa fullyrðingu en þetta er engu að síður raunin!!.... Hef sko aldrei komið þar inn fyrr og leyfi mér að efast stórlega um að ég muni nokkurn tíman leggja leið mína þangað aftur ....leið doldið eins og í einhverri undarlegri vísindaferð eða boðflennu á árshátíð allra sólbaðsstofa í bænum! Ég get svo svarið það, maður varð bara hræddur!!

Eníhú….á nefndum bar mótaðist þessi kenning mín sem felur í sér þá sannfæringu að sú tíska sem nú virðist vera við völd hjá kvenþjóðinni, að ganga í svona lághæla skóm eða skóm með ekki nokkrum hæl vottsóever, stuðli hreinlega ótvírætt að aukinni ölvun þeirra stúlkna sem fylgja henni!
Þetta gefur náttúrulega augaleið þegar maður hugsar málið aðeins nánar…..það er ekki nema rökrétt að komast að þessari niðurstöðu því fólk hlýtur að sjá, að “dama” áttar sig mun fyrr á eigin ölvun þegar hún er á háum hælum þar sem jafnvægisleysið fer jú talsvert fyrr að segja til sín á pinnahælum en á lágbotna skóm! Augljóst!!…..ekki satt??

Að þessum niðurstöðum fengnum vil ég því að sjálfsögðu hvetja allt kvenkyns til að sjá sóma sinn í því að klæðast eingöngu háum hælum þegar þær leggja leið sína út á lífið, þ.e.a.s. ef ætlunin er að innbyrða áfengi af einhverju tagi og planið er að komast skammlaust frá því.….. ;) ehemm....ekki svo að skilja að þetta komi eitthvað í veg fyrir að maður skandaliseri, en þá er þó alltaf hægt að leika Pollýönnuleikinn og hugga sig við það hversu mikið verra ástandið hefði verið ef skótauið hefði verið af hinni hælalausu tegund! ;)

Eftir að hafa póstað þessa færslu á veraldarvefnum hef ég því tekið þá ákvörðun að geta samviskulaust álitið hverja þá stúlku sem er ofurölvi á lághæla spariskóm annað af tvennu :

a) með greind undir stofuhita (hún hefur haft takmarkalausa trú á sjálfstjórn sinni á drykkjusviðinu og ekki staðið undir því)
b) glyðru (henni er alveg sama)

....og þar af leiðandi vorkennt þeim öllum agalega án nokkurs samviskubits yfir að vera með fordóma!!

25. júlí 2003

The hills are aliiiiive.........with the sound of muuuusic.....!!!

Var rétt í þessu að fá bestu ammælis- og jólagjöf í laaangan tíma!!….ehemm…já eða síðan um síðustu jól. Sú gamla klikkar sko ekki!

Gríman var senst að enda við að panta sér far heim í haustfríinu og mun því eiga nokkra ljúfa daga á Íslandinu í slyddu og roki í byrjun október! Mmmmm…… Rúsínan í pylsuendanum er svo að sjálfsögðu sú að þá er ég heima á ammælisdegi flóttakonunnar!! :D Ætli hún verði annars á landinu þá?? :/ Æ miss jú hon! *snöft*

Fyrst ég var svo að panta flug á annað borð, dreif ég fram visakortið og voila!, búin að afgreiða jólaflugið líka! Langar bara að syngja og dansa og byrja að telja niður dagana! 77 dagar í haustfríið.....148 í jólafríið!! Getur maður ekki einhversstaðar keypt jóladagatal eða eitthvað þvíumlíkt með 77 súkkulaðimolum?? Já, eða 148? Anyone…?

24. júlí 2003

Gaman að vera til....

Þetta er búið að vera gott kvöld! ...og reyndar ekkert síðri dagur. Náði loksins að útrétta mest af því sem ég þurfti fyrir helgina og komandi reisu til útlandsins, þannig að planið er að hafa það næs.......nei ég meina huggulegt ;) þessa fáu daga sem ég á eftir hér á skerinu.

Eftir að hafa farið og sótt lyklana að íbúðinni sem ég ætla að passa (happy happy joy joy!!), ákvað ég að gerast óábyrg í fjármálum og er nú stoltur eigandi fatnaðar sem passar á mig......sem er alltaf plús! Sem lógíska afleiðingu af því lagði ég svo leið mína í bankann og betlaði meiri pening útúr Hansínu minni. Djöfull er gott að þekkja fólk sem segir við mann með bros á vör: “Meiri pening? Já, ekkert mál...verður komið eftir 10 mínútur.” :)

Í kvöld er ég svo búin að vera að heimsóknast hjá Séra Sigurvin og frú Dóru og kíkti að lokum á kaffihús með Tótlunni. Vorum alveg að fíla okkur í 14 ára gírnum en eins og allir vita samanstóð áhugamálalistinn þá af “að hanga með vinunum, djamma, strákum, fara í bíó og ferðalögum”. Pennavinadálkur Æskunnar hreinlega bliknaði í samanburði við þessar samræður! Semsagt, mjög kósí. Það er nebblega þannig að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sú staðreynd að vinir manns eru á sama landi og maður sjálfur er bara besta tilfinning í heimi!

Jæja, núna eru B-manneskjutendensarnir í mér að taka yfirhöndina, best að koma sér í holuna og reyna að vakna áður en iðnaðarmennirnir mæta klukkan 8 og fara að gægjast inn um gluggana. Ciao

21. júlí 2003

Táp og fjör og Tunglvöðlur...

Múnbúts klikka ekki….það er nokkuð ljóst! Það verða kvöld eins og laugardagskvöldið sem halda í mér lífinu þegar útlegðin í Danaveldi brestur á! Það var að sjálfsögðu dansað og drukkið og djammað eins og endranær og má sjá myndir því til staðfestingar í gallerýinu hans Stebba. Maður er víst hvergi óhultur fyrir honum og digitalvélinni ;)

Undir morgun að tjútti loknu var svo tekinn taxabíll með Ellen og ástarbirninum. Ég kann vel við Ellen ;) ....... Mmmmmmmm…….*fliss*

Eftir 5 tíma svefn mætti mín svo galvösk í vinnuna í gær og ótrúlegt en satt leið mér eins og ég hefði sofið í 10 tíma og aldrei smakkað vín! Sem var kannski eins gott þar sem fjölskylduboð var á dagskránni seinna um daginn....
Engu að síður hlaut nú að koma að skuldadögum og í dag er ég senst búin að sitja ótrúlega tussuleg eitthvað í vinnunni og velta fyrir mér hvernig í ósköpunum ég varð mér úti um marblett inní lófann!?!?... og öðrum álíka innihaldsríkum pælingum ;)

Laugardagur 19.júlí 2003

Er búin að vera ægilega dugleg........rúllaði ógurlegu magni af sushi upp fyrir fimmtugsafmæli móður minnar og stjúpa bæði í gær og í morgun! .........ehh.........já, þetta voru nú eiginlega öll duglegheitin en sama er!

Er svo búin að sitja útí garði í boðinu síðan ég kom heim úr vinnunni en þar er flíspeysufílingurinn alveg búinn að ná yfirhöndinni og berfættu dömurnar í sandölunum og sumarkjólunum eru allar búnar að vefja sig teppum og sængum og gefast bara ekki upp þó móti blási!!!

Miðvikudagur 16.júlí 2003

Það er gaman að rúnta! Það er gott að rúnta! Ég er búin að komast að því að það er ótrúlega þerapútískt að rúnta!!

Þriðjudagur 15.júlí 2003

Hvernig í ósköpunum tekst mér að koma mér í svona mikið vesen???? Ég bara skil þetta ekki, verð nú bara að segja það! Hvaða vesen það er, á hinsvegar kannski ekki alveg heima á veraldarvefnum, allavega ekki eins og staðan er í dag, sem gerir það að verkum að þetta blogg er engan vegin að virka eins og sú útrás sem það átti að vera! Súrt að verða að ritskoða sjálfan sig en það er víst ekki mikið hægt að gera við því.....
Djöfull sakna ég þess að hafa ekki Edinborgarflóttakonuna til að sitja undir öllu röflinu sem ég þarf að koma frá mér......það er skítt þegar vinir manns flýja land!! Enn “skíttara” er það samt að flýja landið sjálfur. Ég meina, mér finnst það bara ekkert til of mikils mælst að skólinn komi til mín!!

12. júlí 2003

Hey!! Svo kemur hann ekkert upp ?!?!?!?!?! djö.....

Kominn titill og allt....!!!

Nú er þetta allt á réttri leið:) Gleði gleði gleði............yfir að hafa fundið út úr því að setja titil á færsluna..........djöfull er maður nú aumkunnarverður! :(
Ætli mér hafi tekist þetta............???