28. október 2003

Naunaunaunau!!! Allt að gerast...!

Jæja, núna er búið að setja allt í gang í planinu ógurlega og ekki lætur árangurinn á sér standa. Get núna strokað vinnuleit af listanum því að sjálfsögðu var ég ekki lengi að sannfæra Brian beibí um að ég væri einmitt manneskjan sem hann alltaf hafði vantað á barinn hjá sér!

Finna vinnu......CHECK!

Þá eru íbúðamálin næst á dagskrá. Fór að skoða tvær íbúðir í dag en hvorug þeirra hentaði framtíðarlífstílnum sem ég hef hugsað mér að koma mér upp. Önnur var allt of lítil og hin allt of ljót. Arg! Held áfram leitinni að Höll Saumalandsins á morgun. Fer þá að skoða íbúð við Stærri götu hins heilaga Hans...haldiðekki að það væri fínt að búa þar?
Sjáum til....

Fleira er ekki í fréttum að sinni. Góðar stundir.



Engin ummæli: