12. desember 2003

Ein ég sit og sauma...

Ég er senst búin að sitja í allan dag uppá skóla, ein, í maraþon-saumaskap!

Núna, tveimur krögum, einum vasa og korseletti síðar er ég komin heim, gjörsamlega að niðurlotum komin.....já, það tekur á að handsauma hnappagöt, reikna út skáhorn og gera vasa með loki ef vel á að vera, skal ég segja ykkur!
Þetta er sko ekkert grín!

Afrekaði nú engu að síður að baka mér köku í kvöldmatinn þegar ég kom heim núna áðan því það var ekkert annað til í kotinu...dugnaðurinn er náttlega alveg með eindæmum á þessu heimili, ekki hægt að halda öðru fram ;)

Önnur eins lota framundan á morgun og í kjölfar hennar, matur með Erlu og áfengisafgreiðsla fram á rauða nótt. Lifi sollurinn..... og allt það þjórfé sem honum fylgir.

Jæja, kominn tími á draumalandið....er samt einhvernvegin nokkuð viss um að mig eigi ekki eftir að dreyma annað en títuprjóna og tvísaumsermar......hrmpff!

Engin ummæli: