8. desember 2003

12 dagar í jólafílinginn!

Jæja, nú fer að líða að því að ég fari að hlakka til jólanna. Planið er að hefja tilhlökkunina um kvöldmatarleytið þann 20. desember næstkomandi, eftir lendingu á Íslandi og forsýningu á LOTR í boði litla frændans.

Fram að því er því miður ekki tími fyrir jólaspenning því það er of tímafrekt að hlakka til flutninganna sem áætlaðir eru þann 18. þessa mánaðar og IKEA-ferðarinnar sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfar slíkrar umpólunar.
Ótrúlegt hvað er hægt að gleðjast yfir gardínukaupum!

Annars er lítið að frétta.....dagurinn loksins að kveldi kominn og annar í ammæli mættur á svæðið. Tók því rólega í dag og gerði mest lítið en skálaði í tilefni þessara merku tímamóta í margföldum CC í kók í boði Housum og Jens í vinnunni í nótt.
Fékk mér líka köku.
Gleði!
Vei!
Ojjjj!
Langar ekki að vera tuttugogfjögra........þetta er næstum að eyðileggja fyrir mér gardínukaupin, ég get svo svarið það!!

Engin ummæli: