4. ágúst 2003

Helför.is

Jæja, þá er ég komin aftur til smábæjar dauðans og það bæði gegn vilja mínum og 20þúsund kalli fátækari! Hefði átt að stríða sumum aðeins meira á því að hafa misst af fluginu heim frá útlandinu um daginn.....

Mín var senst í ammæli hjá Sigga Palla á laugardagskvöldið og verandi gjörsamlega að farast úr súrheitum og öðrum fylgikvillum þess að vera að yfirgefa landið ástkæra.....lá það í augum uppi að það eina skynsamlega í stöðunni væri að drekkja sorgum sínum í Viking (Tuborg var náttlega alveg off!), því með réttu ráði færi ég ekki út á Keflavík þá um nóttina.
Mistökin sem ég gerði voru hinsvegar ekki þau að leggja höfuðið í bleyti, heldur að leggja það á koddann síðar um kvöldið og telja mér trú um að það væri stórgóð hugmynd að fara ekki rorrandi á völlinn. Men!...was I wrong!! Rankaði svo við mér rétt um það leiti sem vélin fór í loftið.......gildir forfallatryggingin ekki örugglega ef maður er ofurölvi???

Er núna að vinna að því hörðum höndum að sannfæra mig um að þetta hafi verið örlögin sem tóku í taumana og vélin hefði örugglega farist með öllum innanborðs ef ég hefði verið með....og með því að missa af henni hafi ég ekki einungis bjargað ótal mannslífum heldur einnig komið í veg fyrir stórtap hjá Iceland Express! Fær maður ekki smá kredit útá það? Frítt flug tildæmis? Heiðursskjal jafnvel?? Skrifa þeim á morgun og læt þá vita af þessu.

Einhvernvegin dröslaði ég mér samt út á Loftleiði og tók rútuna upp á Keflavík. Var rétt búin að hætta við og hefði eflaust rokið útúr rútunni ef Valli hefði ekki sest við hliðina á mér í gangsætið og þannig komið í veg fyrir að ég gæti stokkið fram, stoppað bílstjórann og hætt við alltsaman á nóinu. Bölvaði honum í hljóði og horfði löngunaraugum á rauða hamarinn við rúðuna alla leiðina til Keflavíkur.

Með sígó og súkkulaði í poka og sannfærð um það að sálufélagi minn, Gunnar, hringsnerist í gröfinni, gekk ég svo í vélina.

.........framhald síðar.........

Engin ummæli: