7. ágúst 2003

Highway to hell.... nei, ég meina Skals...

Jæja, ég kom úr vélinni og ekki tók þá betra við....beið í næstum 2 tíma eftir helvítis töskunni minni (sem er kannski ekki að undra, komin til lands þar sem endalaust afslappelsi ræður ríkjum og yfirvinna er hugtak sem ekki þekkist hjá öðrum fyrirtækjum en þeim sem hafa íslendinga í vinnu hjá sér) og þarmeð var allt andlegt stabílítet flogið út um gluggann.

Sem afleiðingu af því held ég að ég hafi talað aumingja Valla í bólakaf yfir matnum og bjórnum á strikinu. :( Hellti yfir hann pistlinum um mótlæti heimsins og ömurlegheit Jótlands og ýmislegt fleira misgáfulegt sem ég hef skynsamlega blokkerað úr minni mínu. Ég held hann hafi endanlega sannfærst um ættgenga geðsýki familíunnar!

Note to self: Tala til að gleyma.......Virkar ekki! Dem!!!

Bjargvætturinn tók svo á móti mér rétt fyrir miðnætti, kjúsin mín vöktu mig á mánudeginum og mín hélt áfram helförinni með trossu rétt fyrir hádegið. Og svo í aðra trossu. Og svo í strætó. #%$&#%$&#Q% grrrrrrrr....... Komin til Skals.

Ég get svo svarið það, það dó eitthvað inní mér þegar ég gekk hérna inn úr dyrunum......


Engin ummæli: