18. ágúst 2003

Orsök og afleiðingar

Laugardagskvöld...í augljósu ástandi...

Heyrðu, grillveisla íslendingafélagsins í Skals lukkaðist hreint svona stórvel og nú sitjum við Anna og Erla uppábúnar og skellum í okkur síðustu sopunum að sið íslendinga áður en bíllinn kemur og ferjar okkur diskódísirnar inn í Viborg. Þar mun vitleysunni ótrautt haldið áfram. Ómögulegt að eyða glæsilegheitunum á Skalsbúa, það er nokkuð ljóst!

Amadeus, Poison og Dolly er búið að hljóma í eyrunum í kvöld ásamt Hoffmannshnefa í trúbadorútgáfu Óskars og síðast en ekki síst Billy don´t be a hero. Þokkalega skitsó stemmning það! Úff!
Öllu svo rækilega skolað niður með rausnarlega skenktum Mojito-kokteilum að hætti Erlu sem ber þar af leiðandi alla ábyrgð á ástandi okkar Önnu og þeim afleiðingum sem það gæti haft í för með sér!
Stefnan er tekin á Crazy Daisy, sjitt hvað þetta er aumkunarvert....ég meina hvaða staður heitir Crazy Daisy??? Vá!


Þarna kom senst bíllinn og rauða málningin var rifin fram með það sama....
Fyrir barðinu á okkur varð víst ekki einungis Crasy Daisy, heldur líka bæði Dickens og Lola´s og ótæpilegt magn áfengis innbyrt á öldurhúsum þessum. Hvernig öðruvísi lifir maður svona af, ég bara spyr....

Minnist þess þó ekki að hafa straujað kortið mitt nema bara í leigaranum....Humm......

Núna er ég svo algerlega gegnsæ úr þynnku. Ennþá! Ojj! Er varla búin að geta komið niður bita af mat, sturturnar virðast hafa haft lítil sem engin áhrif á ferskleikann, eða réttara sagt skort á honum og til að toppa alltsaman þá er tölvan mín með vírus! Hrmpf...

Engin ummæli: