Hér með biðst ég velvirðingar á þeirri seinkun sem orðið hefur á uppfærslu vikulega dálksins hér á síðunni.
Af óviðráðanlegum örsökum svo sem dauðum hörðum diski og eftirköstum þess hefur það því miður dregist að setja inn nýtt mannanafn þar til nú. Þykir undirritaðri þetta mjög leiðinlegt í ljósi þess að svo virðist sem beðið hafi verið eftir uppfærslunni með nokkurri óþreyju og hafa lesendur látið í ljós óánægju sína með vanrækslu þessa.
Innilegri afsökunarbeiðni er hér með komið á framfæri og mun ég leggja mig alla fram við að láta þetta ekki koma fyrir aftur.
Hef ég sett inn sérstakan gullmola að þessu sinni til friðþægingar lesendum og ólíkt fyrri nöfnum sem hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að prýða síðuna þá stendur þetta nafn alveg eitt.......og vel það!
Too good to be true??.......ónei!
Ykkar einlæg, Skrimsla
Engin ummæli:
Skrifa ummæli