Jæja, niðurstöður fyrstu könnunarinnar eru semsagt komnar í hús.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu eru á þeirri skoðun að lukkan sé eftirsóknarverðari en kúlið!!!
Sá á fjölda kjósenda að möguleikinn á því að einhverjir utanaðkomandi aðilar sem ég ekkert þekki hafi kosið er sama og enginn og sú staðreynd vekur mig óneitanlega til umhugsunar.....
Hverskonar fólk er það eiginlega sem maður þekkir??
Nei, ég bara spyr?
Finnst þetta náttlega algerlega ótækt viðhorf og sé fram á að þurfa að endurskoða allverulega vinahópinn eða hrinda í framkvæmd róttækum heilaþvotti á þessu liði.
Já, svei mér þá!
Annars er náttlega komin upp önnur könnun í stað hinnar og þar með annar möguleiki á að bæta ráð sitt og kjósa rétt.
....og koma svo!
Ísdrottningin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli