Það er náttlega snilld að eiga frændur!! Því fleiri, því betra....sérstaklega þegar þeir eru með bíladellu á háu stigi eins og Selfyssingurinn!
Skrimsla: Já, ég veit nú samt ekki hvort ég næ að kíkja til ykkarí fríinu, ég verð ekki með bíl eða neitt :(
Selfyssingurinn: Það eru nú til bílar
Skrimsla: Nú, áttu einn auka handa mér?
Selfyssingurinn: Já, ef þú vilt þá get ég alveg lánað þér bíl
Skrimsla: Bíddu, eigið þið allt í einu 3 bíla??
Selfyssingurinn: Nei, fjóra
Þar með var því slegið föstu og skrimslan getur verið frjáls eins og fuglinn í fríinu sínu.
Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil.... tataraddaramm.. :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli