Var rétt í þessu að fá bestu ammælis- og jólagjöf í laaangan tíma!!….ehemm…já eða síðan um síðustu jól. Sú gamla klikkar sko ekki!
Gríman var senst að enda við að panta sér far heim í haustfríinu og mun því eiga nokkra ljúfa daga á Íslandinu í slyddu og roki í byrjun október! Mmmmm…… Rúsínan í pylsuendanum er svo að sjálfsögðu sú að þá er ég heima á ammælisdegi flóttakonunnar!! :D Ætli hún verði annars á landinu þá?? :/ Æ miss jú hon! *snöft*
Fyrst ég var svo að panta flug á annað borð, dreif ég fram visakortið og voila!, búin að afgreiða jólaflugið líka! Langar bara að syngja og dansa og byrja að telja niður dagana! 77 dagar í haustfríið.....148 í jólafríið!! Getur maður ekki einhversstaðar keypt jóladagatal eða eitthvað þvíumlíkt með 77 súkkulaðimolum?? Já, eða 148? Anyone…?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli