25. júlí 2004

Að vera eða ekki vera til...

Já, maður spyr sig....?

Eftir að ég vaknaði aftur, var ekki seinna vænna að byrja að hafa sig til fyrir kvöldið...sem í beinu framhaldi af deginum gat ekki annað en orðið hið skemmtilegasta. Það reyndist að sjálfsögðu svo.
Kolla kom og kíkti við í Mjóu og þegar ég var til (-búin) skutlaði hún mér að hitta Bjarna og Línu á Ölstofunni þar sem urðu með okkur fagnaðarfundir.
Á þessu mæta öldurhúsi hitti ég líka fullt af öðru sómafólki og er ég búin að sjá að Ölstofan er alveg að gera sig og ekki yfir neinu að kvarta á þeim bænum nema ef vera kynni vöntun á aðstöðu til að stíga villtan dans.
Hitti og spjallaði við Önnu Heiði, Jenný og Guðna, Snorra Pet (sem kom með stórfréttir í formi afar áhugaverðrar fullyrðingar um ásetning minn í vissu samhengi) og félaga hans, Trausta sem ég haf ekki séð síðan í 9. bekk eða eitthvað álíka, einhverja stúlku sem les bloggið mitt og fleiri og fleiri. Gerði einnig heiðarlega tilraun til að gefa mig á tal við Guðbjörgu, þó án teljanlegs árangurs virtist vera.
Varð eiginlega soldið leið yfir því.

Þegar líða tók á fyrripart nætur tókum við frænkurnar nett sms-beil og svifum niður Laugaveginn eins og þær þokkadísir sem við erum, og sem leið lá alla leið niður á Thorvaldsen.
Velti því fyrir mér þegar ég var komin inn úr dyrunum þar, hvort mér hefði yfirhöfuð verið hleypt þar inn ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að staðurinn var hálftómur og hvorki fólk í VIP-röðinni né í NIP-röðinni...??
Hélt fyrst að dyravörðurinn hefði hreinlega ekki séð mig þar sem hann horfði svo ákafur í hina áttina þegar ég nálgaðist en tók þó eftir því að fingurnir hreyfðust á teljaranum og hann taldi mig inn.
Hmm.....það var þá í annað skiptið sama kvöld sem ég var ekki til.

Ekki stöldruðum við lengi við á Thorvaldsen, heldur hentum við okkur yfir á Gaukinn, þar sem Bengta var ekki lengi að koma mér aftur í gott skap. Takk ´skan!
Hitti líka Einar og vá, hvað er langt síðan ég hef séð hann!! Og hann er hottí, það var óumdeilanleg niðurstaða kvöldsins! ;)
Heilsaði líka uppá fleiri fortíðardrauga fyrst ég nú var stödd þarna á annað borð en tók bara skynsemina á þetta að þessu sinni. Prik fyrir það!

Áframhaldandi keppnis-djamm og skemmtilegheit fylgdu svo í kjölfarið fram eftir nóttu og langt undir morgun.
Endaði svo kvöldið á því að vera smá lítil en mikið til!

Engin ummæli: