23. mars 2004

Skrimsla Ltd. gerir heyrinkunnugt:

Jæja, þá er heimferðin bara alveg að bresta á...
Mun ég leggja leið mína til Íslands og heiðra landann með nærveru minni frá og með föstudeginum næstkomandi og það í heila 10 daga eða fram til 5.apríl þegar ég held til útlandsins á ný.

Þetta heimferðalag er reyndar ekki eitthvað frí nema rétt að hluta til, því miður.
Ég kem semsagt til landsins með hvorki meira né minna en 16 kerlingar með mér í þetta skiptið. Og það í þeim eina tilgangi að gera víðreist um söfn og búðir og gallerí og skóla og þessháttar.....allt í nafni handavinnunnar!!
Gaman að því!

Þetta gerir reyndar það að verkum að ég mun verða ákaflega takmarkað til viðtals þessa fyrstu viku af dvölinni en planið er að nýta eftirfarandi helgi til hins ítrasta í gleði og skemmtanir með þeim sem hafa áhuga á slíku.
Laugardagskvöldið 3.apríl mun af þessum ástæðum verða tekið frá í þessum eina tilgangi og mælist ég eindregið til að áhugasamir geri slíkt hið sama. Nánari staðsetning verður auglýst síðar og hvet ég fólk hér með endilega að koma með uppástungur þar að lútandi.

Sjáumst :)

21. mars 2004

Hreint ekki óásættanlegt....

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationRuler of the World
Yearly income$934,774
Hours per week you work90
EducationHigh school graduate
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Soldið tímafrekt djobb reyndar. Hmm.... spurning hvort maður nenni þessu?

19. mars 2004

Zato, this is for you...

Jæja, afsakið letina.
Ég sé að sumir óþreyjufullir lesendur eru farnir að frekjast eitthvað og sé ég mér því ekki annað fært en að verða við bóninni og skrifa eitthvað mis-gáfulegt á þessa síðu.

Ástæða letinnar er líklega sú að, eins og ég hef minnst á áður, þá er þessi vefdagbók bara ekkert að standa undir nafni. Það aftur á móti orsakast sennilega af því að þar sem lesendahópurinn hefur náð að breiðast út og farinn að innihalda fólk á hinum ýmsu stigum "need to know"-skalans, neyðist ég til að ritskoða mig all verulega og það virðist takmarka alla tjáningarmöguleika niður í nánast ekki neitt.

Eða kannski er það bara það að allt í einu eru hlutir að gerast sem ekki eiga heima á veraldarvefnum.

Viborg, hinn jóski metrópóll, leynir augljóslega á sér ...


En allavega.....nóg að gerast samt í opinbera hversdagslífinu og sé þess óskað, skal ég færa inn heilu ritgerðirnar um vefnað og útsaum og hvernig maður prjónar hnappagöt á fjóra mismunandi vegu.
Bara nefna það...

5. mars 2004

Metallica í Parken 26.maí 2004 !!!

Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!! Ég er að fara á Metallica-tónleika!!

Nananananananaa..........

Vííííííííííí..........