28. nóvember 2003

Oh, happy days.....

Nú er það orðið opinbert....Híbýli syndanna og Höll saumalandsins er fundin!! Þann 15. desember fæ ég afhenta lyklana að nýja HÚSINU mínu í miðborg Viborgar, borgar frelsisins!!

Aðstaða er þar að sjálfsögðu öll til fyrirmyndar og pláss fyrir hin veglegustu baðherbergis- og eldhúspartý ásamt almennari veisluhöldum, að sjálfsögðu. Garðurinn er einnig hinn ákjósanlegasti jafnt sem vettvangur grillveislna og annarra hátíðahalda svo og sólbaða þegar veðurfar vænkast með vorinu.

Þegar tími gefst frá önnum sódómunnar verður plássið hinsvegar nýtt undir hinar ýmsustu hannyrðir og mun mig verða að finna á sómasamlegri tímum sólarhringsins við prjónaskap, útsaum og almenna uppbyggingu heimanmundarins eins og sannri dömu sæmir.

Já, og svo er ekki seinna vænna en að byrja að nýta húsmæðraskólanámið og hefjast handa við að grafa upp uppskriftir af kringlum og smákökum og öðru bakkelsi og sætabrauði ef ég á að geta staðið undir því að búa við Nørregade......Jebbs, mér er hreinlega ekki til setunnar boðið!

Sæl að sinni

27. nóvember 2003

Mannanafn vikunnar

Hér með biðst ég velvirðingar á þeirri seinkun sem orðið hefur á uppfærslu vikulega dálksins hér á síðunni.

Af óviðráðanlegum örsökum svo sem dauðum hörðum diski og eftirköstum þess hefur það því miður dregist að setja inn nýtt mannanafn þar til nú. Þykir undirritaðri þetta mjög leiðinlegt í ljósi þess að svo virðist sem beðið hafi verið eftir uppfærslunni með nokkurri óþreyju og hafa lesendur látið í ljós óánægju sína með vanrækslu þessa.
Innilegri afsökunarbeiðni er hér með komið á framfæri og mun ég leggja mig alla fram við að láta þetta ekki koma fyrir aftur.

Hef ég sett inn sérstakan gullmola að þessu sinni til friðþægingar lesendum og ólíkt fyrri nöfnum sem hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að prýða síðuna þá stendur þetta nafn alveg eitt.......og vel það!
Too good to be true??.......ónei!

Ykkar einlæg, Skrimsla

19. nóvember 2003

Status report frá Höfuðgötunni...

Jæja, þá er ég senst komin aftur í netsamband eftir allt of langa fjarveru! Eins og glöggir hafa tekið eftir hef ég hvorki verið á msn né bloggað síðan á laugardaginn í síðustu viku því einmitt þann dag tók ástkæri harði diskurinn á elskulegu tölvunni minni uppá því að neita að hlýða!

Þessa síðustu viku er ég senst þar af leiðandi búin að vera í stöðugu símasambandi við tölvunörda Nýherja og Jonas Rasmussen, góðvin minn á IBM-verkstæðinu í Kaupmannahöfn.
Sá ágæti maður tók við tölvunni minni til viðgerðar á föstudaginn og rukkaði mig litlar 1200.-DKR fyrir stýrikerfi á dönsku og þær upplýsingar að mótorinn í harða disknum mínum sé ónýtur og öll gögnin mín að eilífu glötuð! Takk fyrir það, Jonas. Þú ert öðlingur!!

En ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og ljósi punkturinn í þessu öllu saman var sá að ég lagði í skreppitúr með Erlu til Kaupmannahafnar og náði að sjá englana mína í mýflugumynd þó ég hafi líklegast ekki verið skemmtilegasti gestur í heimi, algerlega úrvinda eftir 39 tíma vöku og sorgmædd yfir tölvumálunum öllum.
Sneri súrheitunum reyndar við í lestinni á laugardaginn og tókst að lækka nokkuð vel yfirborðið á áfengisbirgðum Sjálands með Helga sem sýndi okkur stöllunum skemmtanalíf Holbæklinga um kvöldið. Í þeim ágæta bæ tókst okkur að sjálfsögðu að dansa frá okkur allt vit og rænu með óvenju miklum glæsibrag áður en við lögðumst til svefns í villunni við Veg hins villta garðs.

Núna er ég svo komin aftur heim í holuna mína með tóman harðan disk en þó blessunarlega endurtengd við umheiminn. Annað kvöld mun svo nýji besti vinur minn hjálpa mér við að hlaða inn á tölvudrusluna Windows XP á mannamáli og öðrum nauðsynlegum tólum til að lifa vistina í Skals af þar til að Híbýli syndanna finnst í Viborg. Vonandi verð ég því búin að taka gleði mína á ný fyrir helgi.

Lifið heil, skrimslan

7. nóvember 2003

Könnun

Jæja, niðurstöður fyrstu könnunarinnar eru semsagt komnar í hús.

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu eru á þeirri skoðun að lukkan sé eftirsóknarverðari en kúlið!!!

Sá á fjölda kjósenda að möguleikinn á því að einhverjir utanaðkomandi aðilar sem ég ekkert þekki hafi kosið er sama og enginn og sú staðreynd vekur mig óneitanlega til umhugsunar.....
Hverskonar fólk er það eiginlega sem maður þekkir??

Nei, ég bara spyr?
Finnst þetta náttlega algerlega ótækt viðhorf og sé fram á að þurfa að endurskoða allverulega vinahópinn eða hrinda í framkvæmd róttækum heilaþvotti á þessu liði.

Já, svei mér þá!

Annars er náttlega komin upp önnur könnun í stað hinnar og þar með annar möguleiki á að bæta ráð sitt og kjósa rétt.

....og koma svo!

Ísdrottningin

5. nóvember 2003

Mannanafn vikunnar!

Jæja, þá er komin sú ægilega nýbreytni hér á síðuna að vikulegur dálkur hefur hafið göngu sína frá og með síðustu viku.

Öll nöfn sem hér birtast eru tekin úr mannanafnaskrá (nema annað sé sérstaklega tekið fram) og eru því bæði lögleg og leyfileg þó deila meigi um smekklegheit þeirra, og er hverjum og einum frjálst að nýta sér þær hugmyndir að samsetningum sem gerðar verða opnberar hér á síðunni.
Því hvet ég lesendur til að fylgjast vel með!

Vil taka það fram að þó að sum þeirra nafna sem koma til með að birtast í þessum dálki séu sett saman af jors trúlí (t.a.m. nafn síðustu viku), þá ER faktískt eitthvað eymingjans stúlkubarn sem ber nafn þessarar viku!!

Einnig ef verða á vegi lesenda sérlega athygliverð nöfn sem gefa sting fyrir hjartað eða glott út í annað, má endilega senda mér þau og ég skal gera mitt besta til að koma þeim fyrir sjónir þess forréttindahóps sem les þessa síðu.

Njótið vel...

2. nóvember 2003

ehhhh já.........einmitt!!!

Men!! maður á sko ekki að blogga fullur... það er alveg ljóst
Er samt ekki alveg að standa við það sko....
Gaman í kveld (með norskum hreim)
Partý í Bakkahúsinu

Vá hvað ég átti merkilegt samtal í gær....sumir eru feimnir...gerði ekki ráð fyrir því ....
Aðrir eru ekki feimnir....
sjitt lífið er erfitt

Held að ég sé endanlega að snappa!!

er komin í félag útaf þessu.....og öðru......góðar vinkonur eru gulli betri...
Diskódísin:.....jú ar a darlíng!!!