31. júlí 2004

Næs!

                                     Heima eða ekki heima, þá getur nú verið notalegt á Íslandi...
                                        
                          Eiríkur frændi, Egill, Hildur tildurdrós og jors trúlí í heita pottinum í Hafnarfirðinum.

30. júlí 2004

I´ll get by with a little help from my friends....

Jæja, þá er ég komin aftur í konungsríkið, heilu og höldnu. Já eða næstum allavega. Og með allt með mér, ótrúlegt en satt!!

Sat nebblega í bílnum hjá henni Kollu minni sem skutlaðist með mig á völlinn og sá Flugstöð Leifs Eiríksonar út um framrúðuna þegar mér varð litið afturí. Þar blasti við mér sjón sem olli næstum hjartastoppi:
Ein taska afturí. Ein! Engin tölvutaska! = Engin tölva!!!!!!!! Fokk!

Lagðist með það sama í símann og hringdi út um allt land og haldiði ekki að Bengtan hafi ekki bara komið til bjargar og reddað málunum! Hún, vitandi sem er hversu gjörsamlega lömuð ég er án græjunnar, brást við eins og Mighty Mouse og bjargaði hreinlega deginum!
Og ég er ekkert að djóka með það að frökenin var mætt á völlinn innan við klukkutíma eftir að ég talaði við hana í símann! Þá búin að fara á fætur, fresta öllu sem hún hafði ætlað að gera, bruna í Mjóu að sækja gullið mitt og spæna svo í hendingskasti út á Keflavík.
Hvað gerði maður án svona vinkvenna??

Ég svaf svo eins og engill í báðum vélunum á leið heim til mín, uppdópuð af íbúfeni ætluðu fyrir fíla. Frekar næs.
Á vellinum tóku svo stelpurnar á móti mér, veifandi dönskum fánum og látandi eins og hálfvitar af gleði og galandi: "Velkommen hjem, velkommen hjem"!!
                                        
                                Ekki laust við að ég hafi meiraðsegja roðnað kannski smá..... híhí
Það merkilega var samt að þetta átti alveg við og ég sannfærðist endanlega þegar ég gekk inn í íbúðina mína.
Jebbs, ég var komin heim!
Þar beið blómvöndur, enn fleiri danskir fánar út um alla íbúð og pósturinn minn raðaður eftir mikilvægi á eldhúsborðinu! Sambýlismanni mínum, honum Basil, skildist mér reyndar að yrði ekki skilað í bráð. ;)

Að sjálfsögðu var þetta þó ekki endirinn á hátíðahöldunum, því eftir þær nákvæmu 10 mínútur (NB. Nýtt met!) sem það tók mig að hendast í bað, blása hárið og búa til andlit, skelltum við okkur á Chaplin þar sem vodkinn tók við deyfingarhlutverki íbúfensins.
Dönsuðum og fylgdumst með sætu strákunum (Já takk!) þangað til ég var orðin algerlega örmagna af þreytu og lasleika og kom mér heim í rúmið.

Vaknaði svo í morgun með sólina í andlitið, hálsbólguna að drepa mig og hvorki íbúfen né vodka í húsinu. Sem síðasta úrræði brá ég því á það ráð að liggja bara fyrir undir sæng og laga mér te þess á milli.
Spurning hvort það beri einhvern árangur. Hver veit?!


27. júlí 2004

Skandall hf.

Þar sem ekki er hægt að linka beint á uppruna þeirrar stórgóðu hugmyndar sem laust niður í höfuðið á mér rétt í þessu, birti ég hér með það ákall á hjálp sem varð til þess að fyrirtækjarekstur sá sem um er rætt var settur í startholurnar:

"Klukkan er sex að morgni - ég er nýkomin inn eftir viðburðaríka nótt með Skrímslunni - og það merkilegasta sem ég hef að tjá mig um er bleslinda næturvarðarins á netmogganum. Kannski er kominn tími á að verða fullur og gera skandal?"  (Lesa alla færsluna)
 
Það sér það hver maður að þetta er algerlega ótækt ástand og  ekki annað hægt í stöðunni en að bjóða fram aðstoð fagmanns í þessum efnum til að koma stúlkunni á rétta braut á ný:
 
Kæra frænka.
 
"Styð heilshugar öll plön og áætlanir um hvers konar skandalagerð!

Ef aðstoðar er þörf við undirbúning og skipulagningu slíkra framkvæmda, býð ég fram þjónustu mína í þeim efnum algerlega að kostnaðarlausu. "Pro bono" djöst for jú, mæ frend ;)

Hef bæði áralanga, fjölþætta og afar yfirgripsmikla reynslu á þessu sviði og get án teljandi vandræða veitt óaðfinnanlega aðstoð við allt sem huga þarf að við slíkan gjörning.

Þjónustan er til reiðu við allar þær mismunandi tegundir skandala sem óskast gætu og hægt er að ímynda sér....and then some!

Meðmæli og staðfestingu á ótvíræðum hæfileikum mínum þessa efnis veitir Syndasystirin, sé þess óskað.

Með von um ánægjulegt og farsælt samstarf,
Skrímslan"


Djöfull gætum við stórgrætt á þessu!!
How ´bout it, sys?25. júlí 2004

Að vera eða ekki vera til...

Já, maður spyr sig....?

Eftir að ég vaknaði aftur, var ekki seinna vænna að byrja að hafa sig til fyrir kvöldið...sem í beinu framhaldi af deginum gat ekki annað en orðið hið skemmtilegasta. Það reyndist að sjálfsögðu svo.
Kolla kom og kíkti við í Mjóu og þegar ég var til (-búin) skutlaði hún mér að hitta Bjarna og Línu á Ölstofunni þar sem urðu með okkur fagnaðarfundir.
Á þessu mæta öldurhúsi hitti ég líka fullt af öðru sómafólki og er ég búin að sjá að Ölstofan er alveg að gera sig og ekki yfir neinu að kvarta á þeim bænum nema ef vera kynni vöntun á aðstöðu til að stíga villtan dans.
Hitti og spjallaði við Önnu Heiði, Jenný og Guðna, Snorra Pet (sem kom með stórfréttir í formi afar áhugaverðrar fullyrðingar um ásetning minn í vissu samhengi) og félaga hans, Trausta sem ég haf ekki séð síðan í 9. bekk eða eitthvað álíka, einhverja stúlku sem les bloggið mitt og fleiri og fleiri. Gerði einnig heiðarlega tilraun til að gefa mig á tal við Guðbjörgu, þó án teljanlegs árangurs virtist vera.
Varð eiginlega soldið leið yfir því.

Þegar líða tók á fyrripart nætur tókum við frænkurnar nett sms-beil og svifum niður Laugaveginn eins og þær þokkadísir sem við erum, og sem leið lá alla leið niður á Thorvaldsen.
Velti því fyrir mér þegar ég var komin inn úr dyrunum þar, hvort mér hefði yfirhöfuð verið hleypt þar inn ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að staðurinn var hálftómur og hvorki fólk í VIP-röðinni né í NIP-röðinni...??
Hélt fyrst að dyravörðurinn hefði hreinlega ekki séð mig þar sem hann horfði svo ákafur í hina áttina þegar ég nálgaðist en tók þó eftir því að fingurnir hreyfðust á teljaranum og hann taldi mig inn.
Hmm.....það var þá í annað skiptið sama kvöld sem ég var ekki til.

Ekki stöldruðum við lengi við á Thorvaldsen, heldur hentum við okkur yfir á Gaukinn, þar sem Bengta var ekki lengi að koma mér aftur í gott skap. Takk ´skan!
Hitti líka Einar og vá, hvað er langt síðan ég hef séð hann!! Og hann er hottí, það var óumdeilanleg niðurstaða kvöldsins! ;)
Heilsaði líka uppá fleiri fortíðardrauga fyrst ég nú var stödd þarna á annað borð en tók bara skynsemina á þetta að þessu sinni. Prik fyrir það!

Áframhaldandi keppnis-djamm og skemmtilegheit fylgdu svo í kjölfarið fram eftir nóttu og langt undir morgun.
Endaði svo kvöldið á því að vera smá lítil en mikið til!

Þjóðhátíðardagur Selfyssinga haldinn hátíðlegur í Reykjavík

Dagur gleðinnar í gær. Gaman gaman.
Vaknaði á skikkanlegum tíma (lesist ógvuðlega snemma) eftir ættarmót föstudagskvöldsins, kvaddi móðurmyndina mína og settist út á svalir í góða veðrið. Alveg að sjá það að Ísland er búið að vera að stela veðrinu sem Danmörk átti að hafa.

Skellti mér með Kollsternum á Austurvöll í tilefni þess og lögðum við grunninn að deginum með því að púlla Kollu á skrítnar konur og heilsa uppá menn sem heita Fabio. Nebblega, já!

Rúntuðum á hnakkabílnum og pæjuðumst fullt, tókum svo einn Laugaveg og rétt náðum niðrá bensínstöð áður en tankurinn varð tómur. Hjúkket! Það er víst ekki sérstaklega hnakkalegt að verða ren í bensíni. Ónei.

Kíktum svo á litlu stækkandi fjölskylduna í Blönduhlíðinni, trúbbuðumst aðeins á Hróa Hetti, tókum framúr einhverjum vonnabí Selfyssingum með tattú á bílnum sínum, renndum í gegnum Öskjuhlíðina og vorum bara algerlega að massa þetta í góða veðrinu með olnbogann út um rúðuna, fm957 á blastinu og sólgleraugun á nefinu.

Var svo uppgefin eftir allt attitúdið að ég lognaðist örmagna útaf og svaf í 2 tíma eftir að ég kom heim.  

Ætli maður sé að gamlast?

Deó...!!   ;)

24. júlí 2004

Móttökunefndin

Ættarmót Ungmennadeildar Egilsstaðafjölskyldunnar var haldið í Mjóuhlíð í gærkvöldi, strax og ég var lent. Ekki dónaleg móttökunefnd það!
Allsráðandi voru nostalgískar umræður og upprifjanir í þessum dúr og tollinum skolað niður með Guttavísur í græjunum.  Tóm gleði!

Hrafnhildur og Tutlan Smæl kíktu svo við og var myndavélin þá snarlega rifin á loft og jólakortamyndirnar þar með afgreiddar á einu bretti.

Þegar það var frá, hentum við okkur niður í miðbæ og héldum áfram að skemmta okkur konunglega. Það vantaði bara að rekast á Vasketut í bænum en hann lét víst lítið fara fyrir sér.

Eftir mikinn dans og meira spjall, björgunaraðgerðir undan fröken Sækó og feluleik við pulsuvagninn tókst okkur svo seint og síðar meir að lauma okkur í leigubíl og heim í háttinn.

Þetta þarf maður klárlega að gera oftar!

22. júlí 2004

Fínt!

Þetta er nokkuð skarplega athugað hjá þeim.

Allavega ekki fjarri lagi....

21. júlí 2004

Draumaprinsinn

gefnu tilefni sá ég mér ekki annað fært en að koma með lista yfir það sem draumaprinsinn þarf að hafa fram að færa.
Listinn er öllu styttri en fyrir 2 mánuðum síðan, hefði hann verið gerður opinber þá, en hér er endurbætt útgáfa:

Draumaprinsinn er:

1. Maður sem kveikir í mér
2. Maður sem er treystandi

Bæði atriði eru jafn mikilvæg og með öllu ófrávíkjanleg.


Blogger Auglýsing

Ég var að taka eftir auglýsingunni á bannernum efst á síðunni....

Ætli það sé verið að reyna að segja mér eitthvað?
Ætli þetta sé hint frá blogger-gvuðinum?

Spes

19. júlí 2004

Et, drekk og ver glaðr!

Ójá, það var sko kíkt út á lífið á laugardaginn!
Fyrsti laugardagurinn í næstum 2 mánuði sem ég var í fríi frá barnaheimilinu og ekki annað hægt en að gera sér glaðan dag.
 
Við stúlkurnar grilluðum dýrindis kjúkling og húsmæðraskólanámið fékk loksins að njóta sín við gerð stórkostlegrar sósu sem höfð var til meðlætis matnum ásamt salati, speltbrauði og fleira góðmeti. Var þessu öllu rennt ljúflega niður afar seint um kvöldið þar sem grillhæfileikar okkar fjögurra stúlknanna reyndust ekki sérlega mikið að hrópa húrra fyrir.
 
Um það bil 3 klukkutímar fóru í að lifa eftir máltækinu "Et, drekk og ver glaðr" hér heima í híbýli syndanna áður en átið var tekið úr jöfnunni og einbeitingin einskorðaðist við hina tvo hluta hennar. Ekki minnkaði gleðin við það og þegar fljótandi veigar hallarinnar voru uppurnar, var stefnan tekin á barnaheimilið þar sem beið okkar vodkaflaska og meððí.
 
Til að gera langa sögu stutta, tókst okkur stöllunum (hér eru tvær þeirra og hér er sú þriðja) í sameiningu að uppfylla inntökuskilyrðin í Ólympíuliðið í drykkjuskap þetta kvöld og ef mér skjátlast ekki þá hefur dótturfélag Glúndrasystra hérmeð verið stofnað með stórglæstri frammistöðu okkar í útibúinu í Danaveldi:
 
Það var til dæmis dansað uppá hátölurum og setið í kjöltu manna sem ekki er ráðlegt að sitja í kjöltu hjá. Einnig var vúrderaður neðanbeltis-rakstur á fleiri en einum og fleiri en tveimur sjálfboðaliðum og sms flugu hægri vinstri við misjafnar undirtektir viðtakenda meiri part kvölds og nætur. Að auki komum við í veg fyrir slagsmál með einstökum persónutöfrum okkar, opinberuðum leyndarmál í agalegum trúbba og ef mig minnir rétt flaug setningin "Þú átt ekki að vera með svona stelpu eins og henni. Þú átt að vera með svona stelpu eins og mér!" út úr einhverri okkar þegar líða tók undir morgun.
 
Geri aðrir betur!


14. júlí 2004

Þegar lífið var...

Að dýfa rabbarbara í sykur úr krús
Að leika löggu og bófa á Gistihúsinu
Að hjóla í hringi á planinu
Að fara í feluleik og "Fallin spýta" í Elínargarði (Siggu frænku-garði, sorrí mamma)
Að sækja mjólkina og fara með tómu föturnar í mjólkurhúsið
Að gera piparkökudeig sem aldrei varð að kökum
Að stelast til að byggja baggahús í hlöðunni og fela sig þar með vasaljós
Að halda bú í garðinum með stólnum hans langafa
Að finna útúr uppskriftinni hennar laungu að pönnukökum
Að laumast til að leika í fljótseyjunni
Að mega ekki hjóla lengra en upp að vegamótum
Að spranga í fjósinu
Að kúra með ömmu í sófanum yfir sjónvarpinu
Að grafa í leirgrúsinni fyrir framan Gunnarshús
Að éta öll rifsberin af runnunum í garðinum
Að fá að greiða hvíta hárið á laungu á morgnana
Að keppa í matsboxbíla-akstri á klöppunum í Mögnugarði
Að renna sér niður framrúðuna á "Ísbílnum"
Að tjalda í garðinum en geta ekki sofnað af hræðslu við kóngulærnar
Að láta litlu kálfana sleikja á sér hendurnar
Að vera vakin seint á þorláksmessukvöld til að skreyta jólatréð og dansa í alvörunni í kringum það á aðfangadagskvöld
Að fara í berjamó á Kollinum
Að fela Fritz í tjaldinu og segja hann hafa farið niður að Fljóti
Að sitja á kvöldin og leggja kapal og drekka kakó með ömmu og Kára
...og allt hitt!

Þegar það var upplifelsi að fara með í Kaupfélagið og einu áhyggjurnar sem maður hafði voru af því að fá garnaflækju af að rúlla sér niður brekkuna!


Afhverju getur maður ekki orðið 7 ára aftur?

13. júlí 2004

Maroon 5 - Songs about JaneÞessi diskur er búinn að vera í græjunum mínum síðustu daga og verður bara ekki þreyttur.


Það er þó ekki þar með sagt að Tarzan sé ekki til staðar..... ;)

9. júlí 2004

Herra offíser...

..á ekki eitt barn. Ekki tvö heldur.
Hann á fokkin þrjá krakka!!

Held að þetta sé þarmeð útrætt mál!

Þó að hann líti út eins og Ricky Martin.
Djö.

5. júlí 2004

En dag tilbage

Það má kannski segja ýmislegt um þá félaga og það hef ég svosem líka gert, hehe, en þarna hittu þeir naglann á höfuðið:

..Lev mens du gør det
Elsk mens du tør det...


Held að það sé ekki svo vitlaust að reyna að njóta dagsins eins og hann væri þinn síðasti. Alla daga. Spurning um að þora, held ég. Og spila í liði með sjálfum sér.

Nema ég sé bara orðin svona sýrð af mainstream-tónlist?

Þetta var speki dagsins....í boði Nik og Jay. Nemlig ja!

4. júlí 2004

Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?

Já, sumarið er tíminn...Til alls annars en að blogga, það er morgunljóst!
Það er gaman að vera til þessa dagana, búin að sjoppa frá mér allt vit, í þerapjútískum tilgangi að sjálfsögðu, vinn eins og moððerfokker á barnaheimilinu, fer í ræktina annan hvern dag, labba 6km hinn daginn, sleiki sólina úr ljósabekkjum útaf rigningunni sem er búin að vera og djúsa þess á milli. Já, lífið er ljúft.
Það er alls ekki svo slæmt að vera í "sumarfríi" nánast alla virka daga þegar VISA er besti vinur manns ;)

Eins gott að ég hef næstum 24 tíma í sólarhringnum þessa dagana, annars hefði ég alls ekki tíma til að njóta mín svona agalega mikið. Það er tímafrekt, skal ég segja ykkur, að versla og ljósabaða sig og yfirhöfuð að halda því við að vera hottí ;) hehe

Hmm...ætli ég sé að reyna að sannfæra ykkur eða sjálfa mig?? Geeiiisp!!