4. júlí 2004

Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?

Já, sumarið er tíminn...Til alls annars en að blogga, það er morgunljóst!
Það er gaman að vera til þessa dagana, búin að sjoppa frá mér allt vit, í þerapjútískum tilgangi að sjálfsögðu, vinn eins og moððerfokker á barnaheimilinu, fer í ræktina annan hvern dag, labba 6km hinn daginn, sleiki sólina úr ljósabekkjum útaf rigningunni sem er búin að vera og djúsa þess á milli. Já, lífið er ljúft.
Það er alls ekki svo slæmt að vera í "sumarfríi" nánast alla virka daga þegar VISA er besti vinur manns ;)

Eins gott að ég hef næstum 24 tíma í sólarhringnum þessa dagana, annars hefði ég alls ekki tíma til að njóta mín svona agalega mikið. Það er tímafrekt, skal ég segja ykkur, að versla og ljósabaða sig og yfirhöfuð að halda því við að vera hottí ;) hehe

Hmm...ætli ég sé að reyna að sannfæra ykkur eða sjálfa mig?? Geeiiisp!!

Engin ummæli: