24. júlí 2004

Móttökunefndin

Ættarmót Ungmennadeildar Egilsstaðafjölskyldunnar var haldið í Mjóuhlíð í gærkvöldi, strax og ég var lent. Ekki dónaleg móttökunefnd það!
Allsráðandi voru nostalgískar umræður og upprifjanir í þessum dúr og tollinum skolað niður með Guttavísur í græjunum.  Tóm gleði!

Hrafnhildur og Tutlan Smæl kíktu svo við og var myndavélin þá snarlega rifin á loft og jólakortamyndirnar þar með afgreiddar á einu bretti.

Þegar það var frá, hentum við okkur niður í miðbæ og héldum áfram að skemmta okkur konunglega. Það vantaði bara að rekast á Vasketut í bænum en hann lét víst lítið fara fyrir sér.

Eftir mikinn dans og meira spjall, björgunaraðgerðir undan fröken Sækó og feluleik við pulsuvagninn tókst okkur svo seint og síðar meir að lauma okkur í leigubíl og heim í háttinn.

Þetta þarf maður klárlega að gera oftar!

Engin ummæli: