28. janúar 2005

Skrítla dagsins...

Eftirfarandi er brot úr samtali sem átti sér stað yfir msn í nótt:

Stóra sys: Segðu mér nú einhvern skemmtilegan brandara

Litla sys: Brandara, hmmm....það er nú ekki mín sterkasta hlið

Litla sys: Heyrðu jú annars, ég kann einn góðan

Stóra sys: Já endilega, láttu vaða

Litla sys: Sko hann er svona:
Karlmenn, eru sko ekki bara til að nota þá!

Stóra sys: ROFL


Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni....Tekið skal fram að báðar voru systur þessar vansvefta með eindæmum, þó það hafi á engan hátt áhrif á húmorgildi skrítlunnar.

27. janúar 2005

Bylting og björgunarvættir

Ja, nú er það svart...
...í bókstaflegri merkingu.

Haldiði ekki að dvergurinn sem kveikir ljósið í ísskápnum mínum sé bara farinn í verkfall!
Í framhaldi af þessari færslu get ég ekki annað en dregið þá ályktun að bylting sé hafin...og það er aldrei gott.

Er það ekki hefðinni samkvæmt að prinsessum sé bjargað úr svona sittúasjónum...? Ha?Ha?!

Nú þegar starf björgunarvættar er laust til umsóknar á ný eru áhugasamir því vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst, með upplýsingum um aldur, reynslu og fyrri störf, ásamt nafni, ljósmynd og launaseðlum síðustu þriggja mánaða, á þetta póstfang.

Góðar stundir,
Prinsessan af Íslandi

25. janúar 2005

Svekkelsi

Afhverju er ekki sól og sumar og 25 stiga hiti?
Ég bara spyr...

Ekki það að ég hafi eitthvað á móti vetrinum. Alls ekki. En ef það væru ekki frostgráður úti þá hefði ég allavega löglega afsökun fyrir því að eyða peningum í þessa skó:
En nei!

23. janúar 2005

Hvar er húfan mín....? Hvar er hettan mín....?

Ég held ég hljóti að hafa verið eðalborin í síðasta lífi.
Það getur hreinlega ekki annað verið!
Trekk í trekk stend ég mig að því að skammast og rífast og hugsa með mér:

Hvar er nú kokkurinn, þegar maður þarf á honum að halda?
Og böttlerinn?
Einkaþjálfarinn, nuddarinn, snyrtidaman, ræstitæknirinn og bílstjórinn??? Hvar, hvar, hvar???

Ef þið rekist á þetta fólk á einhverjum þvælingi, endilega sendið það til baka. Ég líð ekki svona áralangt skróp hjá þessu liði.

Kærar þakkir,
Prinsessan af Íslandi

21. janúar 2005

Sko...

Ég ætlaði að byrja nýtt líf þegar ég kæmi hingað út!
 1. Ætlaði að gera eitthvað gott fyrir kroppinn minn og stunda líkamsrækt 5 sinnum í viku.
 2. Ætlaði líka að hætta að borða sykur, hvítt hveiti og ger.
 3. Nema....það mátti vera nammidagur á laugardögum.
 4. Ætlaði að fara að sofa á skynsamlegum tíma á kvöldin og ekki sofa lengur en 8 tíma á sólarhring.
 5. Ætlaði að taka inn fjölvítamín, auka c-vítamín, lýsi og mjólkurþistil daglega og skola því niður með minnst 2 lítrum af vatni á dag.

 1. Ég er búin að fara einu sinni í sund síðan ég kom. Það var í dag.
 2. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu ótrúlegs ímyndunarafls og fjármagns er krafist til að forðast sykur, hvítt hveiti og ger??
 3. Sprakk á nammiheitinu og borðaði 3 súkkulaðistykki í gær. Miðvikudag. Og tvö í dag. Fimmtudag.
 4. Hef ekki getað sofnað fyrir birtingu síðan ég kom til Viborgar.
 5. Vatns- og vítamínheitið er það eina sem ég hef staðið við.

Hvað get ég sagt? Það þarf einhver að koma og taka í lurginn á mér!

Please? ;)


20. janúar 2005

Sleepless in Viborg

Sjónvarpið hér í útlegðinni er hreint ekki að standa sig í afþreyingar-deildinni!
Við erum að tala um að valið stendur á milli þess að horfa á:
 • Miamy Vice
 • The TV-Shop
 • Ljósblátt klám
 • The Cosby Show
 • Xena: The warrior princess

Dísös!

18. janúar 2005

Jæja...

Heima...eða ekki heima...
Er komin til Danmerkur aftur allavega.

Það er hinsvegar alveg spurning hvort það er gott eða slæmt. Veit allavega ekki alveg hvað ég er að gera hérna.
Vantar einhverja stórgóða hugmynd að námi til að fara í eða vinnu til að vinna eða bara eitthvað til að gera.

Nú er semsagt runninn upp sá tími að þörf er á að endurskipuleggja líf mitt. Það væri nú örugglega samt að einhverju leiti einfaldara ef ég nú bara vissi hvernig í fjáranum maður gerir svoleiðis.

Any ideas?