27. janúar 2005

Bylting og björgunarvættir

Ja, nú er það svart...
...í bókstaflegri merkingu.

Haldiði ekki að dvergurinn sem kveikir ljósið í ísskápnum mínum sé bara farinn í verkfall!
Í framhaldi af þessari færslu get ég ekki annað en dregið þá ályktun að bylting sé hafin...og það er aldrei gott.

Er það ekki hefðinni samkvæmt að prinsessum sé bjargað úr svona sittúasjónum...? Ha?Ha?!

Nú þegar starf björgunarvættar er laust til umsóknar á ný eru áhugasamir því vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst, með upplýsingum um aldur, reynslu og fyrri störf, ásamt nafni, ljósmynd og launaseðlum síðustu þriggja mánaða, á þetta póstfang.

Góðar stundir,
Prinsessan af Íslandi

Engin ummæli: