30. júlí 2004

I´ll get by with a little help from my friends....

Jæja, þá er ég komin aftur í konungsríkið, heilu og höldnu. Já eða næstum allavega. Og með allt með mér, ótrúlegt en satt!!

Sat nebblega í bílnum hjá henni Kollu minni sem skutlaðist með mig á völlinn og sá Flugstöð Leifs Eiríksonar út um framrúðuna þegar mér varð litið afturí. Þar blasti við mér sjón sem olli næstum hjartastoppi:
Ein taska afturí. Ein! Engin tölvutaska! = Engin tölva!!!!!!!! Fokk!

Lagðist með það sama í símann og hringdi út um allt land og haldiði ekki að Bengtan hafi ekki bara komið til bjargar og reddað málunum! Hún, vitandi sem er hversu gjörsamlega lömuð ég er án græjunnar, brást við eins og Mighty Mouse og bjargaði hreinlega deginum!
Og ég er ekkert að djóka með það að frökenin var mætt á völlinn innan við klukkutíma eftir að ég talaði við hana í símann! Þá búin að fara á fætur, fresta öllu sem hún hafði ætlað að gera, bruna í Mjóu að sækja gullið mitt og spæna svo í hendingskasti út á Keflavík.
Hvað gerði maður án svona vinkvenna??

Ég svaf svo eins og engill í báðum vélunum á leið heim til mín, uppdópuð af íbúfeni ætluðu fyrir fíla. Frekar næs.
Á vellinum tóku svo stelpurnar á móti mér, veifandi dönskum fánum og látandi eins og hálfvitar af gleði og galandi: "Velkommen hjem, velkommen hjem"!!
                                        
                                Ekki laust við að ég hafi meiraðsegja roðnað kannski smá..... híhí
Það merkilega var samt að þetta átti alveg við og ég sannfærðist endanlega þegar ég gekk inn í íbúðina mína.
Jebbs, ég var komin heim!
Þar beið blómvöndur, enn fleiri danskir fánar út um alla íbúð og pósturinn minn raðaður eftir mikilvægi á eldhúsborðinu! Sambýlismanni mínum, honum Basil, skildist mér reyndar að yrði ekki skilað í bráð. ;)

Að sjálfsögðu var þetta þó ekki endirinn á hátíðahöldunum, því eftir þær nákvæmu 10 mínútur (NB. Nýtt met!) sem það tók mig að hendast í bað, blása hárið og búa til andlit, skelltum við okkur á Chaplin þar sem vodkinn tók við deyfingarhlutverki íbúfensins.
Dönsuðum og fylgdumst með sætu strákunum (Já takk!) þangað til ég var orðin algerlega örmagna af þreytu og lasleika og kom mér heim í rúmið.

Vaknaði svo í morgun með sólina í andlitið, hálsbólguna að drepa mig og hvorki íbúfen né vodka í húsinu. Sem síðasta úrræði brá ég því á það ráð að liggja bara fyrir undir sæng og laga mér te þess á milli.
Spurning hvort það beri einhvern árangur. Hver veit?!


Engin ummæli: