23. mars 2004

Skrimsla Ltd. gerir heyrinkunnugt:

Jæja, þá er heimferðin bara alveg að bresta á...
Mun ég leggja leið mína til Íslands og heiðra landann með nærveru minni frá og með föstudeginum næstkomandi og það í heila 10 daga eða fram til 5.apríl þegar ég held til útlandsins á ný.

Þetta heimferðalag er reyndar ekki eitthvað frí nema rétt að hluta til, því miður.
Ég kem semsagt til landsins með hvorki meira né minna en 16 kerlingar með mér í þetta skiptið. Og það í þeim eina tilgangi að gera víðreist um söfn og búðir og gallerí og skóla og þessháttar.....allt í nafni handavinnunnar!!
Gaman að því!

Þetta gerir reyndar það að verkum að ég mun verða ákaflega takmarkað til viðtals þessa fyrstu viku af dvölinni en planið er að nýta eftirfarandi helgi til hins ítrasta í gleði og skemmtanir með þeim sem hafa áhuga á slíku.
Laugardagskvöldið 3.apríl mun af þessum ástæðum verða tekið frá í þessum eina tilgangi og mælist ég eindregið til að áhugasamir geri slíkt hið sama. Nánari staðsetning verður auglýst síðar og hvet ég fólk hér með endilega að koma með uppástungur þar að lútandi.

Sjáumst :)

Engin ummæli: