7. apríl 2004

Back in Baunaland...

Jæja, komin og farin bara.... á nótæm. Vá hvað þetta var fljótt að líða en ætli það þýði ekki líka að maður hafi skemmt sér vel...held það bara.

Fyrsta vikan fór náttlega í að leika túristaleik með 15 kellingum og var það ágætt bara. Gullfoss og Geysir og Skálholt og Bláa lónið og allir handavinnutengdir áfangastaðir á suðurlandsundirlendinu kovveraðir á nokkrum dögum. Svona á að gera þetta sko!

Þegar kellurnar voru farnar var svo ekki annað í myndinni en að skvera sér í hælana og partýgírinn og láta til sín taka í næturlífinu. Var það svo. Tókst að hitta alveg ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki þessi tvö kvöld og sjís, hvað var gaman.

I love the nightlife.....I´ve got to boogie....

Á föstudagskvöldið var gerður fasjíonatelí leit entrans í afmælisboð Logans og vodkahlaupinu gerð ágæt skil, að ógleymdu rommi í fresca sem er bara að ég held, einn ógeðslegasti drykkur ever! Nema ef vera kynni apótekaralakkrísinn...eða já.
Partýrestarnar stauluðust svo á Ölstofuna í rigningunni og þar var nokkuð bragðbetri veigum skolað niður með Bróður bogamanni sem ég hef ekki spjallað við í hundrað ár...eða næstum. Mjög næs!

Á laugardagskvöldinu þakkaði ég svo gvuði fyrir að hafa sofið meirihlutann af deginum, því eins og kom á daginn var tjúttið tekið með trukki.
Hófst kvöldið með kvenfélagsfundi í Kópavogi en þaðan var haldið á Ölstofuna til að safna liði. Þar fékk ég diskódísina í lið með mér og þá var víst ekki aftur snúið. Eins og okkar er von og vísa þegar við komum saman var haldin innreið í miðborgina með þvílíkum glæsibrag að annað eins hefur vart sést í manna minnum....já, eða síðan síðast þegar við fórum saman á drekk allavega ;)
Og skandalíserað eftir því, að sjálfsögðu. Komumst að því að bakgarðar og karlaklósett eru tilvaldir staðir til þess já. Og Ölstofan. Og Austurvöllur. Og...og...

Sunnudagurinn og mánudagsmorguninn fóru svo í að varpa sprengjum og flúði ég landið seinnipartinn á mánudeginum.

Engin ummæli: