4. janúar 2004

Áslaug er að koma! Áslaug er að koma!

Vei vei vei!!
Ofsakæti, hamingja og gleðitár á næsta leiti. Loksins, loksins, loksins er komið að því!!

Flóttakonan mætir á skerið rétt áður en ég yfirgef það og mun ég sækja hana á flugvöllinn annað kvöld eflaust skælandi af gleði og kátínu yfir að sjá hana aftur eftir allan þennan tíma.
Yfirleitt hefur það nefninlega verið ég, en ekki hún, sem hefur yfirgefið landið svo mánuðum skiptir og ég hef þar af leiðandi alltaf getað gengið að henni vísri til sáluhjálpar þegar ég kem til landsins. En undanfarinn allt of langan tíma hefur annað verið uppá teningnum. Gellan bara verið í útlandinu síðan í vor og ég ekki séð af henni tangur né tetur, hvorki í sumarfríinu né haustfríinu. Þetta hefur alveg haft mjög alvarlegar og að ég tali nú ekki um katastrófískar afleiðingar svo ekki sé minna sagt og ég hef af þessum ástæðum ekkert gert af viti síðan gvuð má vita hvenær .....já, síðan í febrúar held ég bara!!
Þetta gengur náttlega ekki, það sér það hver maður!

Erum að hugsa um að nýta þennan litla tíma sem gefst og loka okkur inni hér í dýrabænum annað kvöld með rauðvín og súkkulaði og nokkurra ára birgðir af vasaklútum og tissjúi og reyna eftir bestu getu að vinna upp þessa síðustu mánuði. Og þar sem við erum ekki þekktar fyrir annað en að gera allt það sem við tökum okkur fyrir hendur með einstakri prýði, þá er ekki nokkur efi til í huga mínum um að okkur mun að sjálfsögðu takast það, and then some!

Úff, ég get ekki hamið mig af spenningi........tætaramm taræ taramm!!! :)

Engin ummæli: