17. janúar 2004

Muniði eftir fyrstu ástinni...?

.....þegar ekkert annað komst fyrir í höfðinu á manni og viðkomandi var bara einfaldlega fullkominn í alla staði að manni fannst.....
...fiðrildin í maganum hættu ekki að flögra og manni varð illt í maganum af spenningi í hvert sinn sem talað var um hann/hana.....
...sæluvíman sem fylgdi því að vera í sama herbergi og viðkomandi jaðraði við alsælu og þegar/ef maður var svo kysstur af þessum einstaklingi, ætlaði allt um koll að keyra inní manni og yfirlið var á næsta leiti......
.....maður fékk hreinlega aðsvif ef maður sá hann/hana á Laugaveginum og hefði hiklaust fylgt viðkomandi á hjara veraldar (já, og gerði það jafnvel oftar en einu sinni) ef ósk um slíkt var borin upp.....

Muniði eftir þessu??? mmmmmm.......

Nú leyfi ég mér að gera ráð fyrir því að þeir sem lesi þetta séu allir að minnsta kosti með í kringum 25 ár á bakinu......þannig að ég spyr: Hvað er langt síðan þið funduð fyrir þessu síðast?? Man einhver eftir því að hafa upplifað þessa tilfinningu eftir tvítugt? Eftir átján?
Er svo komið að búið er að berja svo óhóflegu magni af skynsemi, þroska og þeirri hræðilegu staðreynd að enginn sé fullkominn, svo harkalega inn í hausinn á manni að það sé ekki séns í helvíti að upplifa þetta aftur??

Ætli maður sé orðinn of gamall til að verða ástfanginn??

Engin ummæli: