2. janúar 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut...

....og aldrei það kemur til baka!

Fullt búið að gerast á þessu ári og margt af því sem ég á eftir að sakna að komi aldrei aftur. En árið í heild sinni er búið að vera bara nokkuð ásættanlegt og lokahnykkurinn til að kveðja það var svo að sjálfsögðu bara til að setja punktinn yfir i-ið því gamlárskvöld var gott kvöld!

Hreindýrasteik í matinn og maginn fylltur þannig að ég er fyrst að verða svöng aftur núna!! Eftir fasta liði eins og venjulega, alvarlega skókrísu, skylduáhorf á skaupið og hið árlega brjálæði sem flugeldauppskotið er, hélt ég svo rakleiðis í sjálfrennireiðina og brunaði af stað í vesturbæinn. Sótti stelpurnar og skutlaðist með þeim aðeins áður en við lögðum leið okkar í Tryggvagötu-gleðina hjá Stebba sem að sjálfsögðu stóð undir öllum okkar væntingum. Stórglæsilegt partý alveg hreint! Kóngurinn klikkar ekki!
Þar sötraði ég Mojito og skemmti mér konunglega með öllu fólkinu sem ég hef ekki hitt síðan í sumar eða enn lengur. Gleði gleði og meiri gleði!

Fórum svo á Grandrokk þar sem Hraun! voru að spila og sýndum snilldartakta á dansgólfinu við Run to the hills og Hímen-lagið!
Svavar og kó: TAKK FYRIR MIG! :D
Alveg er það gaman að vera úti að skemmta sér með nánast alla sem maður þekkir á sama skemmtistaðnum! Þetta gerist varla betra, ég segi það og skrifa ;)

Það eina sem skyggði á kvöldið var náttlega að diskódísina vantaði....alveg saknaði ég þín þó ég hafi gleymt að hringja aftur :/ Bætum bara fyrir það næsta gamlárskvöld á einhverjum svölum í einhverri sólskinsparadís;)

Rétt fyrir kl. 9 að staðartíma Grandrokks var svo aðeins farið að hægjast um og eftir að hafa samviskusamlega hringt af salerni staðarins í suma og tjáð mig um það hversu mikið mér þætti vænt um viðkomandi (rétt eins og tilheyrir undir morgun gamlárskvölda), ákvað ég að nú væri kominn tími á að hypja mig. Við tók ákaflega heilsusamlegt rölt á Tryggvagötuna til að sækja lyklana að heimili mínu, dýrabænum og lagðist ég þvínæst alsæl til svefns og týndist!!

The rest is history ;)

Gleðilegt nýtt ár, lömbin mín og takk fyrir öll þau gömlu!! Rock on! ;)

Engin ummæli: