10. janúar 2004

Komin "heim"!

Jæja, þá er jólafríið búið og ég komin endurnærð aftur til Danaveldisins. Æ, hvað það var gott að koma heim, jafnvel þó ég hafi staðið mig að því að hugsa með löngun til þess að það væri auð jörð í Viborg í stað snjóskaflanna og hefði næstum verið búin að beila á öllu og taka bara fyrsta flug til Kastrup á tímabili.
Ákaflega fegin núna að ég gerði það ekki og er sjúklega þakklát fyrir alla vini mína og fjölskyldumeðlimi sem ég náði að hitta og eyða tíma með í fríinu.

Stiklað á stóru....:

Birta: Takk fyrir að vera mannleg! Ég var farin að efast á tímabili, litla ofurkonan mín! Farðu nú samt að fara vel með þig á nýja árinu! Ég elska þig mest!
Bjargvætturinn og có.: Takk fyrir að mér finnist ég alltaf vera komin heim þegar ég kem til ykkar.
Borgarfjarðarfólkið: Takk fyrir að vera fólkið mitt og að ég tali nú ekki um hattinn og eldhúsgræjurnar!!
Diskódísin: Takk fyrir að vera svona sjúklega frábær og sálufélagi í snillinni sem við komum okkur í. Veit hreinlega ekki hvað ég gerði án þín! Og hafðu engar áhyggjur, þú ert alltaf langflottust, sama hvar þú ert og þetta verður allt í lagi!!! Grát-Liljurnar og öll hin svakalega important félögin og klúbbarnir sem eru viðeigandi hverju sinni halda ótrauð áfram starfsemi sinni gegnum msn ljúfan mín og neyðarnúmerið er alltaf opið ...bara 00-45 fyrir framan núna ;)
Eiki: Takk fyrir alla tónlistina og hjálpina og að þola endalausan "nördaskap" í stóru frænkunni ;)
Flóttakonan: Ain´t no sunshine when she´s gone.......Takk fyrir að koma til landsins!! Það var svoooo gott að sjá þig og knúsa þig. Æ lov jú !!
Helgi feiti: Takk fyrir að skilja hvað ég var að meina og að allt sé kúl.
Kári klári: Til hamingju með útskriftina og nýju vinnuna, þú ert frábærastur! Takk fyrir að vera sá sem ég get litið upp til!
Kvenfélagskonurnar: Þið eruð náttlega svo ólýsanlega miklir gullmolar að ég veit ekki hvað ég gerði án ykkar!! Takk fyrir allt í fortíðinni, núinu og framtíðinni!
Kynvillingurinn: Takk fyrir að vera alltaf þú sjálf og fyrir að vera hetjan mín! Langar alltaf að verða betri manneskja þegar ég hef hitt þig. Veitir ekki af því núna ;) Vona að við getum gert alvöru úr hittingnum um páskana.
Logan: Takk fyrir fyrsta flokks samkvæmi á gamlárs og fyrir að vera vinur minn!
Meðvirki maðurinn: Takk fyrir að leyfa mér að vera ég! Vitaborgaraspjall í þínu kompaníi klikkar ekki, það er deginum ljósara!
Muzak: Takk fyrir allt frábæra undirspilið og að vera svona mikill gleðigjafi. Já og síðast en ekki síst fyrir að hafa haft vit fyrir mér og séð til þess að ég færi heim til mín þarna um kvöldið.
Palli: Takk fyrir spjallið og matinn og minningarnar.
Rannveig og Gísli: Takk fyrir að próvæda samastað fyrir mig og öll partýin.....hehehe
Séra Sigurvin: Takk fyrir að vera til og endalausa þolinmæði í því óvinnandi verki að reyna að koma fyrir mig vitinu!
Siggi Palli: Takk fyrir egótrippið....ég sakna þín líka!
Singunn: Takk fyrir að vera vinkona mín....og genin að sjálfsögðu ;)
Týndi maðurinn: Takk fyrir allt gamalt og gott og takk fyrir farsæla endinn og framhaldið af honum!
Verkfræðingurinn: Kojarinn verður víst að bíða betri tíma.......sjáumst við ekki bara á Hróarskeldu í sumar??


Alveg er ég heppnust í heimi og alveg að tapa mér í dramanu! En iss, þið þolið það alveg ;)

Engin ummæli: