9. nóvember 2004

Steinn, my man!

Já, ég er heima þessa dagana. Stutt stopp reyndar og ástæður ferðarinnar frekar sorglegar en meira um það seinna.

Mál dagsins er hinsvegar að ég datt niðrí ljóðasafn Steins Steinarr þegar ég heimsótti ákveðið menningarheimili hér í bæ í gær og stenst bara ekki mátið að pósta hér einni af þeim snilldum sem ég fann eftir kauða.
Fannst þetta eitthvað svo viðeigandi:


Eldur

Enginn veit um eldinn
sem einu sinni brann.
Í landi minna lífsins drauma
logaði hann.

Ég sótti þangað þróttinn
gegn þrautum og neyð.
Þar vann ég hæstu hugsjón minni
hollustu-eið.

En eitt sinn þegar eldurinn
allra heitast brann,
þá skeði einmitt ógæfan,
sem oftast hendir mann.

Því eldurinn er eldur
og enginn þekkir hann.
-Og sjálfur upp til ösku
ég í honum brann.

-Og enn þá loga eldar
og enn þá brenna menn.
Finnurðu ekki sviðalykt
af sjálfum þér enn?

Steinn Steinarr


-talandi um að hitta naglann á höfuðið.....

Engin ummæli: