14. febrúar 2004

I´m late, I´m late, I´m very very late.....

Hafiði tekið eftir því að þegar fullt er að gera hjá manni og enginn tími virðist vera til neins og allt er að fara fjandans til af því að það eru einungis 24 tímar í sólarhringnum, þá nær maður samt að gera alveg fullt og á endanum tekst manni merkilega oft að klára það sem maður ætlaði sér.
Gaman þegar svoleiðis er!

Hinsvegar...þegar nógur tími er til að gera það sem er á "to-do" listanum, þá gerist annað af tvennu:

a) Tíminn líður og ekkert gerist fyrr en maður áttar sig á því að ef maður byrjar ekki núna, þá nær maður ekki að klára. Þá fer maður í gang og drífur allt í túrbógírinn og nær með naumindum að klára á síðustu stundu. Fjúkk!

eða....

b) Eins og í fyrri möguleikanum líður tíminn án þess að nokkuð gerist. SVo kemur sú örlagaríka stund að maður maður verði að byrja því annars nái maður ekki að klára, nema í þessu tilviki þá í staðinn fyrir að setja í gírinn, af algerlega óskiljanlegum ástæðum, þá gerir maður það bara ekki!

Þess í stað sannfærir maður sjálfan sig um að það sé miklu mikilvægara að gera allskonar ónauðsynlega hluti fyrst (s.s. að lakka táneglurnar, raða í bókhaldsmöppuna eða þrífa eldhúsið sem er ekkert skítugt) og þegar maður er orðinn uppiskroppa með tilgangslausa hluti að gera sest maður niður fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og segir við sig á hálftíma fresti að núna ætli maður sko að byrja! En merkilegt nokk, þá bara gerist ekki nokkur skapaður hlutur!

Needless to say þá sit ég semsagt fyrir framan tölvuna núna, búin að lakka neglurnar, sortera geisladiskana mína í stafrófsröð, skrifa lista yfir allt mögulegt og ómögulegt, vökva blómin, hreinskrifa glósur o.s.fr., o.s.fr.....en hey, það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi setið aðgerðarlaus!

Er ekki til einhver svona þerapía fyrir fólk eins og mig?

Engin ummæli: