10. október 2003

Sparnaðarleið

Ég var spurð að því um daginn hvernig það væri nú með öll þessi krem sem konur fjárfesta í og smyrja á sig villt og galið....kostaði þetta ekki hönd og fót?? ....það væri andlitskrem (að sjálfsögðu bæði dag- og næturkrem), boddílósjon, fótakrem, augnakrem og handáburður að ógleymdum naglabandaáburðum og fyrir og eftir ljósabaðakremum svo fátt eitt sé nefnt...

Jú, ég gat nú ekki annað en samþykkt að þetta kostaði nú sitt en hélt þó uppi þeirri sannfæringu minni að hvert þessara krema væri engu að síður alveg bráðnauðsynlegt og liður í því að halda í draumaprinsinn ef svo ólíklega vildi nú einhverntíman til að við findum hann....til lítils væri það nú að líta skítsæmilega út ef ekkert nema hreistur væri undir öllu sparslinu!!

Viðmælandi minn gat nú ekki annað en séð lógíkina í því en sat hugsandi lengi fyrir hönd okkar kvenna með sparnaðarhugmyndina að leiðarljósi þar til að allt í einu lifnaði yfir honum og hann kom sigri hrósandi með þessa gullnu tillögu:

"Er ekki bara hægt að framleiða eitt svona season-all krem???"

umhugsunarvert.......