24. október 2003

Nobody puts Baby in a corner!!!!!

Æ, hvað það var gott að vera til í fyrradag!

Við Erla röltum um í stórborginni Viborg og vindósjoppuðum af miklum móð í skítakuldanum sem nú er í Danaveldi. Hetjurnar við! Endaði reyndar með því að Erla sveik lit og fjárfesti í agalega skæslegu pilsi en ég hélt fast um budduna og við þá ákvörðun að fara nú aðeins að draga saman í öllum fjárútlátunum sem búin eru að "koma fyrir mig" síðustu vikur og mánuði. :/ Er agalega stolt af sjálfri mér!!
Eftir að hafa afsjoppað okkur á eina kaffihúsinu í Viborg og skolað niður einum bjór (ég) og heitu súkkulaði (Erla) örkuðum við í villuna við Sjálandsgötu og dóum úr þreytu!

Að deyja úr þreytu er að sjálfsögðu, eins og allt annað sem við stöllurnar tökum okkur fyrir hendur, gert með stæl! Við semsagt hlömmuðum okkur í sófann, breyddum yfir okkur teppi, komum okkur vel fyrir og ýttum á "play". Klassíkerinn "Dirty dancing" rúllaði svo næsta einn og hálfa tímann og hlýjaði okkur um hjartaræturnar, tærnar, fingurna og flest annað :) Lífið er ljúft þegar maður getur bara slappað af og horft á Patrick Swayze beran að ofan!

Þvílík dásemd sem þessi mynd er!!! Hefðum hreinlega getað spólað til baka og horft á hana aftur ef tíminn hefði ekki verið að hlaupa frá okkur. En plokkfiskurinn eldar sig ekki sjálfur, því er nú ver og miður.

Átum svo á okkur gat og restina í hádeginu í gær...Mmmmmmm!

Afhverju getur lífið ekki bara verið "Dirty dancing" og plokkfiskur....?

Engin ummæli: