12. ágúst 2003

Kaupkvennahöfn

Þá er ég aftur komin í samband eftir internetleysi síðustu daga.

Skellti mér með hinum hannyrðatróðunum í agalegan dömutúr til höfuðborgarinnar á fimmtudaginn og er búin að fara hamförum í kóngsins Köben alla helgina. Arkaði samviskusamlega milli safna, tískusýninga og bróderíbúða eins og duglegri skólastúlku í túristaleik sæmir, en eftir ágætis skammt af námstengdu rápi og menningarlegum skoðunarferðum, tók óumflýjanlega sjopping-æðið við (þerapía af hæsta klassa....á eftir rúnti að sjálfsögðu).
Reyndar var veðrið ekki alveg eins og best verður á kosið, 30 stiga hiti og molla (lesist eins og dolla) og frekar lítið heppilegt til búðarráps. En mín lét það sko ekki á sig fá og sjoppaði ótrauð áfram! Sönn hetja ég!

Eftir að hafa þrammað algerlega óstöðvandi um helstu verslunargötur borgarinnar og leitað skjóls í loftkældum verslunum, eytt svívirðilega mörgum peningum og bætt fleiri bleikum í safnið, lagðist ég örmagna á ströndina á sunnudeginum í örvæntingarfullri von um að freknunum fjölgaði það mikið að þær rynnu saman og ég gæti státað af fögru gullinbrúnu litarafti.
En neibbs. Ekki varð það úr frekar en fyrri daginn en ég er þó allavega hætt að lýsa í myrkri. Sem er alltaf jákvætt. Í þau fáu skipti sem það gerist.

Alveg er verið að svíkja mig um öll þessi ítölsku gen sem ég hélt ég ætti rétt á!! *bölv og sótbölv*

Engin ummæli: