24. júlí 2003

Gaman að vera til....

Þetta er búið að vera gott kvöld! ...og reyndar ekkert síðri dagur. Náði loksins að útrétta mest af því sem ég þurfti fyrir helgina og komandi reisu til útlandsins, þannig að planið er að hafa það næs.......nei ég meina huggulegt ;) þessa fáu daga sem ég á eftir hér á skerinu.

Eftir að hafa farið og sótt lyklana að íbúðinni sem ég ætla að passa (happy happy joy joy!!), ákvað ég að gerast óábyrg í fjármálum og er nú stoltur eigandi fatnaðar sem passar á mig......sem er alltaf plús! Sem lógíska afleiðingu af því lagði ég svo leið mína í bankann og betlaði meiri pening útúr Hansínu minni. Djöfull er gott að þekkja fólk sem segir við mann með bros á vör: “Meiri pening? Já, ekkert mál...verður komið eftir 10 mínútur.” :)

Í kvöld er ég svo búin að vera að heimsóknast hjá Séra Sigurvin og frú Dóru og kíkti að lokum á kaffihús með Tótlunni. Vorum alveg að fíla okkur í 14 ára gírnum en eins og allir vita samanstóð áhugamálalistinn þá af “að hanga með vinunum, djamma, strákum, fara í bíó og ferðalögum”. Pennavinadálkur Æskunnar hreinlega bliknaði í samanburði við þessar samræður! Semsagt, mjög kósí. Það er nebblega þannig að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sú staðreynd að vinir manns eru á sama landi og maður sjálfur er bara besta tilfinning í heimi!

Jæja, núna eru B-manneskjutendensarnir í mér að taka yfirhöndina, best að koma sér í holuna og reyna að vakna áður en iðnaðarmennirnir mæta klukkan 8 og fara að gægjast inn um gluggana. Ciao

Engin ummæli: