13. september 2005

Ekkifréttir

Jæja...
Er komin heim frá Mallorca.

Fleira er í fréttum.
Þó ekki netfréttum.

Blogga meira þegar ég kemst aftur í stuð.

Þið bjargið ykkur þangað til.

28. maí 2005

Fréttabréf

Enn er ég á lífi, ótrúlegt en satt...
Internet-ástandið er þó enn það sama og engin tenging komin heim til okkar en ætli maður verði ekki samt að láta eitthvað vita af sér og henda inn eins og örfáum af helstu fréttum liðinna daga og vikna.

Það hefur senst ýmislegt á daga mína drifið undanfarið:

*Fyrir það fyrsta fundum við okkur ægilega sæta íbúð um daginn og búum núna með ströndina í bakgarðinum og útsýni lengst út á rúmsjó. Það er plús.

*Ég er byrjuð að vinna fyrir íslenska ferðaskrifstofu og mun vera í því að gæda íslenska túrista um eyjuna í sumar. Það er líka plús.

*Það kviknaði í þvottavélinni okkar fyrir tveim vikum og eldglæringarnar stóðu undan maskínunni sem spúði reyk um alla íbúð og hefði efalaust brennt ofan af okkur (og öðrum) kofann ef ekki hefði verið fyrir snarræði okkar skötuhjúa. Það var mínus.

*Önnur þvottavél er hinsvegar komin í kotið og sú gamla farin á haugana. Það er plús.

*Mamma var í heimsókn um daginn og það var mjög notalegt. Við rúntuðum um eyjuna, lágum á ströndinni, elduðum paellur og munaði engu að við hefðum komist í gegnum vikuna án þess að skammast. Það var plús.

*Ég er líka búin að fúaverja svolítið, láta spá fyrir mér með tarot-spilum og reyna árangurslaust að verða brún.

Þetta voru helstu fréttir undanfarinna vikna.

Ég hef það semsagt bara frekar gott og kósí. Hér er voða notalegt að vera, sólin er heit og sjórinn er blautur og manni líður hreinlega eins og maður sé á Mallorca.
Vona að lesendur hafi það huggulegt á hinni eyjunni líka.

Nýja adressan okkar er:

C./ Punta Marroig
Edf. SUN (Esc.1, piso 6D)
07181 Palma Nova, Mallorca
I. Balears
Espana

...og þar sem ég hef víst aulast til að ruglast aðeins á símanúerinu mínu þegar ég hef sent það til fólks þá læt ég það fljóta með hér: 00-34-659 244 757

Sólarkveðja,

9. maí 2005

Engar fréttir eru gódar fréttir

...og allt er gott. Bara ekkert net ennthá :)

15. apríl 2005

Þrír, fjórir, Mallorca!

Heil og sæl öllsömul

Eins og glöggir hafa tekið eftir, hefur ekki verið sérlega mikið aktívitet hér á þessarri blessuðu bloggsíðu undanfarið. Ég er nebblega ekki með net heima hjá mér lengur.

Ekki má þó skilja það svo að netið hafi á undraverðan hátt hlaupist á brott heiman frá mér, heldur breyttist “heima” um daginn í pínulitla og skrítna íbúð á Spáni, nánar tiltekið Palma Nova á suðurströnd Mallorca.

Einhverjar vangaveltur eru þó uppi um að skipta um íbúð og ég reikna ekki með því að fá net heim fyrr en botn er kominn í það mál. Þangað til skal ég þó reyna að láta vita af mér öðru hvoru hérna með helstu fréttir og tilkynningar, ef einhverjar verða.
Hafið bara hugfast að engar fréttir eru góðar fréttir.

Við skötuhjúin höfum það senst mjög kósí hérna í sólinni og ég er bara sæl og glöð. Þetta hefur þó verið heljarinnar umbreyting og þó ég hafi ekki yfir nokkru að kvarta, þá er búið að vera soldið skrítið að fara úr örygginu í Danaveldi og yfir í að díla við nýtt land, nýtt tungumál, nýjan mann, nýja íbúð, nýtt fólk, nýja vinnu og nýtt allt.
Ekki alveg það auðveldasta fyrir öryggisfíkilinn mig.
En þó íbúðin sé lítil og skrítin og eldhúsið virki ekki í heild sinni, þá er sem betur fer hlýtt og notalegt í nýja landinu, tungumálið er ekki alveg ókunnugt, maðurinn er sætur og yndislegur, fólkið er meira og minna næs og almennilegt og vinnan...hmmm, já...hún er væntanleg.
Ég hef allavega enga trú á öðru en að ég eigi eftir að hafa það bara mjög gott hérna þegar við erum búin að koma okkur aðeins betur fyrir.

Og þegar við erum búin að því, eru allir meira en velkomnir í heimsókn. Ég hef óljósa hugmynd um að það sé að einhverju leiti meiri attraksjón að kíkja í kaffi hingað en til Viborgar og þar sem svefnsófi er með því efsta á innkaupalistanum hjá okkur, þá ætti ekki að væsa um gesti.

Fleira er ekki í fréttum að sinni. Góðar stundir.


P.s. Fyrir þá sem í millitíðinni sjá sig knúna til að senda mér/okkur hákarl, flatbrauð og hangikjöt, súkkulaðirúsínur, harðfisk eða jafnvel póstkort, er adressan eitthvað á þessa leið:

Av. De La Playa 10
(s/n Edf. Las Palmeras)Apt. 302
07181 Palma Nova, Mallorca
Balears
Espana

25. mars 2005

Einn, tveir og Ísland!

Jæja, þá er ég komin á Frónið.
Þrátt fyrir aðstæður er það nú alltaf ægilega notalegt að lenda á Keflavík og heyra fluffurnar segja:

"Góðir farþegar, velkomin heim!"

Öll Spánar-plön hafa því verið sett í pækil í allavega viku.

Fyrir áhugasama um hitting get ég upplýst að símanúmerið mitt er það sama og það hefur alltaf verið hér á landi....

Knús og kram,
Skrimslan

22. mars 2005

What doesn´t kill you, only makes you stronger...

Ef eitthvað er til í þessu óþolandi máltæki þá ætti ég vandræðalaust að geta tekið þátt í einhverri ógurlegri kraftakeppni mjög fljótlega. Og sigrað með yfirburðum!

Er samt frekar lítil í mér núna.
Við sjáumst líklega fyrr en varir, lömbin mín.

21. mars 2005

Rassálfa-syndrómið í hámarki

Afhverju er ég ekki farin að sofa?
Afhverju er ég ekki búin að pakka eins og moððerfokker í allan dag?
Afhverju er ég búin að vera í náttfötunum síðan í morgun?
Afhverju er ég að deyja úr leti þegar ég á að vera að gera allt annað en hanga á netinu?
Afhverju er ekki þjónustufólk í kringum hvern minn fingur?
Afhverju er ég ekki 90-60-90?

Getur einhver svarað mér þessu?
Því ég næ hreinlega bara ekki uppí þetta.

12. mars 2005

In memoriam

aim for a smile
slowblow

i´ve seen death as it sneeked up behind you
patiently taking it´s aim.
as it aimed for the spark in your eye
resistance from here looked so lame.

what used to scare me
is not worth one thougt
as I kling to the memorie of
pitchblack coffie and cigarette haze
while i aim for a smile on your face.

try to sit straight
at the side of your bed
and pour my thoughts straight down the drain.
when it pours i´d much rather get wet
than to shelter my thougts from the rain.

while i tune my guitar
to your amplified breath
and hum away thoughts of your death.
all i got left is one awkward embrace
my last aim for a smile on your face.

9. mars 2005

Lag dagsins...

er Carrie með Europe!

When lights goes down, I see no reason
For you to cry. We’ve been through this before
In every time, in every season,
God knows I’ve tried
So please don’t ask for more.

Can’t you see it in my eyes
This might be our last goodbye

Carrie, carrie, things they change my friend
Carrie, carrie, maybe we’ll meet again

I read your mind, with no intentions
Of being unkind, I wish I could explain
It all takes time, a whole lot of patience
If it’s a crime, how come I feel no pain.

8. mars 2005

Plan

Jæja, þá er litla Skrimslan komin með plan.

Hún er að flytja til Mallorca.

Um óákveðinn tíma.



Hún er búin að segja upp íbúðinni sinni og vinnunni í Viborg og mun þann 26. þessa mánaðar stíga upp í vél til Spánar, að því gefnu að hún verði búin að pakka lífi sínu niður í pappakassa og koma í geymslu.....einhversstaðar :/
Sjálfboðaliðar í flutningana og niðurpökkun eru meira en velkomnir frá og með 21.mars og 2-3 daga fram; Gisting og uppihald innifalið á meðan á dvölinni stendur :)

Skrimslan er komin með bæði vinnu og húsnæði á eyjunni og mun leggja sig alla fram við að hafa það frekar notalegt í sólinni sem manni skilst að láti sjá sig endrum og sinnum þarna suðurfrá.

Sólar- og sumarkveðja,
Skrimslan

Búið spil?

Jæja, samkvæmt þessu getur maður hreinlega aflýst kirkjuklukkunum.


Er farin í aflitun...what more can I do? :/
Leiter

7. mars 2005

Fallegustu börn í heimi!


Tumi og Davíð Sigurvinssynir með Skrimslu frænku
Janúar 2005

Ath. Ef hlustað er vel má heyra klingja í eggjastokkum undirritaðrar ;)

5. mars 2005

Þabbarasona!





Your Dominant Intelligence is Interpersonal Intelligence



You shine in your ability to realate to and understand others.
Good at seeing others' points of view, you get how people think and feel.
You have an uncanny ability to sense true feelings, intentions, and motivations.
A natural born leader, you are great at teaching and mediating conflict.

You would make a good counselor, salesperson, politician, or business person.



Bið ykkur sérstaklega að taka eftir setningunni " A natural born leader...."!!
Heimsyfirráð, here I come!

1. mars 2005

Vorið er komið

Þá er það orðið ljóst.
Vorboðarnir allir búnir að láta sjá sig.
Bjórafmælið yfirstaðið, hirðfíflin búin að halda sína árlegu hátíð og síðast en ekki síst flaug inn um gluggann hjá mér í gærkvöldi fyrsta danska mýfluga ársins!

Jeij!

Í tilefni þessa merka viðburðar fannst mér því ekki seinna vænna en að gera viðeigandi ráðstafanir og sit ég því hér í sófanum fyrir framan sjónvarpsskjáinn með dásamlega nýlakkaðar táneglur í hinum gríðarlega lekkera vorlit, Rosa Fuchsia. Eða svakableikum, fyrir þá sem ekki vita betur.

Þessar fréttir af árstíðaskiptunum virðast hinsvegar af einhverjum ástæðum ekki hafa borist veðurguðinum enn, því í dag kyngdi niður snjó lungann úr deginum!

21. febrúar 2005

Skróp

Ef einhver hefur undrast fjarveru mína frá netheimum þessa síðustu daga þá á hún sér þá skýringu að ég fékk valentínusargjöf síðastliðinn mánudag.

Hann er sætur og fyndinn og yndislegur og búinn að halda mér nokkuð upptekinni :)


Leiter...

13. febrúar 2005

Like grandmother, like granddaughter...

Er ekki alveg eðlilegt að sitja fram á morgun og prjóna, yfir sjónvarpinu?
Eins og ég las einhversstaðar:

Hver getur farið að sofa þegar sér fyrir endann á ermi??

10. febrúar 2005

Úff !

Líklega hefur maður eytt of miklum tíma fyrir framan tölvuskjái....þegar maður kíkir niður í hægra horn bókarinnar til að sjá hvað klukkan er.

Ég er farin út að gera eitthvað gáfulegt!

8. febrúar 2005

Urrrgh!

Fokkíngs messenger!

6. febrúar 2005

Hver? Ég??

Hvað áttu við??


....ekki að það virðist breyta miklu *hóst* ;)

5. febrúar 2005

Always look on the bright side of life....

Var að taka eftir því að í síðustu þremur, nei fjórum, nei........allavega síðustu mörgum.... færslum hér á blogginu er ég að kvarta.
Yfir allskonar.
Sumt falið kvart, annað opinskátt kvart, en kvart engu að síður.

Ekki að þetta komi sérstaklega á óvart, ég hef alltaf verið nokkuð góð í þessarri deild.
Ekki má þetta heldur skiljast sem svo að ég kunni ekki að meta það góða sem er í gangi, ég kann það alveg.
Alveg satt!
Það er bara svo merkilegt hvað maður (lesist: ég) er alltaf betri í að sjá og finnast ástæða til að minnast á þá hluti sem ekki eru eins og maður vill hafa þá.

Svo að þessi færsla bætist svo ekki í hóp þeirra fyrrnefndu og ég fari að kvarta yfir innihaldi minna eigin skrifa, vil ég þó taka fram að ég tel þetta ekkert endilega til ókosta, sjáiði til. Meira bara svona að hafa auga fyrir smáatriðum, skiljiði.
Já!


Btw..."kvart", er það ekki örugglega orð?

28. janúar 2005

Skrítla dagsins...

Eftirfarandi er brot úr samtali sem átti sér stað yfir msn í nótt:

Stóra sys: Segðu mér nú einhvern skemmtilegan brandara

Litla sys: Brandara, hmmm....það er nú ekki mín sterkasta hlið

Litla sys: Heyrðu jú annars, ég kann einn góðan

Stóra sys: Já endilega, láttu vaða

Litla sys: Sko hann er svona:
Karlmenn, eru sko ekki bara til að nota þá!

Stóra sys: ROFL


Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni....



Tekið skal fram að báðar voru systur þessar vansvefta með eindæmum, þó það hafi á engan hátt áhrif á húmorgildi skrítlunnar.

27. janúar 2005

Bylting og björgunarvættir

Ja, nú er það svart...
...í bókstaflegri merkingu.

Haldiði ekki að dvergurinn sem kveikir ljósið í ísskápnum mínum sé bara farinn í verkfall!
Í framhaldi af þessari færslu get ég ekki annað en dregið þá ályktun að bylting sé hafin...og það er aldrei gott.

Er það ekki hefðinni samkvæmt að prinsessum sé bjargað úr svona sittúasjónum...? Ha?Ha?!

Nú þegar starf björgunarvættar er laust til umsóknar á ný eru áhugasamir því vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst, með upplýsingum um aldur, reynslu og fyrri störf, ásamt nafni, ljósmynd og launaseðlum síðustu þriggja mánaða, á þetta póstfang.

Góðar stundir,
Prinsessan af Íslandi

25. janúar 2005

Svekkelsi

Afhverju er ekki sól og sumar og 25 stiga hiti?
Ég bara spyr...

Ekki það að ég hafi eitthvað á móti vetrinum. Alls ekki. En ef það væru ekki frostgráður úti þá hefði ég allavega löglega afsökun fyrir því að eyða peningum í þessa skó:




En nei!

23. janúar 2005

Hvar er húfan mín....? Hvar er hettan mín....?

Ég held ég hljóti að hafa verið eðalborin í síðasta lífi.
Það getur hreinlega ekki annað verið!
Trekk í trekk stend ég mig að því að skammast og rífast og hugsa með mér:

Hvar er nú kokkurinn, þegar maður þarf á honum að halda?
Og böttlerinn?
Einkaþjálfarinn, nuddarinn, snyrtidaman, ræstitæknirinn og bílstjórinn??? Hvar, hvar, hvar???

Ef þið rekist á þetta fólk á einhverjum þvælingi, endilega sendið það til baka. Ég líð ekki svona áralangt skróp hjá þessu liði.

Kærar þakkir,
Prinsessan af Íslandi

21. janúar 2005

Sko...

Ég ætlaði að byrja nýtt líf þegar ég kæmi hingað út!
  1. Ætlaði að gera eitthvað gott fyrir kroppinn minn og stunda líkamsrækt 5 sinnum í viku.
  2. Ætlaði líka að hætta að borða sykur, hvítt hveiti og ger.
  3. Nema....það mátti vera nammidagur á laugardögum.
  4. Ætlaði að fara að sofa á skynsamlegum tíma á kvöldin og ekki sofa lengur en 8 tíma á sólarhring.
  5. Ætlaði að taka inn fjölvítamín, auka c-vítamín, lýsi og mjólkurþistil daglega og skola því niður með minnst 2 lítrum af vatni á dag.

  1. Ég er búin að fara einu sinni í sund síðan ég kom. Það var í dag.
  2. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu ótrúlegs ímyndunarafls og fjármagns er krafist til að forðast sykur, hvítt hveiti og ger??
  3. Sprakk á nammiheitinu og borðaði 3 súkkulaðistykki í gær. Miðvikudag. Og tvö í dag. Fimmtudag.
  4. Hef ekki getað sofnað fyrir birtingu síðan ég kom til Viborgar.
  5. Vatns- og vítamínheitið er það eina sem ég hef staðið við.

Hvað get ég sagt? Það þarf einhver að koma og taka í lurginn á mér!

Please? ;)


20. janúar 2005

Sleepless in Viborg

Sjónvarpið hér í útlegðinni er hreint ekki að standa sig í afþreyingar-deildinni!
Við erum að tala um að valið stendur á milli þess að horfa á:
  • Miamy Vice
  • The TV-Shop
  • Ljósblátt klám
  • The Cosby Show
  • Xena: The warrior princess

Dísös!

18. janúar 2005

Jæja...

Heima...eða ekki heima...
Er komin til Danmerkur aftur allavega.

Það er hinsvegar alveg spurning hvort það er gott eða slæmt. Veit allavega ekki alveg hvað ég er að gera hérna.
Vantar einhverja stórgóða hugmynd að námi til að fara í eða vinnu til að vinna eða bara eitthvað til að gera.

Nú er semsagt runninn upp sá tími að þörf er á að endurskipuleggja líf mitt. Það væri nú örugglega samt að einhverju leiti einfaldara ef ég nú bara vissi hvernig í fjáranum maður gerir svoleiðis.

Any ideas?