21. janúar 2005

Sko...

Ég ætlaði að byrja nýtt líf þegar ég kæmi hingað út!
  1. Ætlaði að gera eitthvað gott fyrir kroppinn minn og stunda líkamsrækt 5 sinnum í viku.
  2. Ætlaði líka að hætta að borða sykur, hvítt hveiti og ger.
  3. Nema....það mátti vera nammidagur á laugardögum.
  4. Ætlaði að fara að sofa á skynsamlegum tíma á kvöldin og ekki sofa lengur en 8 tíma á sólarhring.
  5. Ætlaði að taka inn fjölvítamín, auka c-vítamín, lýsi og mjólkurþistil daglega og skola því niður með minnst 2 lítrum af vatni á dag.

  1. Ég er búin að fara einu sinni í sund síðan ég kom. Það var í dag.
  2. Gerið þið ykkur grein fyrir hversu ótrúlegs ímyndunarafls og fjármagns er krafist til að forðast sykur, hvítt hveiti og ger??
  3. Sprakk á nammiheitinu og borðaði 3 súkkulaðistykki í gær. Miðvikudag. Og tvö í dag. Fimmtudag.
  4. Hef ekki getað sofnað fyrir birtingu síðan ég kom til Viborgar.
  5. Vatns- og vítamínheitið er það eina sem ég hef staðið við.

Hvað get ég sagt? Það þarf einhver að koma og taka í lurginn á mér!

Please? ;)


Engin ummæli: