15. apríl 2005

Þrír, fjórir, Mallorca!

Heil og sæl öllsömul

Eins og glöggir hafa tekið eftir, hefur ekki verið sérlega mikið aktívitet hér á þessarri blessuðu bloggsíðu undanfarið. Ég er nebblega ekki með net heima hjá mér lengur.

Ekki má þó skilja það svo að netið hafi á undraverðan hátt hlaupist á brott heiman frá mér, heldur breyttist “heima” um daginn í pínulitla og skrítna íbúð á Spáni, nánar tiltekið Palma Nova á suðurströnd Mallorca.

Einhverjar vangaveltur eru þó uppi um að skipta um íbúð og ég reikna ekki með því að fá net heim fyrr en botn er kominn í það mál. Þangað til skal ég þó reyna að láta vita af mér öðru hvoru hérna með helstu fréttir og tilkynningar, ef einhverjar verða.
Hafið bara hugfast að engar fréttir eru góðar fréttir.

Við skötuhjúin höfum það senst mjög kósí hérna í sólinni og ég er bara sæl og glöð. Þetta hefur þó verið heljarinnar umbreyting og þó ég hafi ekki yfir nokkru að kvarta, þá er búið að vera soldið skrítið að fara úr örygginu í Danaveldi og yfir í að díla við nýtt land, nýtt tungumál, nýjan mann, nýja íbúð, nýtt fólk, nýja vinnu og nýtt allt.
Ekki alveg það auðveldasta fyrir öryggisfíkilinn mig.
En þó íbúðin sé lítil og skrítin og eldhúsið virki ekki í heild sinni, þá er sem betur fer hlýtt og notalegt í nýja landinu, tungumálið er ekki alveg ókunnugt, maðurinn er sætur og yndislegur, fólkið er meira og minna næs og almennilegt og vinnan...hmmm, já...hún er væntanleg.
Ég hef allavega enga trú á öðru en að ég eigi eftir að hafa það bara mjög gott hérna þegar við erum búin að koma okkur aðeins betur fyrir.

Og þegar við erum búin að því, eru allir meira en velkomnir í heimsókn. Ég hef óljósa hugmynd um að það sé að einhverju leiti meiri attraksjón að kíkja í kaffi hingað en til Viborgar og þar sem svefnsófi er með því efsta á innkaupalistanum hjá okkur, þá ætti ekki að væsa um gesti.

Fleira er ekki í fréttum að sinni. Góðar stundir.


P.s. Fyrir þá sem í millitíðinni sjá sig knúna til að senda mér/okkur hákarl, flatbrauð og hangikjöt, súkkulaðirúsínur, harðfisk eða jafnvel póstkort, er adressan eitthvað á þessa leið:

Av. De La Playa 10
(s/n Edf. Las Palmeras)Apt. 302
07181 Palma Nova, Mallorca
Balears
Espana

Engin ummæli: