5. febrúar 2005

Always look on the bright side of life....

Var að taka eftir því að í síðustu þremur, nei fjórum, nei........allavega síðustu mörgum.... færslum hér á blogginu er ég að kvarta.
Yfir allskonar.
Sumt falið kvart, annað opinskátt kvart, en kvart engu að síður.

Ekki að þetta komi sérstaklega á óvart, ég hef alltaf verið nokkuð góð í þessarri deild.
Ekki má þetta heldur skiljast sem svo að ég kunni ekki að meta það góða sem er í gangi, ég kann það alveg.
Alveg satt!
Það er bara svo merkilegt hvað maður (lesist: ég) er alltaf betri í að sjá og finnast ástæða til að minnast á þá hluti sem ekki eru eins og maður vill hafa þá.

Svo að þessi færsla bætist svo ekki í hóp þeirra fyrrnefndu og ég fari að kvarta yfir innihaldi minna eigin skrifa, vil ég þó taka fram að ég tel þetta ekkert endilega til ókosta, sjáiði til. Meira bara svona að hafa auga fyrir smáatriðum, skiljiði.
Já!


Btw..."kvart", er það ekki örugglega orð?

Engin ummæli: